Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Al­gjör gjör­breyting á al­þjóða­kerfinu“

Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig.

Starmer segir tíma að­gerða til kominn

Forsætisráðherra Bretlands hyggst mynda bandalag fúsra þjóða til að stíga með beinum hætti inn í varnir Úkraínu komi til vopnahlés. Bretland sé tilbúið að senda herlið til Úkraínu til að gæta þess að staðið sé við skilmála vopnahlés.

Tvær bílveltur með stuttu milli­bili

Tvær bílveltur urðu á höfuðborgarsvæðinu með stuttu millibili en vegir urðu víða flughálir við skyndilega og mikla snjókomu.  Annar bíllinn valt við Álfabakka og hinn úti við Kollafjörð. Enginn er alvarlega slasaður.

Danir senda annan Færeying í Euro­vision

Færeyingurinn Jóhanna Norðberg Niclasen, sem syngur undir nafninu Sissal, keppir fyrir hönd Danmerkur í Eurovision eftir að hafa borið sigur úr býtum í Melodi Grand Prix, dönsku hliðstæðu Söngvakeppninnar.

Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV

Nanna Rögnvaldardóttir rithöfundur segist standandi hissa yfir notkun Ríkisútvarpsins á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum um sögu matar og matarmenningar á Íslandi. Í þáttunum eru fleiri viðtöl við Nönnu sem hefur mikið fjallað um matarsögu Íslands.

Vonast til að geta átt gott sam­band við Trump

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington.

Sjá meira