Innlent

Þyrlusveitin kölluð út á mesta for­gangi vegna leka um borð í bát

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Björgunarskip Landsbjargar á Akranesi var sent á vettvang. Mynd tengist frétt ekki beint.
Björgunarskip Landsbjargar á Akranesi var sent á vettvang. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Vilhelm

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á mesta forgangi á þriðja tímanum í dag vegna leka um borð í fiskibáti sem staddur var vestur af Akranesi. Sjóbjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar tók einnig þátt í viðbragðinu.

Fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni að stjórnstöðin hafi þegar í stað ræst út viðbragðsaðila auk þess sem skip í grenndinni voru beðin um að halda á vettvang þegar tilkynningin barst. 

Tveir voru um borð í bátnum þegar lekinn kom upp. Björgunarskip Landsbjargar á Akranesi var komið fljótt á staðinn og vel gekk að bregðast við lekanum, að sögn Landhelgisgæslunnar. Taug var komið fyrir á milli fiskiskipsins og björgunarskipsins sem dregur bátinn til hafnar.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var þá afturkölluð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×