Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Það er ekkert óalgengt að fólk hætti í vinnunni sinni því það fílar ekki yfirmanninn. Enda löngum vitað að stjórnendur eru mishæfir til starfa. 7.2.2025 07:01
Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Ég endaði mitt erindi á því að leggja þetta fram að gamni sem sparnaðartillögu fyrir nýja ríkisstjórn,“ segir Thelma Kristín Kvaran ráðgjafi hjá Intellecta og brosir. 6.2.2025 07:03
„Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Nýlega heyrði ég í konu sem einfaldlega sagði við mig eftir svona ferli: „Aldrei, aldrei aftur í lífinu mun ég gera þetta aftur.“ Svo ömurlegt fannst henni þetta ferli vera og við verðum að átta okkur á því að í sumum tilfellum getur nafnabirting umsækjenda skemmt fyrir viðkomandi,“ segir Hildur Ösp Gylfadóttir framkvæmdastjóri mannauðs hjá HSN. 5.2.2025 07:00
„Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ „Þegar ég var í háskólanum keypti ég IBM fartölvu sem var risastór kassi og sambærileg að þyngd og saumavél. Þessi tölva var með pínulitlum innbyggðum skjá en fram að þessu hafði ég átt tölvu sem ég tengdi við sjónvarpið því það voru ekki tölvuskjáir,“ segir Þór Hauksson og hlær. 3.2.2025 07:00
Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, opinberar sök í smá prakkarastriki á Skaganum þegar hann var sex ára en almennt telur hann sig ekki hafa verið mikinn prakkara í æsku. Uppáhaldsmorgnarnir eru þegar hann byrjar daginn í golf hermi með félögunum. 1.2.2025 10:01
„Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Það sem mér finnst áhugaverðast þegar ég horfi til baka eru tækifærin sem liggja í þessu. Advania er til dæmis að kynna nýja lausn sem gerir fyrirtækjum kleift að halda utan um umhverfisáhrif með því að nýta gögn úr rafrænum reikningum. Lausnin auðveldar ferlið og þá nýtist það eins og mælitæki á árangurinn,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir, forstöðumaður sjálfbærni og umbóta hjá Advania á Íslandi. 31.1.2025 07:01
„Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ „Mín ráðlegging væri alltaf sú að fyrirtæki reyni að draga úr öllu því sem það getur gert sjálft áður en það fer að kaupa kolefnisjöfnun til að jafna út bókhaldið. Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt,“ segir Stefanía María Kristinsdóttir, sérfræðingur á framleiðslusviði hjá Nóa Síríus. 30.1.2025 07:02
Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest Eitt af því sem þróast hefur nokkuð vel víðast hvar í atvinnulífinu eru góð teymi og hversu miklu máli það skiptir að vera góður liðsmaður á vinnustað. 29.1.2025 07:01
„Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ „Ég lærði textíl í Myndlistaskóla Reykjavíkur því ég hef alltaf verið mjög hrifin af handverki og hönnun,“ segir Ragnheiður Stefánsdóttir, ein af forsprökkurum Flöff, nýsköpunarfyrirtæki sem ætlar að þæfa nýjan textíl úr ónýtum textílúrgangi. 27.1.2025 07:03
„Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” „Það er í sjálfu sér ekki til neitt vandamál eða greiningarflokkur sem heitir „útlitsþráhyggja” en í kringum 2% fólks glímir við líkamsskynjunarröskun sem heyrir undir þráhyggju- og árátturófið,“ segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni. 26.1.2025 08:01