„Eigum við ekki að fara inn á EM og virkilega verðskulda það?“ Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson voru afdráttarlausir á Stöð 2 Sport í gærkvöld varðandi það að Ísland þyrfti svo sannarlega að vinna Kósovó á sunnudaginn og halda sér í B-deild Þjóðadeildar UEFA. „Höfum smá stolt. Ekki neðar en B,“ sagði Lárus. 21.3.2025 08:02
Sá Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins Rasmus Höjlund, framherji Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo hafi lengi verið sitt átrúnaðargoð. Þess vegna nýtti hann tækifærið í gærkvöld til að fagna eins og Ronaldo, beint fyrir framan goðið sitt, í 1-0 sigri Danmerkur gegn Portúgal í Þjóðadeildinni. 21.3.2025 07:31
„Vitum að svona getur gerst þegar áherslurnar eru eins og þær eru“ „Þetta er mjög svekkjandi,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson eftir 2-1 tapið gegn Kósovó í kvöld, í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Hann segir eðlilegt að margt þurfi að bæta eftir fyrsta leik undir stjórn nýs þjálfara. 20.3.2025 22:04
Umfjöllun: Kósovó - Ísland 2-1 | Rándýr mistök og tap í fyrsta leik Arnars Íslenska karlalandsliðið í fótbolta varð að sætta sig við 2-1-tap gegn Kósovó í kvöld, í fyrsta leiknum undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Ísland þarf því að vinna upp eins marks forskot þegar liðin mætast í seinni leik sínum, í Murcia á Spáni á sunnudag, í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. 20.3.2025 21:36
Fyrsta byrjunarlið Arnars: Ísak og Hákon fyrir framan þrjá reynslubolta Arnar Gunnlaugsson hefur nú tilkynnt sitt fyrsta byrjunarlið sem landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, fyrir leikinn við Kósovó í kvöld í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildar UEFA. 20.3.2025 18:31
Efnilegur táningur lést og fjölskyldan krefst svara Bayern München syrgir hinn unga leikmann Guo Jiaxuan sem hefur verið úrskurðaður látinn, eftir höfuðhögg sem hann hlaut í fótboltaleik. Fjölskylda hans krefst skýringa og réttlætis. 20.3.2025 15:18
Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Körfuboltafélagið Boston Celtics hefur nú verið selt fyrir 6,1 milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði um 814 milljarða íslenskra króna, sem er metupphæð. 20.3.2025 14:51
Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum „Þessi tími hjá KR var stuttur og erfiður,“ segir Axel Óskar Andrésson. Axel og pabbi hans, kraftajötuninn Andrés Guðmundsson, ræddu um KR-tímann í fyrsta þætti nýrrar seríu af Lengsta undirbúningstímabili í heimi. 20.3.2025 14:31
Japan fyrsta þjóðin til að vinna sig inn á HM Japanir urðu í dag, 169 dögum áður en Ísland byrjar sína undankeppni, fyrstir þjóða til að vinna sér inn sæti á HM karla í fótbolta sumarið 2026. 20.3.2025 13:41
Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Skýrari mynd er nú komin á það hvernig miðasölu verður háttað fyrir EM karla í körfubolta. Íslenskir stuðningsmenn gætu þurft að hafa hraðar hendur í lok mars. 20.3.2025 10:02