Segir Arnór líta ruddalega vel út Þjálfari Arnórs Sigurðssonar hjá sænska meistaraliðinu Malmö er afskaplega spenntur fyrir því að geta brátt farið að nýta krafta íslenska landsliðsmannsins sem félagið lagði allt í sölurnar til að klófesta í febrúar. 17.3.2025 13:31
Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Fótboltamaðurinn Michail Antonio segir það hafa verið erfiðast, við lífshættulegt bílslys sitt, að hugsa til barnanna sinna og að hann yrði ekki til staðar fyrir þau. Bati hans gengur hins vegar betur en búist var við og framherjinn er staðráðinn í að skora fleiri mörk á ferlinum. 17.3.2025 12:05
Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Arne Slot, stjóri Liverpool, var spurður út í það á blaðamannafundi í gær af hverju hinn tæplega tveggja metra hái Dan Burn hefði ekki verið betur dekkaður áður en hann skoraði frábært skallamark á Wembley í gær. Hollendingurinn var með svör á reiðum höndum. 17.3.2025 11:30
Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Þrátt fyrir þjóðarsorgina sem ríkir í Norður-Makedóníu, eftir að eldsvoði á skemmtistað kostaði að minnsta kosti 59 manns lífið um helgina, neyddist handboltalið þjóðarinnar til þess að spila gegn Slóveníu í gær í undankeppni EM í handbolta. 17.3.2025 09:31
Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson tileinkaði náfrænku sinni markið mikilvæga sem hann skoraði á Englandi í gær, nánast nákvæmlega fimm árum eftir að hún féll frá. 17.3.2025 09:03
Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Víkingar hafa samþykkt að selja einn sinn besta leikmann, Ara Sigurpálsson, til sænska knattspyrnufélagsins Elfsborg nú þegar þrjár vikur eru í þeirra fyrsta leik á nýrri leiktíð í Bestu deildinni. 17.3.2025 08:31
Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Úrslitin á Players meistaramótinu, sem stundum er kallað fimmta risamótið í golfi, ráðast í þriggja holu framlengingu í dag og þar eigast við tveir kylfingar með afar ólíka ferilskrá. 17.3.2025 06:59
Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum „Það er langt síðan ég hef verið hérna þannig að það er gott að vera kominn aftur,“ segir Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, sem er mættur aftur í íslenska handboltalandsliðið og skoraði sex mörk gegn Grikkjum í öruggum sigri á miðvikudaginn. 14.3.2025 17:01
Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Í aðdraganda Körfuknattleiksþings sem fram fer á morgun komu gestir á fund stjórnar KKÍ og greindu frá ósæmilegri hegðun í þeirra garð af hálfu einstaklings innan íþróttahreyfingarinnar. 14.3.2025 16:17
Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Nú er orðið ljóst að næstu bikarmeistarar Íslands í fótbolta karla fara í undankeppni Evrópudeildarinnar, næstbestu Evrópukeppninnar, í stað Sambandsdeildar Evrópu. Liðið sem endar í 2. sæti Bestu deildarinnar í ár sleppur auk þess við fyrsta stig undankeppni Sambandsdeildarinnar. 14.3.2025 13:32