Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Adam Idah innsiglaði sigur Írlands í einvíginu við Búlgaríu, í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. Hann hafði fengið fund með Heimi Hallgrímssyni í von um að spila meira og saman glöddust þeir í gærkvöld. 24.3.2025 08:31
Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir „Þú hefur bara visst mikinn tíma til að ákveða hvenær þú hættir í landsliðinu. Á endanum verður það bara ákveðið fyrir þig,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson þegar hann fór yfir frammistöðu Arons Einars Gunnarssonar gegn Kósovó. Hann hvatti Aron og fleiri af gullkynslóðinni til að hætta sjálfir áður en það yrði of seint. 23.3.2025 22:16
„Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ „Þetta var ekki gott. Við erum undir í flestum atriðum leiksins og Kósovó gerði bara vel. Þeir áttu skilið sigurinn og unnu þetta einvígi nokkuð sanngjarnt,“ segir Aron Einar Gunnarsson eftir að Ísland féll niður í C-deild Þjóðadeildar í kvöld. 23.3.2025 19:48
„Horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið“ „Mér fannst þeir vera yfir í flestöllu af þessu einfalda. Keyrðu svolítið yfir okkur á því. Tilfinningarnar eru ömurlegar,“ segir Stefán Teitur Þórðarson sem óvænt lék sem miðvörður í fyrri hálfleik gegn Kósovó í kvöld. 23.3.2025 19:31
Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er fallið niður í C-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 3-1 tap gegn Kósovó í heimaleik Íslands í Murcia á Spáni í kvöld. Ísland tapaði því einvíginu 5-2 og það verða Kósovóar sem spila í B-deild keppninnar í fyrsta sinn, haustið 2026. 23.3.2025 18:48
Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla vann frábæran 3-0 sigur gegn Ungverjalandi í vináttulandsleik á Pinatar Arena, nærri Torrevieja á Spáni, í dag. 21.3.2025 14:58
Taldar mun meiri líkur á að Ísland falli niður í C-deild Eftir 2-1 tapið gegn Kósovó í Pristina í gærkvöld er ljóst að Ísland verður að vinna sigur þegar liðin mætast aftur í heimaleik Íslands á sunnudag klukkan 17, í Murcia á Spáni, til að forðast fall í C-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta. 21.3.2025 13:30
LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Magnús Már Einarsson tók við þjálfun Aftureldingar í nóvember 2019, þá þrítugur að aldri. Hann er nú mættur með liðið í efstu deild karla í fótbolta. Leikstíllinn hefur vakið athygli og Magnús fór yfir það í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi. 21.3.2025 11:00
Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Valsmenn hafa keypt varnarmanninn öfluga Andi Hoti frá Leikni og gert við hann samning til fimm ára. Andi, sem leikið hefur fyrir U19- og U21-landslið Íslands, segir erfitt að yfirgefa Breiðholtið en er spenntur fyrir að stíga inn á stóra sviðið. 21.3.2025 10:10
Ærðust og fögnuðu með steinhissa Henry Panama-menn gjörsamlega ærðust af fögnuði og hópuðust einhverra hluta vegna að frönsku goðsögninni Thierry Henry þegar þeir unnu hádramatískan sigur gegn Bandaríkjunum í gærkvöld. 21.3.2025 09:31