Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Fjórum ísraelskum gíslum var sleppt úr haldi Hamas í Gasaborg í morgun. Búist er við að tvö hundruð palestínskum föngum í haldi Ísraels verði sleppt síðar í dag. Ísraelar segja Hamas hafa svikið þá um fimmta gíslinn en samtökin segja um tæknileg vandræði að ræða. 25.1.2025 12:22
Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur staðfest tilnefningu Petes Hegseth til embættis varnarmálaráðherra. Tilnefningin var staðfest með eins naumum meiri hluta og hugsast gat, með 50 atkvæðum greiddum á móti og 51 atkvæði greiddu með. 25.1.2025 10:23
Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Maður er látinn og yfir 725 þúsund heimili og aðrar húseignir voru án rafmagns á Írlandi eftir að óveðrið Eowyn reið yfir Írland og Bretlandseyjar í gær. 25.1.2025 09:52
Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Auðjöfurinn Elon Musk sætir gagnrýni vegna handahreyfinga sem hann gerði á samkomu Repúblikana í tilefni innsetningar Donalds Trump Bandaríkjaforseta í kvöld. Hreyfingar hans eru sagðar minna á nasistakveðju. 20.1.2025 23:56
Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru samtakanna VÁ! – félags um vernd fjarðar og eigenda jarðarinnar Dvergasteins á hendur Matvælastofnun vegna synjunar um frest til að skila inn athugasemdum við auglýsta tillögu að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. 20.1.2025 22:30
Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. 20.1.2025 21:33
Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Klisjan um að hvað sem er geti gerst í beinni útsendingu heldur áfram að minna á sig. Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í dag mátti litlu muna að brunabjallan í húsakynnum fréttamyndversins eyðilegði útsendinguna. 20.1.2025 20:08
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Ljósmóðir á eftirlaunum sem búsett er á Seyðisfirði og var kölluð út í dag þegar barn fæddist í bænum segir íbúa búa við óbilandi óöryggi í tengslum við heilbrigðisþjónustu og samgöngur. Seyðfirðingar hafi þurft að þola ýmsar skerðingar í heilbrigðisþjónustu í gegn um tíðina. 20.1.2025 20:01
Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Eldur kviknaði í bíl á Seyðisfirði í nótt en þung færð gerði slökkviliði erfitt fyrir í slökkvistarfi. Varðstjóri slökkviliðs Múlaþings segir atvikið til marks um þær hættulegu aðstæður sem skapast geta meðan lokað er fyrir umferð um Fjarðarheiði. 20.1.2025 17:59
Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Flugfélagið Ryanair hefur gert ákall eftir að farþegar sem ferðast um evrópska flugvelli megi einungis kaupa tvo drykki fyrir flugtak. Með takmörkuninni yrði komið í veg fyrir að ölvaðir farþegar yllu truflun um borð. 14.1.2025 23:57