Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Kona sem varð fyrir árás nemanda þegar hún starfaði sem grunnskólakennari árið 2017 og hlaut tíu prósenta örorku fyrir vikið, á rétt á skaðabótum frá tryggingafélagi sveitarfélagsins sem rekur skólann. 6.2.2025 23:30
Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Fólk af sýrlenskum og bosnískum uppruna var meðal þeirra sem létust í skotárás á skóla í Örebro í Svíþjóð á þriðjudag. 6.2.2025 21:58
Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um einstakling sem búinn var að maka saur um allt inni á salerni hjá fyrirtæki í póstnúmeri 104 í Reykjavík. 6.2.2025 19:39
„Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Almannavarnir starfa enn á hættustigi á Austfjörðum vegna óveðursins sem reið yfir landið í dag. Sviðsstjóri Almannavarna segir verkefnin undanfarin sólarhring hafa verið fjölbreytt og viðbragðsaðilar standi enn í verkefnum á Austfjörðum. 6.2.2025 19:09
Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra skoða nú hvernig bæta megi úrræði fyrir nauðungarvistun. Maður, sem banaði hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar, átti að vera í nauðungarvistun á þeim tíma en gekk laus. Rætt verður við ráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem segja málið hörmulegt og endurspegla langvinnan vanda kerfisins. 6.2.2025 18:01
Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Ellefu umsóknir bárust um embætti rektors Háskóla Íslands fyrir næsta kjörtímabil en átta umsækjendur voru taldir uppfylla skilyrði um embættisgengi. Rektorskjör fer fram á næstu vikum. 6.2.2025 17:46
Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Flætt hefur yfir varnargarða og yfir hringveginn við Jökulsá í Lóni með þeim afleiðingum að vegurinn er farinn í sundur. Þá er hringvegurinn við Karlsstaðarvita í Berufirði einnig farinn í sundur. 6.2.2025 17:26
Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Stjórnendur Carbfix vilja reisa kolefnisförgunarstöð í Ölfusi svipaða þeirri sem til stendur að byggja í Straumsvík. Íbúafundur vegna málsins fór fram í Ölfusi í kvöld. Bæjarfulltrúi segir efasemdir íbúa eiga við rök að styðjast. 27.1.2025 21:53
Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Veginum um Raknadalshlíð í Patreksfirði og Kleifaheiði var lokað í kvöld vegna snjóflóðahættu. Snjóflóð hafa fallið á svæðinu og er talin hætta á fleiri flóðum næstu klukkustundir. 27.1.2025 20:32
Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar dauðsfall þar sem grunur leikur á að inntaka á fölsuðum Xanax-pillum hafi leitt til andlátsins. 27.1.2025 20:21