Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Fjórir hafa látist í banaslysum í umferðinni það sem af er ári og þar af létust þrír á fjögurra daga tímabili. Fjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðinni fer hækkandi þvert á markmið og deildarstjóri öryggis- og fræðslumála hjá Samgöngustofu segir fjölda nýrra áskorana í umferðaröryggi. 10.3.2025 12:02
Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Saga Bryndísar Klöru þarf að verða vendipunktur í baráttunni gegn ofbeldi, segja ömmur og afar hennar sem kalla eftir hertri löggjöf um ábyrgð foreldra, auknum forvörnum, sterkari úrræðum í skólakerfinu og bættum stuðningi fyrir þolendur og börn í vanda. 6.3.2025 08:02
Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Sögulegur landsfundur Sjálfstæðisflokksins var settur í dag. Formannsslagurinn stendur í fyrsta sinn á milli tveggja kvenna og Bjarni Benediktsson flutti kveðjuræðu sína sem formaður flokksins nú síðdegis. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá Valhöll þar sem Sjálfstæðismenn í Reykjavík verða saman komnir, hittum landsfundargesti og athugum hvort þeir hafi gert upp hug sinn og heyrum í Bjarna Benediktssyni sem segist nú stiginn út af hinu pólitíska sviði. 28.2.2025 18:00
Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Einn Íslendingur var handtekinn í aðgerðum Europol vegna rannsóknar á hópi manna sem er sagður hafa átt þátt í dreifingu á barnaníðsefni sem var búið til af gervigreind. 28.2.2025 11:46
Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Nýr kjarasamningur Kennarasambands Íslands gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðinga Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við bæjarstjóra Mosfellsbæjar sem segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir skyndilegum kostnaði. 27.2.2025 18:02
Flokki fólksins einum refsað Flokki fólksins er einum refsað fyrir stjórnarsetu miðað við fylgistap þeirra að mati prófessors í stjórnmálafræði. Ný könnun staðfesti að hægt sé að mynda burðugt framboð með sameiningu flokka á vinstri vængnum. 27.2.2025 12:43
Flokkur fólksins á niðurleið Fylgi Flokks fólksins hefur fallið um tæp fimm prósentustig frá kosningunum í nóvember samkvæmt nýrri könnun Maskínu og er það mesta breyting á stöðu stjórnmálaflokks á tímabilinu. 26.2.2025 18:37
Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Kjarasamningurinn sem Kennarasamband Íslands, ríki og sveitarfélög undirrituðu í gær tryggir um tólf þúsund félagsmönnum launahækkanir upp á 20 til 25 prósent, kjósi þeir að samþykkja hann í atkvæðagreiðslu eftir helgi. Við kynnum okkur sögulegan kjarasamning í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga í beinni. 26.2.2025 18:02
Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Minnst fimm kennarar við Flataskóla og einn við Garðaskóla hafa sagt starfi sínu lausu vegna stöðunnar í kjaradeilu kennara og fleiri hugsa sig um. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við eina þeirra sem hefur lagt fram uppsagnarbréf. Þá ræðum við einnig við fulltrúa samninganefnda í kennaradeilunni sem funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag og lýsa miklum vonbrigðum með stöðu mála. 25.2.2025 18:02
Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn felldu nýgerðan kjarasamning og formaður landssambands þeirra telur óánægjuna snúa að vaktafyrirkomulagi og vinnuumhverfi fremur en launum. Hann er vongóður um lausn áður en hugað verður að verkfallsaðgerðum að nýju. 25.2.2025 11:37