Við heyrum í þingkonum sem segja mikilvægt að grípa inn í vanda barna með fjölþættan vanda strax í leikskóla og ræðum við utanríkisráðherra sem gerir ráð fyrir að þingflokkar muni í næstu viku tilnefna fulltrúa í nýja öryggis og varnarmálanefnd. Henni verður falið að móta nýja stefnu í málaflokknum. Við heyrum í utanríkisráðherra um málið.
Þá kynnir Magnús Hlynur sér áhyggjur heimamanna á Ísafirði af fyrirséðri fækkun skemmtiferðaskipa í sumar. Viðbúið er að þau verði helmingi færri en í fyrra.
Þetta og margt fleira hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.