Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa

Liðin vika var með eindæmum viðburðarrík hjá íslensku stjörnunum. Skemmtanalífið var upp á sitt allra besta um helgina með fjöldanum öllum af árshátíðum og öðrum líflegum viðburðum. Þá voru myndir frá ferðalögum erlendis áberandi og virðast Íslendingar æstir í að ná nokkrum sólargeislum inn áður en vorið bankar á dyrnar, hvort sem það er á suðrænum slóðum eða á skíðum.

Ung­frú Ís­land snýst ekki um fal­legustu stelpuna

„Þegar ég keppti í Ungfrú Ísland í fyrsta skipti á síðasta ári var ég mjög kvíðin yfir því að stíga fram með gervifót. Ég geng örlítið öðruvísi og fannst hugmyndin um að ganga á sviði í bikiní ógnvekjandi. Sekúndubroti áður en ég steig inn á sviðið var ég viss um að ég myndi kikna í hnjánum,“ segir hin nítján ára Matthildur Emma Sigurðardóttir spurð um stærstu áskorunina sem hún hefur tekist á við í lífinu.

Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum

Eins og oft er sagt, er aldur afstæður. Ein mesta gæfa í lífi fólks er að finna ástina og eins og allir vita spyr ástin ekki um aldur. Hér að neðan er listi yfir þekkta einstaklinga í samfélaginu þar sem aldursmunurinn er allt að 45 ár.

Öðru­vísi pítsur sem kitla bragð­laukana

Pítsakvöld á föstudegi er fullkomin leið til að slaka á eftir annasama viku og njóta góðrar máltíðar með fjölskyldu og vinum. Hvort sem þú ert í stuði fyrir pítsu með trufflum og parmesan, suðræna og sæta, eða sterka sem rífur aðeins í, þá eru þessar þrjár uppskriftir hér að neðan eitthvað fyrir þig.

Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur

„Það væri mér mikill heiður að keppa erlendis fyrir hönd Íslands og ómetanleg reynsla. Ég myndi einnig nýta tækifærið til að vekja athygli á þeim málefnum sem mér þykja mikilvæg,“ segir Guðrún Eva Hauksdóttir aðspurð af hverju hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland.

Svona losnar þú við baugana

Dökkir baugur undir augunum er vandamál sem margir glíma við. Þessi óæskilegi litur getur stafað af ýmsum ástæðum, svo sem svefnleysi, of mikilli streitu eða vökvaskorti. Það eru þó einfaldar og náttúrulegar lausnir sem geta hjálpað til við að draga úr dökkum baugum og frískað upp á útlitið.

Fimm heillandi heimili í höfuð­borginni

Á fasteignavef Vísis er að finna fjölbreytt framboð af eignum af öllum stærðum og gerðum. Lífið á Vísi tók saman lista sem samanstendur af fimm glæsilegum fasteignum á höfuðborgarsvæðinu sem eiga það sameiginlegt að búa yfir miklum sjarma og vera innréttaðar af mikilli natni.

„Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“

„Ég held að stærsta áskorunin sé sífelldur samanburður sem fylgir samfélagsmiðlum. Við berum okkur stöðugt saman við aðra, oft út frá óraunhæfum og fíltruðum myndum af lífi þeirra,“ segir Kristín Anna Jónsdóttir aðspurð um stærsta vandamálið sem hennar kynslóð stendur frammi fyrir.

Segir gott að elska Ara

Uppistandarinn Ari Eldjárn og Tinna Brá Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Hrím, fagna í dag tveggja ára sambandsafmæli sínu. Í tilefni dagsins deildu þau fallegum myndum af sér á samfélagsmiðlum.

Ómót­stæði­legir pistasíu­molar undir á­hrifum frá Dúbaí

Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og gersemar, útbjó nýverið holla og dísæta pistasíumola sem eru fullkomnir til að gæða sér á þegar sykurlöngunin kallar. Pistasíur hafa verið afar vinsælar í eftirréttum og sælgæti undanfarið, eftir að hið vinsæla Dúbaí súkkulaði hreif íslenska sælkera.

Sjá meira