Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 10. mars 2025 07:01 Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum glæsilegu pörum. Eins og oft er sagt, er aldur afstæður. Ein mesta gæfa í lífi fólks er að finna ástina og eins og allir vita spyr ástin ekki um aldur. Hér að neðan er listi yfir þekkta einstaklinga í samfélaginu þar sem aldursmunurinn er allt að 45 ár. Kári og Eva Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Eva Bryngeirsdóttir, jógakennari og einkaþjálfari, opinberuðu samband sitt á Instagram í byrjun júlímánaðar í fyrra. Nokkrum mánuðum síðar, eða þann 22. nóvember var greint frá því að Kári og Eva hefðu gengið í hjónaband. Kári er 38 árum eldri en Eva en hann er fæddur árið 1949 en hún árið 1987. Sjá: Eva segir lífið betra með Kára Stefáns Aníta og Hafsteinn Tólf ára aldursmunur er á leikkonunni Anítu Briem og sambýlismanni hennar, Hafþóri Waldorff. Hún er fædd 1982 en hann er fæddur 1994. Parið opinberaði samband sitt síðastliðið haust þegar Aníta birti mynd af Hafþóri á samfélagsmiðlum sínum í tilefni af þrítugsafmæli hans. Í nóvember síðastliðnum eignuðust þau sitt fyrsta barna saman, Lúnu. Fyrir á Aníta eina dóttur. Parið er það eina í þessari samantekt þar sem konan er eldri en karlmaðurinn. Hilmir Snær og Vala kristín Leikaraparið Vala Kristín Eiríksdóttir og Hilmir Snær Guðnason byrjuðu að stinga saman nefjum í fyrra. Fyrsta fréttin af sambandi þeirra birtist í júní, en þá höfðu þau verið samna í nokkra mánuði og ítrekað sést til þeirra saman. Nokkur aldursmunur er á parinu. Vala er fædd árið 1991 og Hilmir árið 1969, sem gerir 22 ára aldursmun. Parið á von á sínu fyrsta barni saman síðar á árinu. Skúli og Gríma Athafnamaðurinn Skúli Mogensen og innanhússhönnuðurinn Gríma Björg Thorarensen byrjuðu saman árið 2017 og eiga saman tvo drengi. Tuttugu og þrjú ár skilja þau að í aldri en Skúli er fæddur árið 1968 og Gríma árið 1991. Fyrir á Skúli þrjú börn. Lína og Gummi kíró Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir og kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, eru búin að vera saman í rúmlega fimm ár og virðist lífið vera að leika við þau. Parið trúlofaði sig í október árið 2022 þegar Gummi fór á skeljarnar í Tuileries Garden í París. Ellefu ára aldursmunur er á parinu. Gummi er fæddur árið 1980 og Lína árið 1991. Sjá: Husgar vel um sig til að vera aðlaðandi fyrir Línu Lína Birgitta og Gummi Kíró hafa verið par í fimm ár.Instagram Balti og Sunneva Leikstjórinn Baltasar Kormákur og Sunneva Weishappel, myndlistakona og leikmyndahönnuður, byrjuðu saman í ársbyrjun 2019. Saman eiga þau eina stúlku sem kom í heiminn þann 5. ágúst í fyrra, Kilju Kormák. Fyrir á Baltasar fjögur börn. Tuttugu og þrjú ár aðskilja þau en hann er fæddur 1966 en hún 1989. Baltasar Kormákur og Sunneva Ása Weisshappel voru ástfangin á rauða dreglinum.Getty/Nina Westervelt Þorleifur og Erna Mist Erna Mist Yamagata, listakona og pistlahöfundur, og Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri opinberuðu samband sitt í byrjun ársins. 20 ára aldursmunur er á parinu, Þorleifur er fæddur árið 1978 og Erna Mist árið 1998. Í byrjun árs eignuðust þau sitt fyrsta barn saman. Ásgeir Kolbeins og Hera Ásgeir Kolbeinsson, athafna- og fjölmiðlamaður, og Bryndís Hera Gísladóttir, heilsumarkþjálfi og stjörnuspekingur, byrjuðu saman árið 2013 og eiga saman einn son. Parið trúlofaði sig tveimur árum síðar í London þegar Ásgeir bað um hönd hennar á steikhúsinu Gaucho í Lundúnum, uppáhalds steikhúsinu þeirra. Hera er fædd árið 1992 og Ásgeir árið 1975. Fyrr á þessu ári fagnaði Ásgeir fimmtugsafmæli sínu með veglegri veislu í glæsivillu á Tenerife. Parið rekur fyrirtækið Orkugreining og halda úti vinsælu hlaðvarpinu, Stjörnuspeki, ásamt stjörnuspekingnum Gunnlaugi Guðmundssyni. Egill og Gurrý Einkaþjálfarinn og fjölmiðlamaður Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, og kærasta hans Guðríður Jónsdóttir, kölluð Gurrý, hafa verið saman um árabil. Ellefu ára aldurmunur er á parinu en Egill er fæddur árið 1980 og Gurrý 1991. Saman eiga þau tvö börn, stúlku og dreng. Garðar Gunnlaugs og Fanney Sandra Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, fegurðardrottning, flugfreyja og förðunarfræðingur, hafa verið saman um árabil. Hjónin gengu í hnapphelduna þann 27. júlí árið 2023 hjá Sýslumanninum í Kópavogi. Saman eiga þau tvo drengi. Fimmtán ára aldursmunur er á þeim hjónum. Hann er fæddur árið 1983 og hún árið 1998. Garðar og Fanney létu pússa sig saman hjá Sýslumanninum í Kópavogi í gær.Fanney Sandra Arnar Gunnlaugs og María Builien Arnar B. Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, og María Builien Jónsdóttir, líffræðingur og tölvunarfræðingur byrjuðu saman árið 2017. Sextán ár skilja þau að í aldri en Arnar er fæddur árið 1973 og María árið 1989. Saman eiga þau tvær dætur. Mari og Njörður Ofurhlaupakonan Mari Jaersk og Njörður Lúðvíksson verkefnastjóri hjá Össuri. Parið byrjaði saman í lok árs 2022. Ellefu ár skilja þau að í aldri. Mari er fædd árið1987 og Njörður árið 1976. Simmi Vill og Hafrún Sigmar Vilhjálmsson, athafna- og veitingamaður, og Hafrún Hafliðadóttir opinberuðu samband sitt síðasta sumar eftir að hafa haldið því fyrir utan sviðsljósið í nokkra mánuði. Fjórtán ára aldursmunur er á parinu þar sem Hafrún er fædd árið 1991 og Simmi árið 1977. Hafrún og Simmi eiga samtals sex drengi úr fyrri hjónaböndum. Heimir og Dagmar Silja Heimir F. Hallgrímsson lögmaður, fasteignasali og ævintýramaður, og Dagmar Silja Kristjönu Svavarsdóttir, opinberuðu samband sitt í mars í fyrra. Nokkur aldursmunur á parinu eða átján ár, en Heimir er fæddur árið 1981 og Dagmar árið 1999. Þess má geta að tengdamóðir Heimis er einu ári yngri en hann. Frosti og Helga Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason og kokkurinn Helga Gabríella Sigurðardóttir trúlofuðu sig árið 2016 og gengu í hjónaband þann 31. janúar 2021 við fallega athöfn í Háteigskirkju. Þrettán ár skilja þau að í aldri en Helga er fædd árið 1991 og Frosti 1978. Saman eiga þau þrjú börn. Milla og Einar Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og Milla Ósk Magnúsdóttir, rekstrarstjóri og yfirframleiðandi hjá framleiðslufyrirtækinu ACT4, eru með glæsilegustu hjónum landsins. 12 ár aðskilja hjónakornin, Einar er fæddur árið 1978 og Milla Ósk árið 1990. Edda og Rikki Edda Hermannsdóttir forstöðumaður hjá Íslandsbanka og Ríkharður Daðason fjárfestir og fyrrverandi knattspyrnumaður eru sannkallað ofurpar. Leiðir þeirra lágu saman árið 2017 og hafa þau síðan notið lífsins í Laugardalnum áður en þau fluttu út á Seltjarnarnes. Ríkharður átti eina dóttur úr fyrra sambandi en Edda son og dóttur. Þau fullkomnuðu svo fjölskylduna með fjórða barninu árið 2021. Þau giftu sig með pompi og prakt sumarið 2022 á Ítalíu. Ástin spyr ekki um aldur hjá þeim frekar en öðrum. Ríkharður er fæddur árið 1972 og hefur því fjórtán ára forskot á sína elskulegu Eddu en Akureyringurinn komin í heiminn árið 1986. Ástin og lífið Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Kári og Eva Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Eva Bryngeirsdóttir, jógakennari og einkaþjálfari, opinberuðu samband sitt á Instagram í byrjun júlímánaðar í fyrra. Nokkrum mánuðum síðar, eða þann 22. nóvember var greint frá því að Kári og Eva hefðu gengið í hjónaband. Kári er 38 árum eldri en Eva en hann er fæddur árið 1949 en hún árið 1987. Sjá: Eva segir lífið betra með Kára Stefáns Aníta og Hafsteinn Tólf ára aldursmunur er á leikkonunni Anítu Briem og sambýlismanni hennar, Hafþóri Waldorff. Hún er fædd 1982 en hann er fæddur 1994. Parið opinberaði samband sitt síðastliðið haust þegar Aníta birti mynd af Hafþóri á samfélagsmiðlum sínum í tilefni af þrítugsafmæli hans. Í nóvember síðastliðnum eignuðust þau sitt fyrsta barna saman, Lúnu. Fyrir á Aníta eina dóttur. Parið er það eina í þessari samantekt þar sem konan er eldri en karlmaðurinn. Hilmir Snær og Vala kristín Leikaraparið Vala Kristín Eiríksdóttir og Hilmir Snær Guðnason byrjuðu að stinga saman nefjum í fyrra. Fyrsta fréttin af sambandi þeirra birtist í júní, en þá höfðu þau verið samna í nokkra mánuði og ítrekað sést til þeirra saman. Nokkur aldursmunur er á parinu. Vala er fædd árið 1991 og Hilmir árið 1969, sem gerir 22 ára aldursmun. Parið á von á sínu fyrsta barni saman síðar á árinu. Skúli og Gríma Athafnamaðurinn Skúli Mogensen og innanhússhönnuðurinn Gríma Björg Thorarensen byrjuðu saman árið 2017 og eiga saman tvo drengi. Tuttugu og þrjú ár skilja þau að í aldri en Skúli er fæddur árið 1968 og Gríma árið 1991. Fyrir á Skúli þrjú börn. Lína og Gummi kíró Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir og kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, eru búin að vera saman í rúmlega fimm ár og virðist lífið vera að leika við þau. Parið trúlofaði sig í október árið 2022 þegar Gummi fór á skeljarnar í Tuileries Garden í París. Ellefu ára aldursmunur er á parinu. Gummi er fæddur árið 1980 og Lína árið 1991. Sjá: Husgar vel um sig til að vera aðlaðandi fyrir Línu Lína Birgitta og Gummi Kíró hafa verið par í fimm ár.Instagram Balti og Sunneva Leikstjórinn Baltasar Kormákur og Sunneva Weishappel, myndlistakona og leikmyndahönnuður, byrjuðu saman í ársbyrjun 2019. Saman eiga þau eina stúlku sem kom í heiminn þann 5. ágúst í fyrra, Kilju Kormák. Fyrir á Baltasar fjögur börn. Tuttugu og þrjú ár aðskilja þau en hann er fæddur 1966 en hún 1989. Baltasar Kormákur og Sunneva Ása Weisshappel voru ástfangin á rauða dreglinum.Getty/Nina Westervelt Þorleifur og Erna Mist Erna Mist Yamagata, listakona og pistlahöfundur, og Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri opinberuðu samband sitt í byrjun ársins. 20 ára aldursmunur er á parinu, Þorleifur er fæddur árið 1978 og Erna Mist árið 1998. Í byrjun árs eignuðust þau sitt fyrsta barn saman. Ásgeir Kolbeins og Hera Ásgeir Kolbeinsson, athafna- og fjölmiðlamaður, og Bryndís Hera Gísladóttir, heilsumarkþjálfi og stjörnuspekingur, byrjuðu saman árið 2013 og eiga saman einn son. Parið trúlofaði sig tveimur árum síðar í London þegar Ásgeir bað um hönd hennar á steikhúsinu Gaucho í Lundúnum, uppáhalds steikhúsinu þeirra. Hera er fædd árið 1992 og Ásgeir árið 1975. Fyrr á þessu ári fagnaði Ásgeir fimmtugsafmæli sínu með veglegri veislu í glæsivillu á Tenerife. Parið rekur fyrirtækið Orkugreining og halda úti vinsælu hlaðvarpinu, Stjörnuspeki, ásamt stjörnuspekingnum Gunnlaugi Guðmundssyni. Egill og Gurrý Einkaþjálfarinn og fjölmiðlamaður Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, og kærasta hans Guðríður Jónsdóttir, kölluð Gurrý, hafa verið saman um árabil. Ellefu ára aldurmunur er á parinu en Egill er fæddur árið 1980 og Gurrý 1991. Saman eiga þau tvö börn, stúlku og dreng. Garðar Gunnlaugs og Fanney Sandra Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, fegurðardrottning, flugfreyja og förðunarfræðingur, hafa verið saman um árabil. Hjónin gengu í hnapphelduna þann 27. júlí árið 2023 hjá Sýslumanninum í Kópavogi. Saman eiga þau tvo drengi. Fimmtán ára aldursmunur er á þeim hjónum. Hann er fæddur árið 1983 og hún árið 1998. Garðar og Fanney létu pússa sig saman hjá Sýslumanninum í Kópavogi í gær.Fanney Sandra Arnar Gunnlaugs og María Builien Arnar B. Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, og María Builien Jónsdóttir, líffræðingur og tölvunarfræðingur byrjuðu saman árið 2017. Sextán ár skilja þau að í aldri en Arnar er fæddur árið 1973 og María árið 1989. Saman eiga þau tvær dætur. Mari og Njörður Ofurhlaupakonan Mari Jaersk og Njörður Lúðvíksson verkefnastjóri hjá Össuri. Parið byrjaði saman í lok árs 2022. Ellefu ár skilja þau að í aldri. Mari er fædd árið1987 og Njörður árið 1976. Simmi Vill og Hafrún Sigmar Vilhjálmsson, athafna- og veitingamaður, og Hafrún Hafliðadóttir opinberuðu samband sitt síðasta sumar eftir að hafa haldið því fyrir utan sviðsljósið í nokkra mánuði. Fjórtán ára aldursmunur er á parinu þar sem Hafrún er fædd árið 1991 og Simmi árið 1977. Hafrún og Simmi eiga samtals sex drengi úr fyrri hjónaböndum. Heimir og Dagmar Silja Heimir F. Hallgrímsson lögmaður, fasteignasali og ævintýramaður, og Dagmar Silja Kristjönu Svavarsdóttir, opinberuðu samband sitt í mars í fyrra. Nokkur aldursmunur á parinu eða átján ár, en Heimir er fæddur árið 1981 og Dagmar árið 1999. Þess má geta að tengdamóðir Heimis er einu ári yngri en hann. Frosti og Helga Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason og kokkurinn Helga Gabríella Sigurðardóttir trúlofuðu sig árið 2016 og gengu í hjónaband þann 31. janúar 2021 við fallega athöfn í Háteigskirkju. Þrettán ár skilja þau að í aldri en Helga er fædd árið 1991 og Frosti 1978. Saman eiga þau þrjú börn. Milla og Einar Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og Milla Ósk Magnúsdóttir, rekstrarstjóri og yfirframleiðandi hjá framleiðslufyrirtækinu ACT4, eru með glæsilegustu hjónum landsins. 12 ár aðskilja hjónakornin, Einar er fæddur árið 1978 og Milla Ósk árið 1990. Edda og Rikki Edda Hermannsdóttir forstöðumaður hjá Íslandsbanka og Ríkharður Daðason fjárfestir og fyrrverandi knattspyrnumaður eru sannkallað ofurpar. Leiðir þeirra lágu saman árið 2017 og hafa þau síðan notið lífsins í Laugardalnum áður en þau fluttu út á Seltjarnarnes. Ríkharður átti eina dóttur úr fyrra sambandi en Edda son og dóttur. Þau fullkomnuðu svo fjölskylduna með fjórða barninu árið 2021. Þau giftu sig með pompi og prakt sumarið 2022 á Ítalíu. Ástin spyr ekki um aldur hjá þeim frekar en öðrum. Ríkharður er fæddur árið 1972 og hefur því fjórtán ára forskot á sína elskulegu Eddu en Akureyringurinn komin í heiminn árið 1986.
Ástin og lífið Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið