Tinni Sveinsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Sérfræðingur frá Netflix heldur námskeið á Íslandi

"Það er ekki oft sem svona reynsluboltar koma til Íslands. Það er einstakt tækifæri fyrir áhugasama að sækja þessi námskeið,“ segir Benedikt D Valdez Stefánsson, stjórnarmaður í Samtökum vefiðnaðarins.

Hentugt fyrir litla putta

Þórdís Elva ­Þorvaldsdóttir skreytir piparkökur árlega ásamt fjölskyldu mannsins síns í Grindavík.

Stafsetningarvilla í tattúinu

Í Týndu kynslóðinni í kvöld verður spjallað við þekkta Íslendinga með tattú. Þá verður rætt við Stefán Lárus sem lenti í því að fá tattú með stafsetningarvillu, en hann lét flúra á sig setningu sem átti að innihalda orðið "diamond" en útkoman varð "dimond".

Nýtt sýnishorn úr kvikmyndinni EINN

Vísir frumsýnir hér sýnishorn úr svörtu gamanmyndinni EINN, sem verður frumsýnd í byrjun mars. EINN fjallar um kvikmyndagerðarmanninn Helga sem er að gera sína fyrstu mynd í fullri lengd. Helgi byggir handrit myndarinnar á sínu eigin lífi og nákomnum persónum. Þegar framleiðendur koma við sögu vilja þeir sjá breytingar á handritinu. Hægt og rólega fara breytingarnar að hafa bein áhrif á líf Helga. Hann missir þá tök á veruleikanum og kemur sér og sínum í óborganlegar aðstæður.

Vikulöng trailer-keppni milli Audda og Sveppa á Vísi

Félagarnir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson voru með metnaðarfullan þátt af Audda & Sveppa á Stöð 2 í kvöld þar sem þemað var kvikmyndir. Hápunktar þáttarins voru án efa frumsýning tveggja sýnishorna úr ímynduðum kvikmyndum. Sveppi gerði sýnishorn úr margslungnum sálfræðitrylli, Chroma Key, og Auddi bauð upp á harðsoðinn spennutrylli, Leynilögga.