Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við fimmtán ára pilt þegar hún var sjálf 22 ára og eignaðist með honum son einu ári síðar. Faðirinn sakar hana um tálmun en segist samt hafa verið rukkaður um meðlag. Barnið fæddist fyrir rúmlega þremur áratugum. 20.3.2025 18:09
Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Fjórtán ára drengur átti fótum sínum fjör að launa er hópur drengja undir fimmtán ára aldri réðust á hann fyrir utan Fjörð verslunarmiðstöð í Hafnarfirði í gærkvöldi. Áverkar drengsins eru minniháttar en gerendurnir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. 20.3.2025 12:53
„Þá erum við komin út á hálan ís“ Ekki liggur fyrir hvenær möguleg athugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á byrlunarmálinu svokallaða verður tekið fyrir hjá nefndinni en hún fundaði í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar í nefndinni og fyrrum fjölmiðlamaður gagnrýnir áformin harðlega og segir Alþingi ekki eiga að skipta sér af málinu. 17.3.2025 12:22
Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ekki liggur fyrir hvort sögufrægt útlit hússins við Sunnutorg verði óbreytt eftir fyrirhugaðar framkvæmdir. Framkvæmdastjóri Veraldarvina segir það heiður að taka við verkefninu á Sunnutorgi þar sem fyrirhugað er að opna kaffihús og fræðslumiðstöð um umhverfismál. 9.3.2025 21:00
Upplifir lífið eins og stofufangelsi Nýbökuð móðir segist upplifa lífið eins og stofufangelsi þar sem hún fær ekki þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Henni sé nóg boðið eftir tveggja ára bið og krefst þess að Reykjavíkurborg aðhafist eitthvað í málinu. 7.3.2025 19:38
„Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Maður sem missti hundinn sinn í upphafi árs segir það hafa þónokkur áhrif á sorgarferlið að vita ekki hvað varð um hræ hundsins en það týndist í meðhöndlun dýraspítala. 7.3.2025 17:45
Götunöfnin geti ógnað öryggi fólks Örnefnanefnd hefur gert Reykjavíkurborg að nefna bæði Bjargargötu og Fífilsgötu á nýjan leik vegna líkinda við önnur götunöfn í grenndinni. Formaður nefndarinnar segir að um öryggisatriði sé að ræða og lumar á hugmyndum. 7.3.2025 12:02
Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Til stendur að snúa umdeildri breytingu á Búvörulögum í fyrra horf áður en Hæstiréttur kveður upp sinn dóm um lögin. Formaður Bændasamtakanna segir breytingu í fyrra horf vega að hagsmunum bænda, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir afstöðu samtakanna óskiljanlega. 6.3.2025 19:23
Bílarnir dregnir upp úr sjónum Búið er að draga á land bílana tvo sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í óveðrinu á mánudagsmorgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Tveir menn fóru einnig í sjóinn og liggur annar þeirra þungt haldinn á gjörgæslu. 5.3.2025 16:35
„Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ Allt of fá úrræði eru til staðar fyrir börn í miklum vanda að sögn umboðsmanns barna. Mikil bið er eftir þjónustu sem komi í veg fyrir að hægt sé að grípa inn í þegar vandinn kemur upp. Barnamálaráðherra tekur undir og boðar úrbætur. 2.3.2025 17:41