Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Andrea Jacobsen var eðlilega svekkt eftir tap kvöldsins hjá íslenska kvennalandsliðinu fyrir Þýskalandi. Hún er þó stolt af liðinu og stefnir beint á næsta mót. 3.12.2024 22:02
„Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3.12.2024 21:33
Elísa veik og ekki með Elísa Elíasdóttir er lasin og verður ekki með íslenska landsliðinu gegn Þjóðverjum í dag. Landsliðsþjálfararnir gera tvær breytingar á leikmannahópi Íslands. 3.12.2024 18:23
Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, leikjahæsta og markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, hefur notið sín vel á EM kvenna í handbolta í Innsbruck. Hún hefur mikla trú á íslenska liðinu fyrir úrslitaleik kvöldsins við Þýskaland. 3.12.2024 17:56
„Við sjáum möguleika þarna“ „Ég fór á mitt fyrsta stórmót fyrir 14 árum. Þetta hefur verið svolítil bið og loksins kom þetta,“ segir Sunna Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins um sigur á Úkraínu í fyrrakvöld. Nú er komið að næsta verkefni. 3.12.2024 16:31
„Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Díana Dögg Magnúsdóttir þekkir þýska landsliðið betur en margur í íslenska kvennalandsliðinu enda leikið í Þýskalandi undanfarin ár. Hún segir töluverða pressu á Þjóðverjunum og hjá þeim hafi gengið á ýmsu. 3.12.2024 15:01
„Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Við þurfum alvöru frammistöðu, og það í sextíu mínútur,“ segir landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson um leik dagsins við Þýskaland á EM kvenna í handbolta. Um er að ræða hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli. 3.12.2024 12:02
„Förum léttar inn í þennan leik“ Rut Jónsdóttir naut sín vel í sigri Íslands á Úkraínu og líður almennt vel á EM í Innsbruck. Spennan er mikil fyrir leik kvöldsins við Þýskaland. 3.12.2024 11:01
Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Stelpurnar okkar hafa gert vel í íþróttaborginni Innsbruck hingað til. Þær voru nærri sigri gegn Hollandi, unnu svo sögulegan sigur á Úkraínu. Í kvöld er komið að lokaverkefninu hér í bæ, gegn þýska stálinu. 3.12.2024 08:02
„Þá rennur stressið af manni“ Elín Klara Þorkelsdóttir hefur farið mikinn og stýrt leik íslenska kvennalandsliðsins af mikilli yfirvegun þrátt fyrir ungan aldur á hennar fyrsta stórmóti. Hún nýtur sín vel á EM í Innsbruck. 2.12.2024 20:30