Sjáðu mark Glódísar í bikarsigrinum Glódís Perla Viggósdóttir kom Bayern Munchen í forystu snemma í framlengingu er Bayern sló Eintracht Frankfurt úr leik í þýsku bikarkeppninni í fótbolta í gær. 13.2.2025 13:46
„Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Öll áhersla Víkinga síðustu vikur og mánuði hefur verið á leik dagsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildar Evrópu. Allar æfingar og leikir hafa tekið mið af leikstíl gríska liðsins. 13.2.2025 13:02
Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Veðmálafyrirtækið Stake, sem auglýsir framan á treyjum Everton í ensku úrvalsdeildinni, hefur misst starfsleyfi á Bretlandi vegna umdeildrar klámauglýsingar. Yfirvöld hafa hótað sektum og jafnvel fangelsisdómum vegna málsins. 13.2.2025 11:06
Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Sölva Geir Ottesen er hent út í djúpu laugina í sínu fyrsta verkefni sem þjálfari Víkings. Liðið mætir Panathinaikos frá Grikklandi í sögulegum leik í umspili Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. 13.2.2025 08:01
„Púsluspilið gekk ekki upp“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, segir lið hans ekki hafa haft annan kost en að segja sig úr Lengjubikar karla í fótbolta vegna anna þess í Sambandsdeild Evrópu. Leikirnir hafi einfaldlega ekki komist fyrir. 12.2.2025 15:57
Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Engin áfengisneysla verður heimiluð á HM 2034 í Sádi-Arabíu samkvæmt sendiherra landsins í Bretlandi. Engar undanþágur verði gefnar í kringum mótið. 12.2.2025 13:47
Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Þjóðverjinn Kai Havertz varð fyrir óhappi í æfingaferð Arsenal í Dubai í vikunni og verður frá út tímabilið. Fáir kostir eru í boði framarlega á vellinum fyrir knattspyrnustjórann Mikel Arteta í ljósi meiðslanna. 12.2.2025 11:32
Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Grannaslagur Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld verður sá síðasti milli liðanna tveggja á Goodison Park, heimavelli fyrrnefnda liðsins, sem flytur sig um set í sumar. Búist er við sérstakri stemningu vegna þessa. 12.2.2025 11:01
Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ein breyting hefur verið gerð á landsliðshópi kvenna í fótbolta fyrir komandi leiki við Sviss og Frakkland í Þjóðadeildinni. 12.2.2025 09:41
Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Plymouth Argyle mæta stórliði Liverpool í enska bikarnum í dag. Guðlaugur segir mikla spennu fyrir leiknum og ekki síst hjá honum sjálfum enda fyrrum leikmaður Rauða hersins. 9.2.2025 09:02