

Fréttamaður
Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag mann sem grunaður er um að hafa ráðist á konu. Hann flúði vettvang en vitni elti hann uppi og kom lögreglu á sporið.
Meirihlutaviðræður Samfylkingar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna í Reykjavík ganga vel að sögn oddvita tveggja flokkanna. Borgarstjórastóllinn hafi ekki verið ræddur, en mikið traust ríki milli oddvita allra flokkanna.
Hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja, Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka, nam 87,8 milljörðum króna á síðasta ári. Mestur var hagnaður Landsbankans. Ráðgert er að þar af verði tæpur helmingur greiddur í arð til hluthafa.
Fólk nátengt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þar á meðal eiginkona hans, var fyrirferðarmikið á vel sóttum framboðsfundi Guðrúnar Hafsteinsdóttur til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hefðbundið merki flokksins fékk að njóta sín, ólíkt því sem var uppi á teningnum á fundi mótframbjóðandans Áslaugar Örnu. Þingmenn, sveitarstjórar og annað áhrifafólk stóð þétt að baki dómsmálaráðherrans fyrrverandi.
Oddviti Pírata í Reykjavík segir ósanngjarnt af borgarstjóra að halda því fram að hann hafi þurft að sprengja meirihlutann til þess að koma hreyfingu á mál sem hann segir hafa mætt andstöðu í meirihlutasamstarfinu.
Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna ferðamanns sem slasaðist á göngu við Fardagafoss á Fjarðarheiði. Bera þurfti manninn á börum niður af heiðinni.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi í kvöld. Í ræðunni sagði hún fulla einingu í ríkisstjórn um þau málefni sem fram komi í þingmálaskrá og kynnti næstu skref stjórnarinnar. Hún sagði þjóðina í senn vera heppna með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, og mega vera stolta af Ingu Sæland, samráðherra hennar í ríkisstjórn.
Formaður Kennarasambands Íslands segist leiður yfir fundi dagsins með samninganefndum ríkis og sveitarfélaga. Deiluaðilar virðist hafa færst fjær hvor öðrum, en verkföllum víðast hvar um landið lauk í morgun, eftir að Félagsdómur dæmdi þau flest ólögmæt.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flytur sína fyrstu stefnuræðu í embætti í kvöld. Hægt er að fylgjast með ræðunni og umræðum um hana í beinni útsendingu hér á Vísi.
Brimbrettafólk hefur hafið eins konar setuverkfall á hafnarsvæði Þorlákshafnar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við landfyllingu á vinsælu brimbrettasvæði. Forsvarsmaður þeirra segir yfirvöld margsaga um til hver sé ráðist í framkvæmdina.