Fréttir

Náði athygli krókódílsins
Belgiskur maður hefur verið útnefndur heimskasti túristi vikunnar, eftir að hann reyndi að taka mynd af krókódíl í Cape Tribulation, í Ástralíu.

Stöðva ekki skip frá Norður-Kóreu
Suður-Kórea mun ekki taka þátt í því, með Bandaríkjamönnum, að stöðva skip frá Norður-Kóreu sem eru grunuð um vopnaflutninga.
Mótmæla fyrirhuguðum byggingum í Höfðatorgsreitnum
Íbúar í Túnahverfi Í Reykjavík mótmæla byggingum sem áætlað er að rísi samkvæmt deiliskipulagi Höfðatorgsreitsins. Yfir tvö hundruð manns hafa skrifað undir undirskriftalista þess efnis. Hópurinn fer fram á að gert verið umhverfismat á deiliskipulaginu.

Kínverskur kafbátur elti bandarískt flugmóðurskip
Kínverskur kafbátur eltist við bandaríska flugmóðurskipið Kittyhawk, á Kyrrahafi, í síðasta mánuði, án þess að fylgdarskip yrðu þess vör, að sögn bandaríska dagblaðsins Washington Times.

Hagnaður FL Group 11 milljarðar króna
FL Group skilaði rétt tæpum 11 milljörðum króna í hagnað á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við tæpa 6,6 milljarða krónur í fyrra. Hagnaður félagsins á þriðja ársfjórðungi nam 5,25 milljörðum krónum miðað við rúma 4,6 milljarða krónur í fyrra.

Vilja landsmiðstöð í málefnum innflytjenda á Vestfjörðum
Fjórðungssamband Vestfirðinga vill að Fjölmenningarsetur á Vestfjörðum verði landsmiðstöð í málefnum innflytjenda og hefur ítrekað þá afstöðu sína við félagsmálaráðherra. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá þessu en stjórn félagsins ákvað á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag að óska eftir viðræðum um málið við félagsmálaráðherra.

Hlutafjáraukning hafin í Kaupþingi
Útboð er hafið á nýjum hlutum í Kaupþingi til alþjóðlegra stofnfjárfesta. Hlutirnir jafngilda 10 prósentum af þegar útgefnu hlutafé í bankanum.

Sala á rauðum nefjum hefst í dag
Sala á rauðum nefjum UNICEF hefst í dag. Sala nefjanna er hluti af Degi rauða nefsins sem haldinn verður hátíðlegur þann 1. desember. Allur ágóði af sölu nefjanna rennur til verkefna Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sem vinnur með bágstöddum börnum um allan heim.

Leiðtogar arabaríkja vilja friðarráðstefnu
Utanríkisráðherra aðildarríkja Arababandalagsins samþykktu á neyðarfundi sínum í dag að kalla eftir friðarráðstefnu vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem að kæmu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, Palestínu og Ísraels.
Um 20 hermenn létust í umferðarslysi í Chile
Að minnsta kosti 20 chileskir hermenn létust í dag þegar rúta sem þeir voru farþegar í steyptist fram af brú og ofan í á. Slysið átti sér stað í suðurhluta Chile. Ekki liggur fyrri hvernig það bar að en miklar rigningar höfðu verið á svæðinu.

Páfi segir hungursneyðina í heiminum hneyksli
Benedikt sextándi páfi sagði í dag að það væri hneyksli að fólk í heiminu sylti og kallaði eftir róttækum breytingum á efnahagskerfi heimsins til þess að binda enda á hungursneyð hundraða milljóna manna.

Hátt í hundrað atkvæði gleymdust í prófkjöri Samfylkingar í SV-kjördæmi
Kjörstjórn í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi hefur uppgötvað að 87 atkvæði úr einum kjörkassa voru ekki talin í prófkjöri flokksins sem fram fór fyrir rúmri viku. Hún hefur yfirfarið þessi atkvæði og breyta þau í engu röð frambjóðenda á listanum eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá kjörstjórninni. Kjörstjórn biðst velvirðingar á þessum mistökum.

Árásir andófsmanna hafa fjórfaldast á árinu í Afganistan
3700 manns hafa fallið í átökum í Afganistan og árásir andófs- og hryðjuverkamanna hafa fjórfaldast það sem af er ári samkvæmt nýrrri skýrslu eftirlitsnefndar sem fulltrúar afganskra stjórnvalda, erlendra stuðningsríkja og Sameinuðu þjóðanna eiga sæti í.

Vilja segja sig úr lögum við Georgíu
Suður-Ossetíumenn greiddu í dag atkvæði um hvort þeir segðu sig endanlega úr lögum við Georgíu. Atkvæðagreiðslan nýtur ekki viðurkenningar á Vesturlöndum en Rússar segja að virða beri niðurstöðuna

Vill íslensk heiti á erlendum kvikmyndir
Menntamálaráðuneytið vill sporna við þeirri þróun að heiti erlendra kvikmynda, sem sýndar eru hér á landi, séu einungis á ensku og vill íslenska heitin.

Maliki boðar uppstokkun á stjórninni
Demókratar vonast til að hægt verði að hefja brottflutning bandarískra hermanna frá Írak á næstu mánuðum. Forsætisráðherra Íraks boðar algera uppstokkun á ríkisstjórn landsins.

Kallar eftir strangari reglum um merkingar á framkvæmdum
Maður lést í bílslysi á Reykjanesbraut í gærkvöldi en vegaframkvæmdir standa yfir þar sem slysið átti sér stað. Umferðarstofa gagnrýnir að merkingar á slystað hafi ekki verið í samræmi við reglur. Þetta sé vandamál víða þar sem framkvæmdir eru á vegum og götum. Kallar umferðarstofa eftir strangari reglum og harðari eftirliti með að þeim sé fylgt.

Á leið inn á Alþingi á ný þremur árum eftir fangelsisvist
Þremur árum eftir að Árni Johnsen losnaði úr fangelsi fyrir fjárdrátt og mútuþægni er hann á leið inn á Alþingi á ný. Árni kvaðst í dag kjósa að gleyma því sem liðið er en sækjast í það sem er fram undan.

Egeland fundaði með umdeildum uppreisnarleiðtoga
Jan Egeland, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, átti stuttan fund með Joseph Kony, leiðtoga Uppreisnarhers Drottins í Úganda, í frumskógi í Suður-Súdan fyrr í dag. Þar hugðist Egeland reyna að fá Kony til þess að sleppa börnum, konum og særðum sem uppreisnarher hans hefur rænt en Kony sagði herinn aðeins halda hermönnum föngnum.
Ráðist á breskan eftirlitsbát við Basra
Fjórir breskir hermenn létust og þrír slösuðust alvarlega þegar árás var gerð á eftirlitsbát á ánni Shatt al Arab við borgina Basra í suðurhluta Íraks í dag. Frá þessu greindi breska landvarnaráðuneytið fyrri stundu.

Spáir stormi með ofankomu víða um land á morgun
„Það má búast við stormi víða um land á morgun með snjókomu og skafrenningi á norðanverðu landinu og á Vestfjörðum en úrkomulitlu veðri syðra,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á veðurstofu NFS um veðurhorfurnar næsta sólarhring.

Telja að Castro sé með krabbamein
Bandarísk stjórnvöld telja að Fidel Castro, forseti Kúbu, sé kominn með krabbamein og að hann muni ekki lifa út árið 2007. Frá þessu er greint á fréttavef bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN. Eins og kunnugt er fól Castro bróður sínum, Raul, að halda um stjórnartaumana fyrr á árinu eftir að hann veiktist.
Rússneskir lögreglumenn grunaðir um morðið á Politkovskaju
Rússneskir lögreglumenn, sem sinntu herþjónustu í Tsjetsjeníu, eru grunaðir um að standa á bak við morðið á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkovskaju. Frá þessu greinir rússneska blaðið Kommersant.

1600 lík send í líkhús Bagdad í október
Um sextán hundruð lík bárust líkhúsi Bagdad-borgar í októbermánuði sem gerir hann að næstversta mánuði ársins. Frá þessu greinir Reuters-fréttastofan og hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni sínum í Bagdad. Um 85 prósent þeirra sem fluttir voru í líkhúsið munu hafa látist í einhvers konar ofbeldisaðgerðum, flestir karlmenn af völdum skotsára.
Óeirðir vegna dauða barns í Kína
Til átaka kom milli hóps manna og lögreglu fyrir utan spítala í borginni Guangan í Suðvestur-Kína í dag eftir að þriggja ára drengur hafði látist eftir að hafa drukkið skordýraeitur sem geymt var í gosflösku. Læknar á spítalanum neituðu honum um þjónustu þar sem afi hans gat ekki greitt fyrir meðferðina.

Kostnaður Guðrúnar við prófkjör um ein milljón króna
Kostnaður Guðrúnar Ögmundóttur alþingiskonu vegna prófkjörs Samfylkingarinnar í Reykjavík nam einn milljón og sextíu þúsund krónum samkvæmt uppgjöri sem hún birtir á heimasíðu sinni. Þar segir Guðrún að hún hafi ákveðið að hafa að leiðarljósi reglur flokksins um heillindi og leiðbeinandi kostnað, en þar var rætt um eina milljón króna og að bannað væri að auglýsa í sjónvarpi.

TF-LÍF sækir slasaðan sjómann á olíuskip
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, er nú á leið til Reykjavíkur með slasaðan sjómann sem hún sótti út á stórt olíuflutningaskip sem statt er 210 sjómílur suðvestur af landinu. Maðurinn mun hafa hlotið opið fótbrot en beiðni barst frá björgunarmiðstöðinni í Sankti Pétursborg um klukkan hálfeitt í dag.

Flugfélög sökuð um samráð
Icelandair og Iceland Express eru sökuð samráð um fjargjalda- og flugskattahækkanir á síðustu þremur árum í nýju blaði Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Þar er bent á að skattar og gjöld sem þau leggi á fargjöld hafi hækkað um allt að 147 prósent á síðustu þremur árum og þá hafi lægstu fargjöld hækkað um fimmtíu prósent.

Neyðarfundur hjá Arababandalaginu vegna aðgerða Ísraela
Utanríkisráðherrar aðildarríkja Arababandalagsins komu saman til neyðarfundar í Kaíró í dag til þess að ræða hernaðaraðgerðir Ísraela á Gasaströndinni undanfarna daga.

Vilja hefja brottflutning hermanna innan hálfs árs
Demókratar vonast til að geta þrýst á um að byrjað verði að kallað heim bandaríska hermenn frá í Írak eftir fjóra til sex mánuði og að herinn verði kallaður heim í áföngum. Þetta kom fram í máli demókratans Carls Levins, sem búist er við að verði nýr formaður hermálanefndar öldungadeildarinnar, í viðtali á sjónvarpsstöðinni ABC í dag.