Fréttir Spuni er vandi Spuni stjórnmálanna er hinn eiginlegi vandi, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á þingi í gær. Var hann að ræða um það sem hann kallaði endalausa umræðu um einkavæðingu bankanna og þá tilhneigingu að kenna henni um hrunið. Innlent 14.9.2010 21:48 Ónógt aðhald í ríkisfjármálum „Það er auðvitað ljóst, þegar við lítum til baka, að aðhald í ríkisfjármálum var langt frá því að vera nægjanlegt,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í þingumræðum í gær. Í því ljósi verði að samþætta aðgerðir hins opinbera og Seðlabankans við að viðhalda efnahagslegum stöðugleika. Innlent 14.9.2010 21:48 Rót hrunsins var sala bankanna og óheftur vöxtur Meginástæða hrunsins verður fyrst og fremst rakin til framferðis og stjórnarhátta stjórnenda og aðaleigenda bankanna. En rótina að þessum óförum má hins vegar rekja til einkavæðingar bankanna fram til ársins 2003 og þess óhefta vaxtar sem stjórnvöld og eftirlitsstofnanir létu viðgangast og hvöttu í raun til fram undir það síðasta. Innlent 14.9.2010 21:48 Lítið vitað um sprengjumann Danska lögreglan og Evrópulögreglan EUROPOL auglýstu í gær eftir upplýsingum um sprengjumanninn, sem særðist lítillega þegar sprengja sprakk á hótelsalerni í Kaupmannahöfn á föstudaginn var. Erlent 14.9.2010 22:17 Kínverjar ætla sér forystu í framleiðslu vistvænna bíla Kínversk stjórnvöld kynntu í síðasta mánuði áform sín um að taka forystuna á alþjóðavísu í framleiðslu umhverfisvænna rafbíla og tvinnbíla, auk þess sem þau ætla að loka tvö þúsund orkufrekum verksmiðjum fyrir septemberlok til að tryggja umhverfisvænni nýtingu orkunnar. Einnig hafa kínversk stjórnvöld ákveðið að orkufrekur iðnaður á borð við áliðnaðinn fái ekki lengur niðurgreidda raforku. Viðskipti erlent 14.9.2010 21:48 Mafían fjárfesti í endurnýjanlegri orku Lögreglan á Ítalíu hefur lagt hald á eignir að andvirði 227 milljarða króna hjá ítölskum viðskiptajöfri sem grunaður er um tengsl við mafíuna. Þetta er hæsta upphæðin sem tekin hefur verið vegna máls tengdu mafíunni, að því er segir á vef BBC. Viðskipti erlent 14.9.2010 22:17 Eru óvissir um framtíðina Þýskir fjárfestar hafa ekki verið jákvæðari frá í desember 2007, eða um það leyti sem fjármálakreppan lét á sér kræla. Þeir telja hins vegar horfurnar dökkar á næstu sex mánuðum, samkvæmt niðurstöðum Zew-væntingavísitölunnar. Erlent 14.9.2010 21:48 Engin sátt um landtökurnar Önnur umferð viðræðna Ísraela og Palestínumanna fór fram í borginni Sharm El-Sheikh í Egyptalandi í gær og stóð í tæpar tvær klukkustundir. Erlent 14.9.2010 22:17 Sagðist þakklát forseta Írans „Ég er þakklát,“ sagði Sarah Shourd, 32 ára bandarísk kona, sem látin var laus úr fangelsi í Íran í gær. Áður en hún fór úr landi þakkaði hún bæði írönskum stjórnvöldum og öllum öðrum ríkisstjórnum og einstaklingum sem unnu að því að fá hana látna lausa. Erlent 14.9.2010 22:17 Vilja samkeppni í sölu metans Útlit er fyrir að samkeppni komist á í sölu á metangasi á bifreiðar. Hingað til hefur bara verið hægt að kaupa metangas á tveimur afgreiðslustöðvum N1 á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 13.9.2010 22:50 Kynþáttahatur undirrót árásar á heimili Ekkert bendir til annars en að kynþáttahatur hafi verið undirrót þess að tvívegis var ráðist inn á heimili feðga í Vesturbænum á laugardag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Mennirnir eru ættaðir frá Kúbu en hafa búið hér á landi í ríflega áratug. Innlent 13.9.2010 22:32 Almenningur á ekki að borga Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fór ekki dult með þá skoðun sína, í viðtali við kínverska blaðið Global Times, að almenningur á Íslandi ætti ekki að borga brúsann fyrir Icesave-reikninga Landsbankans. Innlent 13.9.2010 22:32 Stenst ekki kröfur „Lögin um landsdóm og lögin um ráðherraábyrgð hafa runnið sitt skeið og uppfylla ekki þær kröfur sem almennar reglur sakamálaréttarfars og mannréttindareglur gera.“ Innlent 13.9.2010 22:32 Bú Straums var fremur lítið Skilanefnd Glitnis gerir ráð fyrir að kröfuhafar taki við stjórn bankans á næstu fimm árum. Viðskipti innlent 13.9.2010 22:32 Vilja styðja endurreisn Íslands Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, segir kínversk stjórnvöld hafa einsett sér að styðja við Ísland á tímum efnahagslegra erfiðleika, meðal annars með auknum innflutningi á íslenskum vörum til Kína sem og víðtækt samstarf í orkumálum. Innlent 13.9.2010 22:32 Fermetrinn á 22 milljónir Bræðurnir Christian og Nick Candy, fyrrverandi viðskiptavinir Kaupþings í Bretlandi, hafa selt þakíbúð sína í Monte Carlo í Mónakó fyrir 190 milljónir punda, jafnvirði rúmra 36 milljarða króna. Erlent 13.9.2010 22:32 Endurskoða þarf verklag ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi menntamálaráðherra, telur að athuga þurfi hvort rétt sé að viðhalda því fyrirkomulagi að ríkisstjórn Íslands sé ekki fjölskipað stjórnvald. Hún telur að tryggja þurfi að í stórum málum verði ríkisstjórn öll upplýst og meðvituð um ábyrgð sína. Innlent 13.9.2010 22:32 Þeir hækki launin sem geta Formaður Verkalýðsfélags Akraness, Vilhjálmur Birgisson, vill að útflutningsfyrirtæki, sem njóta góðs af veikri krónu, veiti starfsfólki sínu launahækkanir. Vill hann að „sótt verði að þeim atvinnugreinum sem hafa borð fyrir báru til að hækka verulega laun sinna starfsmanna" eins og segir í frétt á síðu félagsins. Innlent 13.9.2010 22:32 Vill skýrslu um stöðu skuldara á Norðurlöndum Allsherjarnefnd Alþingis hefur óskað eftir að félags- og tryggingamálaráðherra taki saman skýrslu um stöðu skuldara á Norðurlöndum. Innlent 13.9.2010 22:32 FFSÍ gagnrýnir kaup á Vestia Stjórn Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, FFSÍ, telur að stjórn Framtakssjóðs lífeyrissjóða hafi farið út fyrir hlutverk sitt með kaupum á Vestia af Landsbankanum. Viðskipti innlent 13.9.2010 22:32 Endurbótum þarf að hraða Viviane Reding, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, segir nauðsynlegt að umbætur á fyrirkomulagi dómsmála í Króatíu virki eins og til er ætlast áður en landið getur fengið aðild að ESB. Erlent 13.9.2010 22:32 Öllum erfitt að fjalla um mál ráðherrana Mælt var fyrir skýrslu þingmannanefndar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á Alþingi í gær. Atli Gíslason, þingmaður VG og formaður þingmannanefndarinnar, fór fyrst almennum orðum um vinnu nefndarinnar. Innlent 13.9.2010 22:32 Selja ríkisbíla í ýmsu ástandi Uppboð á bílum og öðrum tækjum í eigu ríkisstofnana fer fram hjá Ríkiskaupum í dag. Í boði eru 24 tæki, flest bílar, sem samkvæmt vef Ríkiskaupa eru í ýmsu ástandi. Innlent 13.9.2010 22:32 Allt að átján prósenta munur Launabil hjá starfsmönnum almannaþjónustunnar og þeim á almenna vinnumarkaðnum í sambærilegum starfsgreinum er 18 prósent. Viðskipti innlent 13.9.2010 22:32 Sigurlíkur Reinfeldts aukast Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra og leiðtogi sænskra hægri manna, þótti standa sig heldur betur en Mona Sahlin, leiðtogi sósíaldemókrata, í sjónvarpseinvígi á sunnudagskvöldið. Erlent 13.9.2010 22:32 Sex ráðherrar vilja aðskilnað ríkis og kirkju Helmingur ríkisstjórnarinnar vill aðskilnað ríkis og kirkju. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagðist íhuga að segja sig úr þjóðkirkjunni á blaðamannafundi að loknum ríkisstjórnarfundi í gær en vildi þó ekki gefa upp hvort það væri í ljósi atburða síðustu daga. Innlent 24.8.2010 22:31 Bankastjóri tjáir sig ekki um uppsagnir Stjórnendur Landsbankans eru að ljúka við stefnumótun og verða niðurstöður hennar kynntar í lok mánaðar. Endanleg útfærsla verður kynnt í október. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, vill ekki fara ítarlega út í vinnuna, sem staðið hefur yfir frá því hann tók við starfinu í byrjun júní. Viðskipti innlent 24.8.2010 22:31 Fimm manna þjófagengi handtekið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fimm karlmenn í Árbæjarhverfi í gærmorgun vegna rannsóknar á innbrotum í Árbæ og á Ártúnshöfða að undanförnu. Samkvæmt lýsingum sjónarvotta þusti hópur lögreglumanna inn í íbúð í hverfinu og leiddi hina grunuðu út í járnum. Mennirnir voru í haldi síðdegis í gær og stóðu yfirheyrslur þá enn yfir. Innlent 24.8.2010 22:31 Olíufundur þar ýtir undir áhuga á rannsóknum hér Fundur skoska olíufélagsins Cairn Energy á gasi og olíu í sandlagi á hafsbotni undan vesturströnd Grænlands kann að ýta undir áhuga á olíurannsóknum á íslenska landgrunninu. Cairn upplýsti í gær að fundist hefðu vísbendingar um olíu í fyrstu tilraunaborholu félagsins á Baffinsflóa. Í umfjöllun Berlingske Tidende í gær var félagið sagt hafa fengið „bingó“ eftir sex vikna leit. Innlent 24.8.2010 22:31 Bannað að selja heitt vatn til Hvergerðinga Fyrirtækið Ræktunarmiðstöðin sf. sem verið hefur í rekstri gróðrarstöðvar og jarðverktöku fær ekki að selja Hvergerðingum heitt vatn og gufu. Innlent 24.8.2010 22:31 « ‹ 77 78 79 80 81 82 83 84 85 … 334 ›
Spuni er vandi Spuni stjórnmálanna er hinn eiginlegi vandi, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á þingi í gær. Var hann að ræða um það sem hann kallaði endalausa umræðu um einkavæðingu bankanna og þá tilhneigingu að kenna henni um hrunið. Innlent 14.9.2010 21:48
Ónógt aðhald í ríkisfjármálum „Það er auðvitað ljóst, þegar við lítum til baka, að aðhald í ríkisfjármálum var langt frá því að vera nægjanlegt,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í þingumræðum í gær. Í því ljósi verði að samþætta aðgerðir hins opinbera og Seðlabankans við að viðhalda efnahagslegum stöðugleika. Innlent 14.9.2010 21:48
Rót hrunsins var sala bankanna og óheftur vöxtur Meginástæða hrunsins verður fyrst og fremst rakin til framferðis og stjórnarhátta stjórnenda og aðaleigenda bankanna. En rótina að þessum óförum má hins vegar rekja til einkavæðingar bankanna fram til ársins 2003 og þess óhefta vaxtar sem stjórnvöld og eftirlitsstofnanir létu viðgangast og hvöttu í raun til fram undir það síðasta. Innlent 14.9.2010 21:48
Lítið vitað um sprengjumann Danska lögreglan og Evrópulögreglan EUROPOL auglýstu í gær eftir upplýsingum um sprengjumanninn, sem særðist lítillega þegar sprengja sprakk á hótelsalerni í Kaupmannahöfn á föstudaginn var. Erlent 14.9.2010 22:17
Kínverjar ætla sér forystu í framleiðslu vistvænna bíla Kínversk stjórnvöld kynntu í síðasta mánuði áform sín um að taka forystuna á alþjóðavísu í framleiðslu umhverfisvænna rafbíla og tvinnbíla, auk þess sem þau ætla að loka tvö þúsund orkufrekum verksmiðjum fyrir septemberlok til að tryggja umhverfisvænni nýtingu orkunnar. Einnig hafa kínversk stjórnvöld ákveðið að orkufrekur iðnaður á borð við áliðnaðinn fái ekki lengur niðurgreidda raforku. Viðskipti erlent 14.9.2010 21:48
Mafían fjárfesti í endurnýjanlegri orku Lögreglan á Ítalíu hefur lagt hald á eignir að andvirði 227 milljarða króna hjá ítölskum viðskiptajöfri sem grunaður er um tengsl við mafíuna. Þetta er hæsta upphæðin sem tekin hefur verið vegna máls tengdu mafíunni, að því er segir á vef BBC. Viðskipti erlent 14.9.2010 22:17
Eru óvissir um framtíðina Þýskir fjárfestar hafa ekki verið jákvæðari frá í desember 2007, eða um það leyti sem fjármálakreppan lét á sér kræla. Þeir telja hins vegar horfurnar dökkar á næstu sex mánuðum, samkvæmt niðurstöðum Zew-væntingavísitölunnar. Erlent 14.9.2010 21:48
Engin sátt um landtökurnar Önnur umferð viðræðna Ísraela og Palestínumanna fór fram í borginni Sharm El-Sheikh í Egyptalandi í gær og stóð í tæpar tvær klukkustundir. Erlent 14.9.2010 22:17
Sagðist þakklát forseta Írans „Ég er þakklát,“ sagði Sarah Shourd, 32 ára bandarísk kona, sem látin var laus úr fangelsi í Íran í gær. Áður en hún fór úr landi þakkaði hún bæði írönskum stjórnvöldum og öllum öðrum ríkisstjórnum og einstaklingum sem unnu að því að fá hana látna lausa. Erlent 14.9.2010 22:17
Vilja samkeppni í sölu metans Útlit er fyrir að samkeppni komist á í sölu á metangasi á bifreiðar. Hingað til hefur bara verið hægt að kaupa metangas á tveimur afgreiðslustöðvum N1 á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 13.9.2010 22:50
Kynþáttahatur undirrót árásar á heimili Ekkert bendir til annars en að kynþáttahatur hafi verið undirrót þess að tvívegis var ráðist inn á heimili feðga í Vesturbænum á laugardag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Mennirnir eru ættaðir frá Kúbu en hafa búið hér á landi í ríflega áratug. Innlent 13.9.2010 22:32
Almenningur á ekki að borga Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fór ekki dult með þá skoðun sína, í viðtali við kínverska blaðið Global Times, að almenningur á Íslandi ætti ekki að borga brúsann fyrir Icesave-reikninga Landsbankans. Innlent 13.9.2010 22:32
Stenst ekki kröfur „Lögin um landsdóm og lögin um ráðherraábyrgð hafa runnið sitt skeið og uppfylla ekki þær kröfur sem almennar reglur sakamálaréttarfars og mannréttindareglur gera.“ Innlent 13.9.2010 22:32
Bú Straums var fremur lítið Skilanefnd Glitnis gerir ráð fyrir að kröfuhafar taki við stjórn bankans á næstu fimm árum. Viðskipti innlent 13.9.2010 22:32
Vilja styðja endurreisn Íslands Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, segir kínversk stjórnvöld hafa einsett sér að styðja við Ísland á tímum efnahagslegra erfiðleika, meðal annars með auknum innflutningi á íslenskum vörum til Kína sem og víðtækt samstarf í orkumálum. Innlent 13.9.2010 22:32
Fermetrinn á 22 milljónir Bræðurnir Christian og Nick Candy, fyrrverandi viðskiptavinir Kaupþings í Bretlandi, hafa selt þakíbúð sína í Monte Carlo í Mónakó fyrir 190 milljónir punda, jafnvirði rúmra 36 milljarða króna. Erlent 13.9.2010 22:32
Endurskoða þarf verklag ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi menntamálaráðherra, telur að athuga þurfi hvort rétt sé að viðhalda því fyrirkomulagi að ríkisstjórn Íslands sé ekki fjölskipað stjórnvald. Hún telur að tryggja þurfi að í stórum málum verði ríkisstjórn öll upplýst og meðvituð um ábyrgð sína. Innlent 13.9.2010 22:32
Þeir hækki launin sem geta Formaður Verkalýðsfélags Akraness, Vilhjálmur Birgisson, vill að útflutningsfyrirtæki, sem njóta góðs af veikri krónu, veiti starfsfólki sínu launahækkanir. Vill hann að „sótt verði að þeim atvinnugreinum sem hafa borð fyrir báru til að hækka verulega laun sinna starfsmanna" eins og segir í frétt á síðu félagsins. Innlent 13.9.2010 22:32
Vill skýrslu um stöðu skuldara á Norðurlöndum Allsherjarnefnd Alþingis hefur óskað eftir að félags- og tryggingamálaráðherra taki saman skýrslu um stöðu skuldara á Norðurlöndum. Innlent 13.9.2010 22:32
FFSÍ gagnrýnir kaup á Vestia Stjórn Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, FFSÍ, telur að stjórn Framtakssjóðs lífeyrissjóða hafi farið út fyrir hlutverk sitt með kaupum á Vestia af Landsbankanum. Viðskipti innlent 13.9.2010 22:32
Endurbótum þarf að hraða Viviane Reding, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, segir nauðsynlegt að umbætur á fyrirkomulagi dómsmála í Króatíu virki eins og til er ætlast áður en landið getur fengið aðild að ESB. Erlent 13.9.2010 22:32
Öllum erfitt að fjalla um mál ráðherrana Mælt var fyrir skýrslu þingmannanefndar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á Alþingi í gær. Atli Gíslason, þingmaður VG og formaður þingmannanefndarinnar, fór fyrst almennum orðum um vinnu nefndarinnar. Innlent 13.9.2010 22:32
Selja ríkisbíla í ýmsu ástandi Uppboð á bílum og öðrum tækjum í eigu ríkisstofnana fer fram hjá Ríkiskaupum í dag. Í boði eru 24 tæki, flest bílar, sem samkvæmt vef Ríkiskaupa eru í ýmsu ástandi. Innlent 13.9.2010 22:32
Allt að átján prósenta munur Launabil hjá starfsmönnum almannaþjónustunnar og þeim á almenna vinnumarkaðnum í sambærilegum starfsgreinum er 18 prósent. Viðskipti innlent 13.9.2010 22:32
Sigurlíkur Reinfeldts aukast Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra og leiðtogi sænskra hægri manna, þótti standa sig heldur betur en Mona Sahlin, leiðtogi sósíaldemókrata, í sjónvarpseinvígi á sunnudagskvöldið. Erlent 13.9.2010 22:32
Sex ráðherrar vilja aðskilnað ríkis og kirkju Helmingur ríkisstjórnarinnar vill aðskilnað ríkis og kirkju. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagðist íhuga að segja sig úr þjóðkirkjunni á blaðamannafundi að loknum ríkisstjórnarfundi í gær en vildi þó ekki gefa upp hvort það væri í ljósi atburða síðustu daga. Innlent 24.8.2010 22:31
Bankastjóri tjáir sig ekki um uppsagnir Stjórnendur Landsbankans eru að ljúka við stefnumótun og verða niðurstöður hennar kynntar í lok mánaðar. Endanleg útfærsla verður kynnt í október. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, vill ekki fara ítarlega út í vinnuna, sem staðið hefur yfir frá því hann tók við starfinu í byrjun júní. Viðskipti innlent 24.8.2010 22:31
Fimm manna þjófagengi handtekið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fimm karlmenn í Árbæjarhverfi í gærmorgun vegna rannsóknar á innbrotum í Árbæ og á Ártúnshöfða að undanförnu. Samkvæmt lýsingum sjónarvotta þusti hópur lögreglumanna inn í íbúð í hverfinu og leiddi hina grunuðu út í járnum. Mennirnir voru í haldi síðdegis í gær og stóðu yfirheyrslur þá enn yfir. Innlent 24.8.2010 22:31
Olíufundur þar ýtir undir áhuga á rannsóknum hér Fundur skoska olíufélagsins Cairn Energy á gasi og olíu í sandlagi á hafsbotni undan vesturströnd Grænlands kann að ýta undir áhuga á olíurannsóknum á íslenska landgrunninu. Cairn upplýsti í gær að fundist hefðu vísbendingar um olíu í fyrstu tilraunaborholu félagsins á Baffinsflóa. Í umfjöllun Berlingske Tidende í gær var félagið sagt hafa fengið „bingó“ eftir sex vikna leit. Innlent 24.8.2010 22:31
Bannað að selja heitt vatn til Hvergerðinga Fyrirtækið Ræktunarmiðstöðin sf. sem verið hefur í rekstri gróðrarstöðvar og jarðverktöku fær ekki að selja Hvergerðingum heitt vatn og gufu. Innlent 24.8.2010 22:31