
HM 2018 í Rússlandi

Ronaldo: Gagnrýnin á Neymar algjört bull
Fyrrum stórstjarna Brasilíu segir núverandi stjörnu liðsins fá ósanngjarna gagnrýni. Hinn 26 ára Neymar hefur verið mikið í umræðunni eftir leik Brasilíu og Mexíkó í 16-liða úrslitunum á HM.

Henderson: Pickford á inni hjá mér það sem eftir er
Jordan Henderson segir nafna sinn Jordan Pickford eiga inni hjá sér það sem eftir er fyrir að verja vítaspyrnu í vítaspyrnukeppni Englendinga og Kólumbíu. Henderson misnotaði sína spyrnu í keppninni.

Tveir af reynslumestu leikmönnum Japana hættir
Reynsluboltarnir Keisuke Honda og Makoto Hasebe léku sína síðustu landsleiki fyrir Japan á HM í Rússlandi.

Árangur Englands á HM orðinn óvæntur höfuðverkur fyrir forsætisráðherrann
Ákvörðun Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að sniðganga heimsmeistaramótið er orðin að pólítísku sjálfsmarki fyrir ráðherrann vegna árangur Englands á mótinu.

Mestar líkur á að þessi fjögur lið komist í undanúrslitin á HM
Síðustu leikir sextán liða úrslitanna á HM í fótbolta í Rússlandi fóru fram í gær og voru England og Svíþjóð þá tvær síðustu þjóðirnar til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum.

Fyrsti enski markvörðurinn til að vinna vítakeppni í 22 ár: Bara Falcao kom mér á óvart
Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, endaði í gær meira en tuttugu ára bið ensks landsliðsmarkvarðar eftir því að vinna vítakeppni á stórmóti.

Sumarmessan: „Held að ástæðan sé ekki skemmtilegt land eða frábær deild“
Strákarnir í Sumarmessunni ræddu í gær um félagsskipti landsliðsmarkvarðarins, Hannes Þórs Haldórssonar, til Qarabag í Aserbaídsjan.

Missti af leiknum en upplifði stórkostlegan sólarhring
Englendingar voru bara með 22 leikmenn til taks en ekki 23 þegar þeir mættu Kólumbíumönnum í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi í gærkvöldi.

Augnablikið þegar England fór á hliðina
England er komið í 8-liða úrslit á HM í Rússlandi eftir dramatískan sigur á Kólumbíu í Moskvu í gær en leiknum lauk með sigri Englands eftir vítaspyrnukeppni.

Sven-Göran varar Englendinga við og segir Svíana verðugt verkefni
Sven-Göran Eriksson, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, segir að það sé mikill misskilningur haldi Englendingar að þeirra bíði auðvelt verkefni á laugardaginn í átta liða úrslitunum.

Sumarmessan: „Pútín er valdamikill en þessu getur hann ekki stýrt“
Liðurinn Dynamo Þras var á sínum stað í Sumarmessunni í gær og strákarnir voru í miku stuði. Þeir ræddu hin ýmsu mál.

Baráttan um HM-gullskóinn: Kane leiðir með tveimur mörkum
Harry Kane er markahæsti leikmaðurinn á HM með sex mörk er mótið er komið fram í átta liða úrslitin. Topp tveir í baráttunni um gullskóinn koma úr ensku úrvalsdeildinni.

Þjálfari Kólumbíu ósáttur með Englendinga og segir Kane hafa dýft sér
Jose Pekerman, þjálfari Kólumbíu, er óánægður með leikmenn enska landsliðsins í leik liðanna í 16-liða úrslitunum á HM í gærkvöldi.

Eric Dier átti ekki að taka fimmtu vítaspyrnu Englendinga
Eric Dier tryggði enska landsliðinu sæti í átta liða úrslitum á HM í Rússlandi í gærkvöldi en nú er komið í ljós að miðjumaðurinn átti aldrei að taka þessa fimmtu vítaspyrnu liðsins.

Sumarmessan: „Fótboltinn er að koma á fleygiferð heim“
Það fór ekkert á milli mála með hverjum strákarnir í Sumarmessunni héldu í leik Englendinga og Kólumbíu í gærkvöldi. Þeir voru líka kátir í leikslok eins og flestir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar hér á landi.

Hannes: Besti möguleikinn fyrir mig til að spila í Meistaradeildinni
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er búinn að semja við lið Qarabag frá Aserbaídsjan og dreymir nú um að fá að spila í Meistaradeildinni með félaginu.

Maðurinn sem byrjaði ensku "vító-bölvunina“ endaði hana líka
Gareth Southgate og lærisveinar hans í enska landsliðinu afrekuðu það í gær sem enska þjóðin var hætt að trúa að væri hægt. Jú, þeir unnu vítakeppni. Það hafði ekki gerst í meira en tvo áratugi.

Sjáðu Neville og félaga tryllast af gleði
Gary Neville, Lee Dixon og Ian Wright réðu sér ekki fyrir kæti þegar Eric Dier skaut Englandi í 8-liða úrslit HM í Rússlandi.

Forsíður ensku blaðanna: Loksins, loksins!
Óhætt er að segja að mikil gleði ríki í Englandi í kjölfarið af gengi enska landsliðsins á HM í Rússlandi.

Maradona: Myndi taka við Argentínu launalaust
Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona hefur boðist til þess að þjálfa argentínska landsliðið frítt eftir vonbrigðin á HM í Rússlandi.

Rússneska mínútan: Lada Samara sérstaklega glæsileg á þessum árstíma
Rússland er stórt land og þar er að finna mjög fjölbreytt fólk. Fjölbreyttum hópi fólks fylgir fjölbreyttur bílafloti.

Southgate: Höfum vanmetið Svía í áraraðir
Gareth Southgate er fyrstur manna til þess að stýra Englandi til sigurs í vítaspyrnukeppni á HM í fótbolta. Englendingar slógu Kólumbíu út í 16-liða úrslitum í kvöld.

Sumarmessan valdi bestu rúllurnar: „Tíföld skrúfa hjá Neymar“
Sumarmessan fór yfir bestu rúllurnar á HM til þessa í þætti sínum í gærkvöldi en margar stórkostlegar dýfur hafa átt sér stað til þessa.

Pickford: Vissum við myndum vinna þótt við færum í vítakeppni
England vann sína fyrstu vítaspyrnukeppni á HM í sögunni í kvöld. Jordan Pickford var hetja dagsins er hann varði frá Carlos Bacca í síðustu spyrnu Kólumbíu. Eric Dier skoraði svo úr síðustu spyrnu Englendinga og tryggði sigurinn.

Svona líta 8-liða úrslitin út
Englendingar urðu síðasta liðið til þess að tryggja sig áfram í 8-liða úrslit HM í Rússlandi með sigri á Kólumbíu í vítaspyrnukeppni í kvöld. Nú er því ljóst hvernig 8-liða úrslitin verða.

Englendingar unnu loks í vítaspyrnukeppni
Englendingar unnu vítaspyrnukeppni á HM í fyrsta skipti í sögunni og unnu leik í útsláttarkeppni í fyrsta skipti í tólf ár þegar þeir mættu Kólumbíu í 16-liða úrslitum á HM í Rússlandi.

Sumarmessan: „Neymar bæði svindlari og snillingur“
Benedikt Valsson, Hjörvar Hafliðason og Gunnleifur Gunnleifsson fóru yfir leiki dagsins á HM í gær í Sumarmessunni.

Sumarmessan: Ronaldo og Mbappe meðal bestu spretta mótsins
Sumarmessan var á sínum stað á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en strákarnir gerðu upp tvo leiki í 16-liða úrslitunum.

Sendiherrann í skýjunum með sænskan sigur
Håkan Juholt fagnaði ógurlega í leikslok.

Heppnin með Svíum í sigurmarkinu en sigur Svía var sanngjarn
Emil Forsberg tryggði Svíum 1-0 sigur á Sviss í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi og um leið sæti í átta liða úrslitum þar sem liðið mætir annaðhvort Englandi eða Kólumbíu.