Rússland

Fréttamynd

Guterres fordæmir framferði Rússa

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, hélt ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í nótt þar sem hann kallaði innrás Rússa í Úkraínu móðgun við sameiginlega samvisku heimsbyggðarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Pútín dá­­samaður á mikilli hyllingar­­sam­komu í Moskvu

Biden Bandaríkjaforseti fundaði í dag í Varsjá með leiðtogum níu aðildarríkja NATO í austur Evrópu um varnir álfunnar og stuðning við Úkraínu. Pútín reyndi að fá Kínverja til liðs við sig og mætti síðan á hyllingarsamkomu með stuðningsmönnum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda

Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs.

Erlent
Fréttamynd

„Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“

Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Xi sagður hyggja á ferð til Moskvu

Xi Jinping, forseti Kína, er að undirbúa ferð til Moskvu þar sem hann mun funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þessi ferð á að eiga sér stað á næstu mánuðum en ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því að Kínverjar ætli að aðstoða Rússa með því að veita þeim hergögn.

Erlent
Fréttamynd

Kokk­ur Pút­íns sak­ar yf­ir­menn hers­ins um land­ráð

Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gjarnan er kallaður „kokkur Pútíns“, sakaði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Valery Gerasimov, formann herforingjaráðs Rússlands og yfirherforingja innrásarinnar í Úkraínu, um að reyna að gera út af málaliðahópinn Wagner Group. Prigozhin sagði Shoigu og Gerasimov vera seka um landráð.

Erlent
Fréttamynd

Lítið sem kom á óvart í stefnuræðu Pútíns

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hét því enn og aftur fram í morgun að Rússar bæru ekki ábyrgð á stríðinu í Úkraínu og að Vesturlönd væru að reyna að gera útaf við ríkið. Þetta sagði Pútín í stefnuræðu sinni sem hann hélt í dag. Ræðuna átti fyrst að halda í desember en henni var frestað vegna stríðsins í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Fá ekki að mæta á verð­launa­af­hendingu vegna ógnar við al­menning

Rússneskum fréttamanni og fjölskyldu hans hefur verið meina að mæta á afhendingarathöfn Bafta verðlaunanna. Lögregluyfirvöld í Bretlandi telja að almenningi myndi stafa ógn af mætingu hans þar sem hann er eftirlýstur af yfirvöldum í Rússlandi. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir umfjöllun sína um Alexei Navalní.

Erlent
Fréttamynd

Saka Rússa um glæpi gegn mannkyninu

Yfirvöld í Bandaríkjunum segja hersveitir Rússa hafa framið glæpi gegn mannkyninu í Úkraína. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, opinberaði þetta í ræðu á öryggisráðstefnunni í München í dag og sagði nauðsynlegt að hinir seku yrðu dregnir til ábyrgðar fyrir glæpina.

Erlent
Fréttamynd

„Davíð sigraði ekki Golíat með orðum“

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði í dag öryggisráðstefnuna í München þar sem hann kallaði eftir því að Vesturlönd flýttu vopnasendingum til Úkraínu og útveguðu Úkraínumönnum þau vopn sem þeir þyrftu til að sigra Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Nánast allur rússneski herinn sagður í Úkraínu

Nærri því allur rússneski herinn, eða um 97 prósent hans, er nú í Úkraínu að sögn varnarmálaráðherra Bretlands. Hann segir Rússa hafa orðið fyrir miklu mannfalli og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og leiðtogar hersins áttuðu sig ekki á raunveruleikanum og væri sama um það hve marga menn þeir misstu.

Erlent
Fréttamynd

Lavrov segir Vesturlönd hafa ráðist á Rússland

Atlandshafsbandalagið og Evrópusambandið hétu í dag auknum og áframhaldandi stuðningi við varnir Úkraínu gegn innrás Rússa. Utanríkisráðherra Rússlands sakar Bandaríkin og undirsáta þeirra um að grafa undan sjálfstæðri utanríkisstefnu Rússlands með það að markmiði að tortíma landinu.

Erlent
Fréttamynd

Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar

Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað.

Erlent
Fréttamynd

Kokkur Pútíns hættur að ráða fanga í Wagner

Yevgeny Prigozhin, eigandi rússneska málaliðahópsins Wagner Group, sagði frá því í dag að hann væri hættur að ráða málaliða úr fangelsum Rússlands. Föngum hefur um nokkurra mánaða skeið boðist að ganga til liðs við Wagner og þjóna í sex mánuði í Úkraínu í skiptum fyrir frelsi.

Erlent
Fréttamynd

Alræmdur málaliðaforingi skotinn í höfuðið á stuttu færi

Hinn alræmdi herforingi og málaliði Igor Mangushev er látinn eftir að hafa verið skotinn í höfuðið af stuttu færi við varðstöð í Kadiivka. Eiginkona hans segir um aftöku að ræða og ýjað hefur verið að því að yfirmaður Wagner-hópsins hafi fyrirskipað morðið.

Erlent
Fréttamynd

Mikilvægar vikur í vændum í Úkraínu

Ráðamenn í Úkraínu búast við umfangsmiklum árásum Rússa í austurhluta landsins á næstu vikum. Þeir segja Rússa hafa komið tugum og jafnvel hundruð þúsund hermönnum fyrir á svæðinu og þeir séu þegar byrjaðir að reyna að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur með því að senda hermenn fram í bylgjum.

Erlent
Fréttamynd

Pútín hafi ákveðið að senda eldflaugina sem notuð var gegn MH17

Alþjóðlegt teymi rannsakenda segist hafa fundið sterkar vísbendingar um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði persónulega heimilað sendingu loftvarnarkerfis til aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem notað var árið 2014 til að skjóta niður farþegaþotu frá Malasíu. Ólíklegt sé þó að hægt verði að sækja hann til saka.

Erlent
Fréttamynd

Rússar hóta að auka árásir sínar vegna vopnasendinga

Bandaríkjamenn eru byrjaðir að senda Bradley bryndreka til Úkraínu en hafa einnig lofað að senda þangað öflugri skriðdreka ásamt nokkrum ríkjum Evrópu. Varnarmálaráðherra Rússlands segir að með þessu séu bandalagsþjóðirnar að reyna að lengja í stríðinu.

Erlent