Túnis

Árásarmaðurinn í Brussel hafði flúið úr fangelsi í Túnis
Árásarmaðurinn sem skaut tvo Svía til bana í Brussel fyrir viku síðan flúði úr túnisísku fangelsi árið 2011. Yfirvöld í Túnis óskuðu eftir framsali mannsins í fyrra en framsalsskjalið týndist á skrifstofu saksóknara.

„Þau eyðilögðu mig og brutu mig“
Tvítugur maður frá Túnis sem býr í úrræði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni á þrjá daga eftir í úrræðinu og veit ekki hvað tekur svo við. Hann hefur verið á Íslandi í fimm ár og segist vera miklu meiri Íslendingur en Túnisi.

Fjörutíu og einn flóttamaður fórst undan stöndum Ítalíu
Fjörutíu og einn flóttamaður lét lífið þegar þegar bátur fórst undan ströndum ítölsku eyjunnar Lampedusa. Báturinn lagði af stað frá hafnarborginni Sfax í Túnis og sökk nokkrum tímum eftir brottför.

Lík móður og barns fundust og þrjátíu enn saknað eftir að tveir bátar sukku
Lík móður og barns hafa fundist eftir að tveir bátar sukku vegna mikils hvassviðris út af ströndum Ítölsku eyjunnar Lampedusa í nótt. Talið er að þrjátíu manns sé enn saknað.

Reykjavíkurdóttir gekk út í Túnis
Anna Tara Andrésdóttir, Reykjavíkurdóttir með meiru, er gengin út. Hún gifti sig um helgina í Túnis, sem er heimaland hennar heittelskaða Oussama Achour.

Ráðherra hamingjunnar fyrsta konan frá Afríku til að komast í undanúrslit á Opna bandaríska
Ons Jabeur er komin í undanúrslit Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Hún er fyrsta konan frá Afríku til að ná þeim merka áfanga. Hún lagði Ajla Tomljanović í átta manna en sú hafði slegið Serenu Williams út fyrr á mótinu í því sem var líklega síðasti leikur Serenu á ferlinum.

Stjórnarskrárbreyting veitir forseta Túnis nær alræðisvald
Nýsamþykkt stjórnarskrárbreyting í Túnis veitir forseta landsins nær alræðisvald innan stjórnkerfisins. Margir óttast að landið sé að færast aftur til einræðis.

Marokkó og Túnis tryggðu sér sæti á HM
Marokkó og Túnis tryggðu sér sæti á HM í Katar í kvöld. Marokkó vann 4-1 sigur gegn Kongó, en Túnis gerði markalaust jafntefli gegn Malí.

Forseti Túnis setur á útgöngubann
Forseti Túnis, Kais Saied, hefur sett á útgöngubann sem gildir í einn mánuð. Túnisbúar mega ekki fara út úr húsi milli sjö á kvöldin og sex á morgnanna. Þá mega ekki fleiri en þrír safnast saman á almannafæri og bannað er að ferðast milli borga nema í brýnni þörf.

Lögreglan í Túnis ræðst inn á skrifstofur Al Jazeera
Lögreglan í Túnis réðist inn á skrifstofur fréttastofu Al Jazeera í höfuðborginni Túnis í morgun eftir að forseti landsins rak forsætisráðherrann og rauf þing í gær. Allir starfsmenn fréttastofunnar voru reknir út af skrifstofunum.

Forseti Túnis búinn að reka forsætisráðherrann og rjúfa þing
Kais Saied, forseti Túnis, rak í dag forsætisráðherrann og rauf þing en hann hyggst taka yfir stjórn landsins með aðstoð nýs forsætisráðherra. Stjórnarflokkurinn og þingforseti lýsa aðgerðunum sem valdaráni.

39 látnir eftir að bátar sukku undan ströndum Túnis
Að minnsta kosti 39 eru látnir eftir að tveir bátar hlaðnir farandfólki sukku undan ströndum Túnis í gær. Fólkið var að freista þess að komast yfir Miðjarðarhafið til ítölsku eyjunnar Lampedusa, að sögn varnarmálaráðuneytis Túnis.

Bregst við mótmælum með því að skipta út ellefu ráðherrum
Þingið í Túnis samþykkti í gær nýja ráðherra í ríkisstjórn landsins, en forsætisráðherrann Hichem Mechichi vill með breytingunum bregðast við þeirri reiði sem blossað hefur upp í landinu og leitt til mikilla mótmæla síðustu daga.

Árásarmaðurinn kom frá Túnis fyrir nokkrum dögum
Árásarmaðurinn sem stakk tvær konur og karl til bana í Nice í Frakklandi í morgun kom til landsins fyrir nokkrum dögum síðan að sögn franskra yfirvalda.

Lögreglumaður drepinn í hryðjuverkaárás í Sousse
Lögreglumaður var drepinn og annar særðist í hnífstunguárás sem gerð var í túnisku hafnarborginni Sousse í morgun.

Evrópusambandið opnar landamæri fyrir fjórtán ríkjum
Evrópusambandið tilkynnti í dag að landamæri aðildaríkjanna yrðu opnuð fyrir ferðamönnum á morgun, 1. júlí, frá fjórtán löndum en Bandaríkjamenn verða ekki meðal þeirra sem fá inngöngu í Evrópu.

Nýr forseti Túnis heitir því að berjast gegn spillingu
Kais Saied sór embættiseið í Túnis í morgun og er því orðinn forseti landsins eftir að hann bar yfirburðasigur úr bítum í seinni hluta forsetakosninga sem fóru fram fyrr í mánuðinum.

Forsetaframbjóðandinn Karoui látinn laus
Dómstóll í Norður-Afríkuríkinu Túnis fyrirskipaði í dag að forsetaframbjóðandinn Nabil Karoui skyldi leystur úr haldi, fjórum dögum áður en önnur umferð forsetakosninganna í landinu fara fram.

Fundu lík þrettán flóttakvenna í Miðjarðarhafi
Yfirfullum bát með flótta- og förufólki hvolfdi í vondu veðri í nótt. Fleiri eru taldir af.

Enn á ný er kosið í Túnis
Túnisbúar, sem kröfðust frjálsra kosninga í uppreisn árið 2010, hafa ef til vill ekki gert ráð fyrir svo mörgum kosningum. Á sunnudag 6. október, munu þeir kjósa nýtt þing.

Fyrrverandi forseti Túnis er látinn
Zine al Abidine Ben Ali, fyrrverandi forseti Norður-Afríkuríkisins Túnis er látinn, 83 ára að aldri.

Grunaður skattsvikari og fræðimaður áfram í seinni umferð forsetakosninga í Túnis
Ljóst er hvaða tveir frambjóðendur munu taka þátt í seinni umferð túnisku forsetakosninganna sem fara líklega fram um miðjan næsta mánuð.

Forseti Túnis látinn
Essebsi forseti var lagður inn á sjúkrahús í gær. Hann var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Túnis og elsti sitjandi forseti heims.

Forseti Túnis fluttur alvarlega veikur á sjúkrahús
Talsmenn forsetaembættisins hafna fréttum af því að forsetinn níræði sé látinn en segja ástand hans alvarlegt.

Tugir flóttamanna drukkna undan ströndum Túnis
Að minnsta kosti 65 flóttamenn drukknuðu í dag þegar báti þeirra hvolfdi á Miðjarðarhafinu, rétt fyrir utan strendur Túnis.

Segir af sér eftir dauða ellefu ungbarna
Heilbrigðisráðherra Túnis hefur sagt af sér í kjölfar dauða ellefu ungbarna á sjúkrahúsi í höfuðborginni Túnisborg.

Sjö hlutu lífstíðardóma fyrir hryðjuverkaárásir í Túnis
Tugir sakborninga voru sóttir til saka.

Hafna því að Corbyn hafi heiðrað hryðjuverkamann
Mynd af Corbyn með blómsveig nærri gröf Palestínumanns sem er talinn hafa verið heilinn á bak við fjöldamorðið á Ólympíuleikunum í München árið 1972 hefur vakið gagnrýni.

Merkel telur Dyflinnarreglugerðina í raun óvirka
Kanslari Þýskalands og forsætisráðherra Spánar eru sammála um að tryggja þurfi sanngjarna dreifingu hælisleitenda innan Evrópu.

Mennirnir sem enginn vill fá heim
Yfirvöld vestrænna ríkja vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að vígamenn laumi sér aftur heim og þá er heldur ekki vilji til að sækja þá vígamenn sem hafa verið handteknir.