Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Hvort er meira í anda Sjálf­stæðis­flokksins?

Tvær fréttir birtust á mbl.is í dag upp úr viðtölum sem tekin voru við þær Guðrúnu Hafsteinsdóttur og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í þættinum Spursmálum en báðar sækjast þær sem kunnugt er eftir því að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans eftir viku.

Skoðun
Fréttamynd

Segir mál­efna­samninginn ófjár­magnað orða­gjálfur

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að málefnasamningur nýs meirihluta í Reykjavík sé ófjármagnað, ókostnaðarmetið og ótímasett orðagjálfur. Hún óskar nýjum meirihluta góðs gengis en neitar því ekki að fimm flokka vinstri meirihluti sé mynstur sem hugnist henni síst.

Innlent
Fréttamynd

Sam­einumst – stétt með stétt

Frá unga aldri hef ég viljað vera sjálfstæðismaður og tilheyra flokki sem leggur áherslu á stétt með stétt. Flokki þar sem áherslan er á að allir þeir sem vilja vinna að bættum lífskjörum, sem vilja starfa sjálfstætt, skapa verðmæti og byggja upp á eigin verðleikum, hafi kost á því.

Skoðun
Fréttamynd

Segir ekkert til í á­sökunum KÍ um flokka­drætti

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að tjalda í Kópa­vogi þangað til meiri­hlutinn springur

Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ætla að tjalda í Kópavogi þangað til að nýr meirihluti í Reykjavíkurborg sé sprunginn. Greint var frá því í dag að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði næsti borgarstjóri en hún og Jón Pétur hafa eldað grátt silfur um einhvern tíma.

Innlent
Fréttamynd

Á­fastir tappar dragi úr lífs­vilja

Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einn þingmanna sem tók til tals í fjögurra tíma löngum rökræðum um áfasta tappa á Alþingi. Hann sagði ef tappalöggjöfin færi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu næði hún ekki í gegn.

Innlent
Fréttamynd

Gulur, rauður, blár og B+

Aðalnámskrá grunnskóla (ANG) er leiðarvísir skólanna að námi barna. Þessi leiðarvísir er ónýtur. Kennarar reyna að vinna eftir leiðarvísi sem ómögulegt er að vinna eftir. Það er mjög íþyngjandi að mæta í vinnuna dag hvern og kljást við óskiljanlega orðasúpu.

Skoðun
Fréttamynd

Frið­jón sakar eigin­mann Heiðu Bjargar um karl­rembu

Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skemmtir sér yfir því sem hann kallar samsæriskenningarrant eftir Hrannar Björn Arnarson. Hiti færist í leikinn eftir því sem meirihlutaviðræðurnar mjakast fram. Friðjón situr hjá og getur ekki annað.

Innlent
Fréttamynd

Ás­laug Arna er fram­tíðin

Framundan er landsfundur Sjálfstæðisflokksins þar sem nýr formaður flokksins verður kosinn. Við, yfir 260 ungir sjálfstæðismenn, styðjum Áslaugu Örnu sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins.

Skoðun
Fréttamynd

Þingið kafi í styrkveitingarnar

Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, mun leggja til á fundi nefndarinnar í dag að stofnað verði til frumkvæðisathugunar á styrkveitingum ríkisins til stjórnmálaflokka.

Innlent
Fréttamynd

Vill svipta glæpa­menn ís­lenskum ríkis­borgararétti

Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt. Lagt er til að hægt verði að svipta þá ríkisborgararétti sem brjóta alvarlega af sér eða gefa rangar upplýsingar til Útlendingastofnunnar. Engin muni þó missa ríkisborgararétt verði hann við það ríkisfangslaus.

Innlent
Fréttamynd

Strand­veiðar aug­ljós­lega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða.

Innlent
Fréttamynd

Guð­rún slapp naum­lega við steinsmuguna

Fram hefur komið að matareitrun hafi gert vart við sig á Þorrablóti Jökuldælinga, Hlíðar- og Tungumanna í Brúarásskóla fyrir austan. Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður og frambjóðandi til oddvita Sjálfstæðismanna, var stödd á blótinu.

Innlent
Fréttamynd

Ný krydd í skuldasúpuna

Á dagskrá fundar borgarstjórnar í dag eru mörg mál sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram á yfirstandandi kjörtímabili. Málaskráin varpar meðal annars ljósi á tillögur sem fulltrúar flokksins hafa hingað til lagt fram svo að hægt sé að ná tökum á rekstri Reykjavíkurborgar.

Skoðun
Fréttamynd

Þing­manni blöskrar viðbragðsleysi skóla­stjóra

Jón Pétur Zimsen, fyrrverandi skólastjóri og núverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega viðbrögð stjórnvalda og skólayfirvalda við alvarlegum agavanda í Breiðholtsskóla. Hann segir það óboðlegt að ofbeldismenningu hafi verið leyft að grassera þar árum saman án raunverulegra úrbóta.

Innlent
Fréttamynd

Fimmta til­raun til að leyfa ráð­stöfun útvarpsgjalds til annarra fjöl­miðla

Hópur þingmanna Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins vilja að greiðendum útvarpsgjalds verði heimilt að ráðstafa hluta gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali, annarra en ríkisútvarpsins. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni en þetta er í fimmta sinn sem þingsályktunartillaga þess efnis er flutt á Alþingi en hefur aldrei náð fram að ganga.

Innlent
Fréttamynd

Orð skulu standa

Það er freistandi fyrir stjórnmálamenn, sérstaklega í aðdraganda kosninga, að lofa hinu og þessu eða segjast ætla að gera flest fyrir marga og þannig sópa að sér atkvæðum hjá vongóðum kjósendum. Þessi hegðun getur þó skaðað mikið, bæði fyrir þann sem skapar væntingar og þá sem verða fyrir vonbrigðum. Ein okkar mikilvægasta stétt, kennarar, er því miður á leið í verkfall, enn á ný, því óralangt virðist vera á milli deiluaðila.

Skoðun
Fréttamynd

„Verður að skýrast í þessari viku“

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík leggur fram hátt í tuttugu tillögur á borgarstjórnarfundi á morgun. Oddvitar þeirra flokka sem eru í meirihlutaviðræðum hafa farið fram á að fundurinn verði bjöllufundur sem hefur í för með sér að fundinum verður frestað. Forseti borgarstjórnar segir brýnt að niðurstaða náist í viðræðunum í þessari viku.

Innlent
Fréttamynd

Stéttin sem Sjálf­stæðis­flokkurinn kaus að yfir­gefa

Þann 27. nóvember síðastliðinn sendi ég grein inn á Vísi: „Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið?“ HVIN-ráðherrann Áslaug Arna svaraði greininni daginn eftir með greininni „Pólitík í pípunum“. 

Skoðun
Fréttamynd

Sam­einandi afl í skot­gröfunum?

Meðal þess sem vakti athygli á fundi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll í janúar, þar sem hún lýsti yfir framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins, var að þar voru ýmsir einstaklingar sem þekktir hafa verið fyrir það að styðja Guðlaug Þór Þórðarson. Hafði Áslaug orð á þessu í fjölmiðlum og lýsti ánægju sinni með það.

Skoðun
Fréttamynd

Furðar sig á seina­gangi meirihlutaviðræðna

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, segir engan kalla eftir vinstri meirihluta í borginni. Það hafi verið mikil vonbrigði að slitnað hafi upp úr viðræðum hennar og hægri flokkanna sem hún segir gamaldagskreddutal bera ábyrgð á.

Innlent
Fréttamynd

Sann­leikurinn um undir­búning útlendingafrumvarpsins

Það kemur núverandi ríkisstjórn eflaust á óvart hversu miklar kröfur eru gerðar til valdhafanna. Það er eðlilegt og þess vegna þykir mér bagalegt þegar ráðherrar fara með ósannindi um störf forvera sinna. Í grein núverandi dómsmálaráðherra sem birtist á Vísi í gær kemur fram að engin vinna hafi átt sér stað við undirbúning frumvarps um afturköllun á alþjóðlegri vernd einstaklinga sem hafa gerst sekir um alvarleg brot. Þetta er einfaldlega rangt.

Skoðun