Skattar og tollar

Fréttamynd

Norska skatta­flótta­fólkið og fyrir­heitna landið Ís­land

Ísland er nú orðið fyrirheitna landið í augum ríkasta fólks Noregs sem hefur á undanförnum mánuðum flúið land í stórum stíl. Eða réttara sagt fyrirtækjarekstur á Íslandi er það sem heillar því þetta fólk ætlar ekki að borga skatt hér, frekar en í heimalandi sínu.

Skoðun
Fréttamynd

Eru fasteignagjöld há á Íslandi?

Í kjölfar sveitarstjórnarkosninga í maí sl. og birtingar fasteignamats fyrir árið 2023 varð þónokkur umræða um þróun fasteignamats og álagningarhlutföll sveitarfélaga. Sú umræða hefur farið af stað að nýju samhliða fjárhagsáætlunargerð sveitarfélaganna.

Skoðun
Fréttamynd

Skatta­málum Sam­herja lokið með sátt

Skatturinn hefur lokið rannsókn sem tók til bókhalds og skattskila samstæðu Samherja hf. árin 2010-2018 þar sem öll gögn í rekstri þeirra félaga voru ítarlega yfirfarin. Úttektinni lýkur í sátt á milli skattrannsóknarstjóra og Samherja. Þessar málalyktir felast í endurálagningu Skattsins á félög í samstæðu Samherja vegna rekstraráranna 2012-2018.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krefjast fundar með ráðherrum sem allra fyrst vegna tolla

VR, Landssamband íslenzkra verzlunarmanna, Rafiðnaðarsambandið og Félag atvinnurekenda hafa óskað eftir fundi með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra til að ræða lækkun og niðurfelllingu tolla í þágu neytenda.

Neytendur
Fréttamynd

Margvíslegar verðhækkanir um áramót

Landsmenn geta átt von á margvíslegum verðhækkunum um áramótin en misjafnt er hvað snertir hvern. Vísir fór á stúfana og skautaði yfir landslagið hvað varðar verðhækkanir á þjónustu á landinu. Eðli máls samkvæmt er listinn þó langt í frá tæmandi.

Neytendur
Fréttamynd

Fasteignaskattur í Reykjavík hækkar um tuttugu þúsund krónur á íbúð

Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði í Reykjavík hækkar um 21 prósent að meðaltali núna um áramótin, og á sérbýli um 25 prósent. Borgin er eina stóra sveitarfélagið sem lætur fordæmalausa hækkun fasteignamats leggjast af fullum þunga á þegna sína. Eftir sem áður verður Reykjavík ekki með hæstu fasteignaskattana á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Skál fyrir þér Bjarni

Í september 2019 var Bjarni Ben staddur á Nordica að panta sér bjór. Þessi bjór varð til þess að frétt birtist í Fréttablaðinu þar sem Bjarni tjáir sig um það að honum finnst áfengisverð á Íslandi of hátt. Hann segir að ferðaþjónustan þurfi að vera samkeppnishæf þegar kemur að verðlagningu.

Skoðun
Fréttamynd

Gefa grænt ljós á kyn­lífs­dúkkur

Suður-Kóreumenn mega nú flytja inn kynlífsdúkkur í fullri stærð eftir að tollyfirvöld ákváðu að banna þær ekki lengur á grundvelli almenns siðferðis. 

Erlent
Fréttamynd

Efst í huga við ára­mót

Þrátt fyrir lækkun bankaskattsins eru sérstakir skattar á fjármálafyrirtæki enn miklu hærri en í nágrannalöndunum. Verkefni stjórnvalda ætti fremur að vera að halda áfram lækkun þessara sérstöku skatta en að hækka þá á ný. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi þess að íslensk fjármálafyrirtæki búi ekki við auknar álögur, hvort sem er í formi skatta eða reglna, sem skekkir samkeppnishæfni þeirra.

Umræðan
Fréttamynd

Gjaldahækkanir dynja á bíleigendum um áramót

Álögur á bíleigendur um áramótin hækka mun meira en sem nemur verðlagshækkunum, samkvæmt bandormi ríkisstjórnarinnar, sem Alþingi samþykkti fyrir helgi. Talsmaður FÍB segir skattahækkanirnar bitna verst á íbúum dreifbýlisins, sem þurfa að sækja þjónustu um langan veg.

Neytendur
Fréttamynd

Gríðarleg lækkun á tollum skili sér ekki til neytenda

Tollar á frönskum kartöflum hafa verið lækkaðir um þrjátíu prósentustig en eru enn hæstu tollar sem finnast á Íslandi. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir tollalækkunina ekki skila sér til neytenda í lægra verði heldur auknu framboði.

Innlent
Fréttamynd

Norðmenn flýja auðlegðarskatt

Norskt stóreignafólk færir nú lögheimili sitt frá Noregi í unnvörpum í kjölfar nýsamþykktra breytinga á skattalögum þar í landi. Samkvæmt lögunum verður lagður skattur á hreina eign umfram því sem nemur um 25 milljónum íslenskra króna.

Innherji
Fréttamynd

Stóra fröllu­málið: Tolla­lækkun „lítið skref fyrir Al­þingi en stórt skref fyrir franskar kar­töflur“

Atkvæðagreiðsla um fjárlagabandorminn fer fram í dag. Meðal þeirra mála sem þingmenn hafa greitt atkvæði um er breytingartillaga Jóhanns Páls Jóhannssonar um lækkun á frönskutolli úr 76 prósentum í 46 prósent. Tollurinn er sá hæsti í prósentum talið á matvöru í íslensku tollskránni. Breytingartillagan var samþykkt með 57 atkvæðum og er ekki laust við að ákveðinn galsi hafi látið á sér kræla á þinginu þegar umræða um málið fór fram.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Blómstrið er dýrt eða ekki til – á ábyrgð stjórnvalda

„... og blómstrið það á þrótt / að veita vor og yndi / um vetrar miðja nótt,“ segir í jólasálmi Matthíasar Jochumssonar. Sjálfsagt eru fleiri en greinarhöfundur sem finnst gaman að lífga upp á skammdegið með nýskornum jólatúlipönum. Nú bregður hins vegar svo við að sáralítið af innlendum túlipönum sést í verzlunum þótt komið sé fram í miðjan desember.

Skoðun
Fréttamynd

Má gagnrýna Skattinn?

Það gefur auga leið að ef skattborgarar og ráðgjafar þeirra beita öðrum lögskýringarsjónarmiðum en kann að tíðkast hjá Skattinum þá er eitthvað að. Fjöldi deilumála og kröfur um réttaröryggi á þessu sviði leiða til þess að það þarf að athuga hvort kenning um mismunandi viðhorf til lögskýringa sé mögulega rétt og hvort það kunni að vera skýring á fjölda dómsmála sem snúast fyrst og fremst um lögskýringar í skattarétti.

Umræðan
Fréttamynd

Nei, veiði­gjöld eru ekki að hækka!

Ríkisstjórnin eru ekki að hækka veiðigjöld þó annað megi lesa úr umræðunni. Bara alls ekki og þvert á móti. Þau eru að bæta stöðu fjárlaga fyrir næsta ár með því fresta lækkun veiðigjalda og dreifa henni á næstu 5 ár þar á eftir.

Skoðun
Fréttamynd

Marg­dæmdum skatt­svikara gert að greiða 130 milljónir

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Jón Arnar Pálmason í 24 mánaða fangelsi, þar af 21 mánuð skilorðsbundinn, fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Jón Arnar þarf einnig að greiða 131 milljón í sekt til ríkissjóðs auk málsvarsþóknunar verjanda síns.

Innlent
Fréttamynd

Höfuðborg hárra skatta

Fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fyrir næsta ár líta dagsins ljós ein af annarri þessa dagana. Á höfuðborgarsvæðinu er mikill meirihluti allra fyrirtækja í landinu rekinn og atvinnurekendur fylgjast af miklum áhuga með tillögum um skatta á atvinnuhúsnæði, sem sveitarfélögin hyggjast leggja á.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkið sýknað á ný af milljóna­kröfu Sigurðar G.

Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson beið á ný í lægri hlut í dómsmáli sem hann höfðaði á hendur íslenska ríkinu vegna úrskurðar ríkisskattstjóra frá 2018 vegna vangoldinna skatta. Sigurður krafðist rúmlega 25 milljóna króna auk dráttarvaxta. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms að öðru leyti en um málskostnað og féll hann niður á báðum dómstigum.

Innlent
Fréttamynd

Hvað næst? Sykur­skattur?

Fyrirætlanir stjórnvalda um veggjöld fela einfaldlega í sér skattahækkun. Bifreiðaeigendum, sem þegar eru að greiða háar fjárhæðir til hins opinbera vegna bifreiða sinna, verður þannig gert að greiða enn meira með þeim rökum að eigendur annarra bifreiða séu ekki lengur að gera það. Skilaboðin til þeirra eru þau að vilji þeir losna við þessa auknu skattheimtu geti þeir einfaldlega bara keypt sér öðruvísi bifreiðar.

Skoðun