Brennslan

Fréttamynd

Fyrr­verandi um­boðs­maður Ray J segist eiga annað kyn­lífs­­mynd­band af Kim

Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir fer yfir allt það helsta í Hollywood í Brennslutei vikunnar á þriðjudögum. Í þessari viku fer hún meðal annars yfir Emmy verðlaunin og þann orðróm að Justin Bieber eigi von á barni. Þá segir Birta einnig frá umboðsmanni nokkrum sem segist eiga annað kynlífsmyndband af raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian.

Lífið
Fréttamynd

„Ég fór eiginlega óvart inn í þetta“

„Þetta er eiginlega mitt lyf, þetta eru einu mómentin sem ég er chillaður í höfðinu. Þetta er mitt zen, ég er eiginlega bara í hugleiðslu í sautján tíma,“ segir hlauparinn og þjálfarinn Davíð Rúnar Bjarnason, sem um helgina tók þátt í krefjandi 112 kílómetra fjallahlaupi í Lúxemborg.

Heilsa
Fréttamynd

Reiknaði út með­göngu­lengd Kyli­e Jenner út frá nöglunum hennar

Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir fer yfir allt það helsta í Hollywood í Brennslutei vikunnar á þriðjudögum. Í þessari viku fer hún meðal annars yfir dressin á Met Gala, trúlofun Britney Spears og drama á MTV tónlistarhátíðinni. Þá segir Birta einnig frá rannsóknarvinnu sem hún lagðist í til að reikna út meðgöngulengd Kylie Jenner.

Lífið
Fréttamynd

Fólk miklar oft fyrir sér að byrja að fjárfesta

„Við erum í fyrsta skipti sem land í lágvaxtaumhverfi og getum ekki lengur sett peninginn okkar inn á innlánsreikning og treyst því að hann muni skila okkur vöxtum,“ segir Aníta Rut Hilmarsdóttir frá Fortuna Invest.

Lífið
Fréttamynd

Gummi Emil trúir ekki á boð og bönn

„Alltof algeng mistök hjá fólki, sérstaklega núna, er að byrja of hratt. Það er kannski búið að fá sér bjór þrjá til fjóra daga í viku og fer svo beint í átak,“ segir einkaþjálfarinn Guðmundur Emil í samtali við Brennsluna á FM957.

Lífið
Fréttamynd

Friðrik Dór les upp andstyggileg ummæli um sig

Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson kynnti lagið Hvílíkur dagur í Brennslunni í dag. Lagið var frumflutt í þættinum og kemur á allar streymisveitur á morgun en það er Pálmi Ragnar sem gerði lagið með Frikka. 

Tónlist
Fréttamynd

Jói Fel var fimm daga að mála andlitsmynd af Rikka

Leynigestur vikunnar í Brennslunni var myndlistarmaðurinn Jóhannes Felixsson eða Jói Fel eins og hann er gjarnan kallaður. Þau Kristín Ruth og Rikki G fengu tíu spurningar til að finna út hver leynigesturinn væri eins og heyra má í meðfylgjandi klippu.

Lífið