

Aron Elís Þrándarson og félagar hans í OB þurftu að horfa á eftir tveimur stigum er liðið missti niður 2-0 forystu gegn Randers í 2. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.
Það var Íslendingaslagur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta er Silkeborg vann óvæntan 3-1 útisigur á Midtjylland í kvöld.
Nokkrir íslenskir knattspyrnumenn voru í eldlínunni í Noregi og í Danmörku í dag.
Nýliðar Horsens gerðu sér lítið fyrir og unnu dönsku meistarana í FCK á þeirra eigin heimavelli í fyrstu umferð deildarinnar, 0-1.
Íslendingaliðin Lyngby og Silkeborg skildu jöfn í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í dag, 2-2.
Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland, var í marki liðsins í 1-1 jafntefli liðsins gegn Randers í opnunarleik dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.
Danska úrvalsdeildarfélagið AGF hefur staðfest að enski miðjumaðurinn Jack Wilshere verði ekki áfram á mála hjá félaginu. Hann samdi við AGF í febrúar á þessu ári en samningur hans verður ekki endurnýjaður.
Alfreð Finnbogason æfir þessa dagana með lærisveinum Freys Alexanderssonar hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby.
Alfreð Finnbogason æfir með lærisveinum Freys Alexanderssonar hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Gæti Alfreð spilað æfingaleik með liðinu á föstudaginn kemur.
Fjöldi liða virðist hafa áhuga á íslenska landsliðsmanninum Mikael Neville Anderson sem leikur með danska úrvalsdeildarfélaginu AGF.
Elías Rafn Ólafsson, markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Midtjylland, lék í dag sinn fyrsta leik í um það bil þrjá mánuði þega hann spilaði fyrri hálfleikinn í 3-2 sigri í æfingaleik liðsins gegn OB.
Freyr Alexandersson, knattspyrnustjóri Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, hvetur Jón Dag Þorsteinsson til að samþykkja tilboð sitt hið snarasta.
Landsliðsmaðurinn Guðmundur Þórarinsson mun ekki leika áfram með danska úrvalsdeildarliðinu AaB frá Álaborg þar sem félagið hefur ákveðið að framlengja ekki samning hans.
Freyr Alexandersson hefur þegar hafið undirbúning fyrir sitt fyrsta tímabil með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann er við það að fá markahæsta leikmann B-deildarinnar til liðs við félagið sem þýðir aukin samkeppni fyrir Sævar Atla Magnússon.
Freyr Alexandersson stýrði Lyngby upp úr dönsku B-deildinni á sínu fyrsta tímabilið með liðið. Lyngby endaði á endanum í öðru sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir toppliði Horsens.
Lærisveinar Freys Alexanderssonar hjá Lyngby báru sigurorð af Frederica með einu marki gegn einu þegar liðin mættust í lokaumferð dönsku B-deildarinnar í fótbolta karla í dag.
Óskar Hrafn Þorvaldsson er meðal þeirra sem er orðaður við þjálfarastöðu Íslendingaliðs AGF í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Midtjylland er danskur bikarmeistari í fótbolta eftir sigur á OB í vítaspyrnukeppni eftir að liðin gerðu 0-0 jafntefli í úrslitaleiknum í Kaupmannahöfn í dag. Hinn 37 ára gamli David Ousted var hetja Midtjylland.
Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Lyngby munu leika í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á næstu leiktíð. Sætið var tryggt með 1-1 jafntefli gegn Nyköbing á útivelli í kvöld. Þá lagði Aron Sigurðarson upp eitt marka Horsens er liðið vann 4-0 útisigur á Fredericia og tryggði sér einnig sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Sveitungarnir af Skaganum, Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson, fögnuðu danska meistaratitlinum í fótbolta í gær.
FCK tryggði sér danska meistaratitilinn í fótbolta í dag þegar lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar fór fram.
Lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta hófst í dag. Í dag var fall-umspilið klárað en á morgun kemur í ljóst hvaða lið verður meistari. Íslendingalið FC Kaupmannahafnar er með pálmann í höndunum.
Aron Sigurðarson og félagar í Horsens eru einu stigi frá sæti í efstu deild danska fótboltans en Lyngby þarf tvö stig í viðbót til að tryggja sér hitt lausa sætið.
Íslendingalið Viking er komið á topp Eliteserien, norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Þá virðist sem Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Silkeborg séu komnir í sumarfrí eftir að ljóst var að liðið endar í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.
Hvorki gengur né rekur hjá AGF. Liðið tapaði 1-0 fyrir Viborg og er enn í fallhættu þó markatala liðsins virðist ætla að halda því í efstu deild. Þá tapaði Álaborg fyrir Bröndby á heimavelli.
FC Kaupmannahöfn vann gríðarlega mikilvægan 2-0 útisigur á Randers í baráttunni um danska meistaratitilinn í fótbolta. Hákon Arnar Haraldsson kom FCK á bragðið en liðið er nú hársbreidd frá því að vinna dönsku úrvalsdeildina.
Íslendingalið Lyngby undir stjórn Freys Alexanderssonar endrheimti toppsæti dönsku B-deildarinnar í fótbolta er liðið vann 1-0 sigur á heimavelli gegn Hvidovre í kvöld.
Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael Anderson léku báðir allan leikinn í liði AGF er liðið mátti þola 1-0 tap gegn Vejle í fallbaráttu dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.
Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði tvö mörk í 2-1 sigri FC Kaupmannahöfn á Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Atli Barkarson var í byrjunarliði SönderjyskE og spilaði í 91 mínútu áður en honum var skipt af leikvelli í 1-1 jafntefli gegn Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.