
Þýski handboltinn

Kjóstu Gísla Þorgeir sem leikmann ársins í Þýskalandi
Miðjumaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er tilnefndur sem leikmaður ársins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Neðar í fréttinni má finna hlekk þar sem hægt er að kjósa þennan íslenska miðjumanninn.

Gísli Þorgeir með stoðsendinga-sýningu í lokaleik tímabilsins
Þýsku úrvalsdeildinni í handbolta lauk í dag með þónokkrum leikjum. Gísli Þorgeir Kristjánsson fór mikinn í fimm marka sigri Magdeburg á Wetzlar á útivelli. Íslendingaliðinu tókst ekki að verja titil sinn og stóð Kiel uppi sem Þýskalandsmeistari að þessu sinni.

„Þá er maður kominn með alvöru stimpil á sig“
„Tímabilið er búið að vera frábært. Að sama skapi hefur lítið vantað upp á til að þetta væri gjörsamlega sturlað tímabil. Við verðum að öllum líkindum jafnir Kiel að stigum í deildinni en þeir vinna á markatölu.“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson sem var valinn leikmaður ársins hjá þýska handboltaliðinu Magdeburg fyrr í dag.

Lagði allt í sölurnar fyrir jafnvel eitt prósent líkur á að ná Final Four
Flestir ráku upp stór augu þegar þeir lásu fréttina um að Gísli Þorgeir Kristjánsson væri í leikmannahópi Magdeburg gegn Stuttgart í gær, mánuði eftir að félagið sagði að tímabilinu hjá honum væri lokið vegna meiðsla. Hann gerði gott betur en að vera á skýrslu, spilaði gegn Stuttgart og er klár fyrstu stærstu helgi ársins í handboltanum, úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu.

Guðjón Valur valinn þjálfari ársins í Þýskalandi
Guðjón Valur Sigurðsson var í kvöld valinn þjálfari ársins í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Guðjón Valur hefur gert frábæra hluti með nýliða Gummersbach á tímabilinu.

Gísli Þorgeir sneri aftur þegar Magdeburg tryggði sér Meistaradeildarsæti
Gísli Þorgeir Kristjánsson sneri nokkuð óvænt aftur á völlinn með Magdeburg þegar liðið vann öruggan sigur á Stuttgart á heimavelli í dag. Magdeburg eygir enn von um þýska titilinn.

Undraverður bati Gísla sem afsannaði orð Magdeburg
Þvert á það sem að þýska handknattleiksfélagið Magdeburg hafði sagt fyrir mánuði síðan er tímabilinu ekki lokið hjá landsliðsmanninum Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. Hann getur því verið með um Final Four helgina í Köln, þegar úrslitin ráðast í Meistaradeild Evrópu.

Kiel með níu fingur á titlinum eftir stórsigur
Kiel er komið með níu fingur á þýska meistaratitilinn í handknattleik eftir stórsigur á Wetzlar í kvöld. Kiel gæti orðið meistari á morgun ef Magdeburg vinnur ekki sigur í sínum leik.

Arnar Freyr fór mikinn í sigri Melsungen
Nokkrir leikir voru á dagskrá í þýska handboltanum í dag og nú sem áður fyrr voru Íslendingar áberandi í leikjum deildarinnar.

Díana Dögg allt í öllu er Zwickau bjargaði sér frá falli
Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði sex mörk og gaf fimm stoðsendingar er lið hennar Zwickau gulltryggði sæti sitt í þýsku úrvalsdeildinni með sigri í tveggja leikja einvígi við Göppingen.

Tíu íslensk mörk í þýsku deildinni
Arnar Freyr Arnarsson og Arnór Þór Gunnarsson áttu fína leiki fyrir sín lið í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Magdeburg jafnaði Kiel að stigum á toppnum með stórsigri á Minden.

Fjögur mörk Díönu Daggar í sigri
Díana Dögg Magnúsdóttir og liðsfélagar hennar í Zwickau unnu þriggja marka sigur á Göppingen í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Ljónin unnu stórsigur í Íslendingaslag
Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen unnu níu marka stórsigur er liðið heimsóitti Íslendingalið MT Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 25-34.

Þjálfari Teits sár og svekktur út í vinnuveitendur sína
Handboltaþjálfarinn Mark Bult segir vinnuveitendur sína hjá Flensburg, sem Teitur Örn Einarsson leikur með, aldrei hafa gefið sér raunverulegt tækifæri á að sanna sig.

Refirnir með góðan sigur í Hannover
Kiel er á ný komið í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir stórsigur á Erlangen í dag. Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein-Neckar Löwen unnu góðan útisigur á Hannover-Burgdorf.

Magdeburg á toppinn án Íslendinganna
Magdeburg er komið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir tveggja marka sigur á Flensburg á heimavelli. Kiel getur náð toppsætinu á nýjan leik með sigri á Erlangen síðar í dag.

Hinn íslenskættaði Hans Óttar sló ótrúlegt met
Íslenskættaði handboltamaðurinn Hans Óttar Lindberg er orðinn markahæsti leikmaðurinn í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar og hefur hann þar með slegið 15 ára gamalt met sem var áður í eigu Kyung-Shin Yoon.

Sandra öflug í risasigri
Metzingen vann í kvöld sautján marka sigur á botnliði Waiblingen í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Góður leikur Elliða Snæs í sigri Gummersbach
Gummersbach vann góðan sigur á Bergischer þegar liðin mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Þá unnu lærisveinar Rúnar Sigtryggssonar sömuleiðis sigur.

Hafnaði Íslandi til að taka við Flensburg
Danski handknattleiksþjálfarinn Nicolej Krickau verður næsti þjálfari þýska stórliðsins Flensburg eftir hafa stýrt dönsku meisturunum í GOG síðustu ár.

Arnór og félagar settu strik í reikninginn í toppbaráttu Füchse Berlin
Arnór Þór Gunnarsson og félagar hans í Bergischer unnu óvæntan fjögurra marka sigur er liðið tók á móti toppbaráttuliði Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 34-30.

Sjöunda tapið í röð hjá Ými og félögum
Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen máttu þola tveggja marka tap er liðið tók á móti Íslendingalausu Íslendingaliði Magdeburg í dag. Lokatölur 35-37, og Ýmir og félagar hafa nú tapað sjö deildarleikjum í röð.

Díana Dögg markahæst þegar Eyjakonurnar mættust í Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og stöllur í Metzingen höfðu betur gegn Sachen Zwickau í efstu deild kvenna í handbolta í Þýskalandi. Díana Dögg Magnúsdóttir leikur með Zwickau og var markahæsti leikmaður liðsins.

Svona braut Gísli ökklann
Gísli Þorgeir Kristjánsson og þýska liðið Magdeburg hafa orðið fyrir áfalli því nú er ljóst að 23 ára landsliðsmaður í handbolta ökklabrotnaði í leik í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.

Teitur og félagar halda í við toppliðin eftir risasigur í Íslendingaslag
Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg unnu afar sannfærandi 14 marka sigur er liðið heimsótti Svein Jóhannsson og félaga hans í Minden í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 27-41.

Gríðarleg spenna í Þýskalandi: Gísli Þorgeir með 4 mörk í sigri
Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í handbolta, Gísli Þorgeir Kristjánsson, skoraði fjögur mörk í sigri Magdeburg á Bergischer í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn er mikilvægur fyrir Magdeburg sem reynir að skáka Kiel á toppi deildarinnar.

Veikur Teitur kom ekkert við sögu í tapi Flensburg
Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í handbolta, Teitur Örn Einarsson, kom ekkert við sögu í tapi Flensburg gegn Fusche Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Flensburg lagði Íslendingaliðið og er með í titilbaráttunni
Lið Flensburg er enn með í toppbaráttunni í þýska handboltanum en liðið vann sigur á Íslendingaliðinu Melsungen í kvöld. Þá vann Bergischer sigur á Leipzig í öðrum Íslendingaslag.

Gísli Þorgeir öflugur þegar Magdeburg burstaði lærisveina Ólafs
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir Magdeburg sem vann stórsigur á lærisveinum Ólafs Stefánssonar í Erlangen. Þá tapaði Íslendingaliðið Gummersbach naumlega gegn Hannover-Burgdorf.

„Gott fyrir mig að fá þetta mótlæti“
Landsliðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason segir að það hafi verið rétt skref fyrir sig á sínum tíma að fara úr efstu deild á Íslandi til stórliðs Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi.