Viðskipti Kaupin á Somerfield í uppnámi Kaupin á Somerfield-verslanakeðjunni komust í uppnám um helgina eftir að eigendur Baugs voru ákærðir fyrir auðgunarbrot og fleira, samkvæmt breskum fjölmiðlum. Samkvæmt þeim á Jón Ásgeir Jóhannesson að hafa boðist til að draga sig út úr tilboði sem fyrirtækið hefur gert ásamt fleirum í Somerfield. Innlent 13.10.2005 19:27 Peningaþvætti ekki í ákæruliðunum Peningaþvætti kemur ekki fyrir í ákæruliðunum í Baugsmálinu. Ríkislögreglustjórinn fékk fyrir rúmum fjórtán mánuðum aðgang að gögnum Kaupþings í Lúxemborg um reikninga fyrirtækja Baugs á þeim forsendum að sterkur grunur léki á peningaþvætti. Innlent 13.10.2005 19:27 Stefnir Jónatani og Jóni Ásgeiri Jón Gerald Sullenberger ætlar að stefna Jónatani Þórmundssyni lagaprófessori fyrir meiðyrði í lögfræðiáliti sem hann samdi fyrir Baug. Jón Gerald ætlar líka að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra fyrir brot á samkomulagi um að tjá sig ekki opinberlega. Innlent 13.10.2005 19:27 Nýtt lyf á markað í Þýskalandi Actavis hefur sett nýtt samheitalyf á markað í Þýskalandi í gegnum dótturfélag sitt, Medis. Er það blóðþrýstingslyfið Benazepril Hydrochlorothiazide sem framleitt er í töfluformi. Er búist við að lyfið verði mikilvæg viðbót við lyfjasafn Actavis. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41 BNA komin niður í 4.-5. sætI Bandaríkin eru komin niður í fjórða til fimmta sæti yfir þýðingarmestu útflutningsmarkaði Íslendinga, samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Bretland er þýðingarmesti markaður okkar með 18 prósent, Þýskaland næst með 16 prósent, Holland í þriðja sæti með 13 prósent og svo koma Norðurlönd og Bandaríkin næst með níu prósent hvort svæði. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:27 Glannaskapur í rekstri FL Group Glannaskapur í rekstri fyrirtækisins er ástæða þess að þrír stjórnarmenn FL Group sögðu sig úr stjórninni í gær. Deilt hefur verið um hvernig haga skuli rekstrinum en hluthafafundur hefur verið boðaður þann 9. júlí næstkomandi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:27 Sögðu sig úr stjórn FL Group Þrír stjórnarmenn í stjórn FL Group, sem rekur meðal annars Flugleiðir, sögðu sig úr stjórninni í gær vegna óánægju með störf Hannesar Smárasonar stjórnarformanns. Morgunblaðið greinir frá þessu og jafnframt að fjárfestingafélagið Saxsteinn hafi selt fjórðungshlut sinn í FL Group. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:26 Skipt um alla nema Hannes? Búist er við að skipt verði um alla stjórnarmenn í FL Group, nema stjórnarformanninn, á væntanlegum hluthafafundi. Þrír stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni í gær, m.a. vegna ágreinings við stjórnarformanninn um reksturinn og hlutaféð á bakvið hina þrjá hefur verið selt. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:27 Lækkandi olíuverð Olíuverð hefur lækkað á ný eftir að hafa farið upp í sextíu dollara á fatið á heimsmarkaði. Sérfræðingar telja þó víst að þetta vari ekki lengi og að verðið fari upp í sextíu og fimm dollara þegar í næsta mánuði. Viðskipti erlent 13.10.2005 19:26 Stefnir Landsbankanum og ríkinu Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna hefur ákveðið að stefna Landsbanka Íslands, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra vegna vaxandi skuldbindinga sjóðsins, en þær má að umtalsverðu leyti rekja til launaskriðs meðal bankamanna í kjölfar einkavæðingar ríkisbankanna. Stefna sjóðsins var afhent forsvarsmönnum Landsbankans á þriðjudag. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:26 Óljóst hverjir seldu hlut sinn Enn er óljóst hverjir seldu hluti í Íslandsbanka í gær og hvort viðskiptin breyta valdahlutföllum í stjórn bankans. Eins og við greindum frá í gær skiptu bréf upp á níu og hálfan milljarð um hendur í gær. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:26 Engin afstaða til Finns og Halldórs Tveir hæstaréttarlögmenn hafa skilað álitsgerð sem þeir voru fengnir til að vinna að beiðni stjórnarandstöðunnar. Þeir telja margt í minnisblaði Ríkisendurskoðunar frá því um miðjan mánuðinn verulegum annmörkum háð. Bent er á sterk tengsl Halldórs Ásgrímssonar og Finns Ingólfssonar. Innlent 13.10.2005 19:26 Nýtt Samkeppniseftirlit Eitt brýnasta verkefni samkeppniseftirlitsins verður að auka gagnsæi í stjórnum og eignatengslum fyrirtækja að mati Páls Gunnars Pálssonar forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Það mun í auknum mæli stuðla að fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðum til að koma í veg fyrir samkeppnisbrot. Sjötíu mál eru nú til meðferðar hjá samkeppnisyfirvöldum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:26 Fá tíu milljóna eingreiðslu Eigendur stofnfjár í Sparisjóði Hafnarfjarðar, sem hafa samþykkt að selja bréf sín að fengnu samþykki stjórnar, hafa fengið 10 milljón króna eingreiðslu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Talið er að um 30 stofnfjáreigendur hafi fallist á að selja bréf sín, þar á meðal nokkrir sem kusu ekki núverandi stjórn á síðasta aðalfundi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:26 Segja ríkið bera ábyrgðina Stjórnendur Landsbankans telja bankann enga ábyrgð bera á hækkun lífeyrisskuldbindinga Lífeyrissjóðs bankamanna vegna launahækkana eftir einkavæðingu bankans. Eðlilegt sé að krafan um bakábyrgð beinist að ríkinu en ekki Landsbankanum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:26 Töluverð viðskipti með bréf ÍSB Töluverð viðskipti hafa verið með hlutabréf Íslandsbanka á Kauphöll Íslands í morgun. Alls skiptu hlutabréf að virði 9,5 milljarðar króna um hendur en hvorki er vitað hver keypti né hver seldi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:26 50 milljóna starfslokasamningur Björn Ingi Sveinsson, sem var sagt upp störfum sem sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Hafnarfjarðar eftir hallarbyltingu í sjóðnum, kann að fá 50 milljónir króna í starfslokagreiðslur fyrir fjögurra mánuða starf. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:26 Búnaðarbanki ekki í ársreikningi Eignarhlutar þýska bankans Hauck&Aufhäuser í Búnaðarbankanum er ekki getið í ársreikningi hans eins og gefið var í skyn í tilkynningu frá bankanum á mánudag sem var send fjölmiðlum á ensku og íslensku. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:26 Fjármálaeftirlit í fullum rétti Fjármálaeftirlitið segist í fullum rétti með að afla sér upplýsinga um væntanleg kaup í fjármálafyrirtækjum. Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar telur að eftirlitið hafi hugsanlega farið út fyrir valdsvið sitt með bréfi til stofnfjárfesta í sjóðnum. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41 Sniðgangi tilmæli eftirlitsins Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar telur að Fjármálaeftirlitið hafi ekki lagalegar heimildir til að krefja hvern einasta stofnfjáreiganda um upplýsingar um eign sína. Þá mælist sjóðsstjórnin óbeint til þess að þeir sniðgangi tilmæli Fjármálaeftirlitsins en feli sjóðsstjórninni að eiga samskipti við opinberar eftirlitsstofnanir. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:25 Hefur ekki lagalegar heimildir Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar telur að Fjármálaeftirlitið hafi ekki lagalegar heimildir til að beita stofnfjáreigendur dagsektum, gera leit hjá þeim eða leggja hald á gögn eins og Fjármálaeftirlitið gat um í bréfi sínu til stofnfjáreigenda fyrir helgi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:25 Stóðum við skuldbindingar Hlutabréf þýska bankans Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum og síðar KB banka voru færð í reikninga fyrirtækisins meðan þau voru í eigu hans segir í yfirlýsingum frá Peter Gatti, framkvæmdastjóra Hauck & Aufhäuser, sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:25 Flutti viðskiptin úr SPH Bæjarsjóður Hafnarfjarðar hefur flutt bankaviðskipti sín úr Sparisjóði Hafnarfjarðar yfir í Kaupþing banka og sparar með því u.þ.b. sextíu milljónir króna í þjónustugjöld á ári, að sögn Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra í viðtali við fréttastofuna í morgun. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:25 Ört hækkandi verð á hráolíu Tunnan af hráolíu fór yfir sextíu dollara í dag og því er spáð að verðið kunni að hækka hratt á næstunni. Sérfræðingar við alþjoða hagfræðistofnunina í Kiel í Þýskalandi segja verðið geta farið upp í hundrað dollara fljótlega. Viðskipti erlent 13.10.2005 19:25 Fjármálaeftirlitið hótar húsleit Fjármálaeftirlitið telur að stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar kunni að hafa brotið lög með því að mynda hóp með samstilltum aðgerðum. Eftirlitið hótar stofnfjáreigendum dagsektum og að leitað verði að gögnum, og á þau lagt hald, þyki þess þörf við upplýsingaöflun. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:25 Ekkert stofnfé hafi verið selt Stjórnarformaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar, Páll Pálsson, segir að enginn stofnfjáreigandi hafi selt hlut sinn. Í yfirlýsingu sem hann sendi í gærkvöldi, fyrir hönd stjórnar sparisjóðsins, kemur fram að viðskipti með bréf séu háð samþykki stjórnar og að engin beiðni hafi borist stjórninni frá stofnfjáraðilum um að framselja bréf sín. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:25 Engir stofnfjárhlutir SPH seldir Engir stofnfjárhlutir í Sparisjóði Hafnarfjarðar hafa verið seldir. Þetta fullyrða innanbúðarmenn hjá sjóðnum á sama tíma og Fjármálaeftirlitið sér ástæðu til að kanna hvort viðskipti með stofnfé hafi farið fram Viðskipti innlent 13.10.2005 19:25 Alvarlegt samkeppnisbrot Símans Samkeppnisráð hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landssíminn hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að tvinna saman ólíka þjónustuhætti og veita tryggðarafslætti í svonefndu "Allt saman" tilboði. Samkvæmt úrskurði Samkeppnisráðs skekkti Landssíminn á alvarlegan hátt samkeppni á markaði og misnotaði markaðsráðandi stöðu sína. Innlent 13.10.2005 19:25 Spáir verðbólguhækkun upp á 1% Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga hækki um heilt prósentustig í næsta mánuði, fari úr 2,8 prósentum í 3,8 prósent. Ástæðurnar eru einkum hærra eldsneytisverð, matvöruverð og húsnæðisverð. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:24 Stofnfé sé eign allra Hafnfirðinga Þótt ekki sé verið að stela frá neinum, er þetta siðlaust og ætti ekki að líðast. Þetta segir Helgi í Góu, einn stofnfjáreigenda í Sparisjóði Hafnarfjarðar, um þá sem hafa selt hluti sína í sjóðnum. Hann segir stofnféð vera eign allra Hafnfirðinga. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:25 « ‹ 180 181 182 183 184 185 186 187 188 … 223 ›
Kaupin á Somerfield í uppnámi Kaupin á Somerfield-verslanakeðjunni komust í uppnám um helgina eftir að eigendur Baugs voru ákærðir fyrir auðgunarbrot og fleira, samkvæmt breskum fjölmiðlum. Samkvæmt þeim á Jón Ásgeir Jóhannesson að hafa boðist til að draga sig út úr tilboði sem fyrirtækið hefur gert ásamt fleirum í Somerfield. Innlent 13.10.2005 19:27
Peningaþvætti ekki í ákæruliðunum Peningaþvætti kemur ekki fyrir í ákæruliðunum í Baugsmálinu. Ríkislögreglustjórinn fékk fyrir rúmum fjórtán mánuðum aðgang að gögnum Kaupþings í Lúxemborg um reikninga fyrirtækja Baugs á þeim forsendum að sterkur grunur léki á peningaþvætti. Innlent 13.10.2005 19:27
Stefnir Jónatani og Jóni Ásgeiri Jón Gerald Sullenberger ætlar að stefna Jónatani Þórmundssyni lagaprófessori fyrir meiðyrði í lögfræðiáliti sem hann samdi fyrir Baug. Jón Gerald ætlar líka að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra fyrir brot á samkomulagi um að tjá sig ekki opinberlega. Innlent 13.10.2005 19:27
Nýtt lyf á markað í Þýskalandi Actavis hefur sett nýtt samheitalyf á markað í Þýskalandi í gegnum dótturfélag sitt, Medis. Er það blóðþrýstingslyfið Benazepril Hydrochlorothiazide sem framleitt er í töfluformi. Er búist við að lyfið verði mikilvæg viðbót við lyfjasafn Actavis. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41
BNA komin niður í 4.-5. sætI Bandaríkin eru komin niður í fjórða til fimmta sæti yfir þýðingarmestu útflutningsmarkaði Íslendinga, samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Bretland er þýðingarmesti markaður okkar með 18 prósent, Þýskaland næst með 16 prósent, Holland í þriðja sæti með 13 prósent og svo koma Norðurlönd og Bandaríkin næst með níu prósent hvort svæði. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:27
Glannaskapur í rekstri FL Group Glannaskapur í rekstri fyrirtækisins er ástæða þess að þrír stjórnarmenn FL Group sögðu sig úr stjórninni í gær. Deilt hefur verið um hvernig haga skuli rekstrinum en hluthafafundur hefur verið boðaður þann 9. júlí næstkomandi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:27
Sögðu sig úr stjórn FL Group Þrír stjórnarmenn í stjórn FL Group, sem rekur meðal annars Flugleiðir, sögðu sig úr stjórninni í gær vegna óánægju með störf Hannesar Smárasonar stjórnarformanns. Morgunblaðið greinir frá þessu og jafnframt að fjárfestingafélagið Saxsteinn hafi selt fjórðungshlut sinn í FL Group. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:26
Skipt um alla nema Hannes? Búist er við að skipt verði um alla stjórnarmenn í FL Group, nema stjórnarformanninn, á væntanlegum hluthafafundi. Þrír stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni í gær, m.a. vegna ágreinings við stjórnarformanninn um reksturinn og hlutaféð á bakvið hina þrjá hefur verið selt. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:27
Lækkandi olíuverð Olíuverð hefur lækkað á ný eftir að hafa farið upp í sextíu dollara á fatið á heimsmarkaði. Sérfræðingar telja þó víst að þetta vari ekki lengi og að verðið fari upp í sextíu og fimm dollara þegar í næsta mánuði. Viðskipti erlent 13.10.2005 19:26
Stefnir Landsbankanum og ríkinu Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna hefur ákveðið að stefna Landsbanka Íslands, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra vegna vaxandi skuldbindinga sjóðsins, en þær má að umtalsverðu leyti rekja til launaskriðs meðal bankamanna í kjölfar einkavæðingar ríkisbankanna. Stefna sjóðsins var afhent forsvarsmönnum Landsbankans á þriðjudag. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:26
Óljóst hverjir seldu hlut sinn Enn er óljóst hverjir seldu hluti í Íslandsbanka í gær og hvort viðskiptin breyta valdahlutföllum í stjórn bankans. Eins og við greindum frá í gær skiptu bréf upp á níu og hálfan milljarð um hendur í gær. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:26
Engin afstaða til Finns og Halldórs Tveir hæstaréttarlögmenn hafa skilað álitsgerð sem þeir voru fengnir til að vinna að beiðni stjórnarandstöðunnar. Þeir telja margt í minnisblaði Ríkisendurskoðunar frá því um miðjan mánuðinn verulegum annmörkum háð. Bent er á sterk tengsl Halldórs Ásgrímssonar og Finns Ingólfssonar. Innlent 13.10.2005 19:26
Nýtt Samkeppniseftirlit Eitt brýnasta verkefni samkeppniseftirlitsins verður að auka gagnsæi í stjórnum og eignatengslum fyrirtækja að mati Páls Gunnars Pálssonar forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Það mun í auknum mæli stuðla að fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðum til að koma í veg fyrir samkeppnisbrot. Sjötíu mál eru nú til meðferðar hjá samkeppnisyfirvöldum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:26
Fá tíu milljóna eingreiðslu Eigendur stofnfjár í Sparisjóði Hafnarfjarðar, sem hafa samþykkt að selja bréf sín að fengnu samþykki stjórnar, hafa fengið 10 milljón króna eingreiðslu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Talið er að um 30 stofnfjáreigendur hafi fallist á að selja bréf sín, þar á meðal nokkrir sem kusu ekki núverandi stjórn á síðasta aðalfundi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:26
Segja ríkið bera ábyrgðina Stjórnendur Landsbankans telja bankann enga ábyrgð bera á hækkun lífeyrisskuldbindinga Lífeyrissjóðs bankamanna vegna launahækkana eftir einkavæðingu bankans. Eðlilegt sé að krafan um bakábyrgð beinist að ríkinu en ekki Landsbankanum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:26
Töluverð viðskipti með bréf ÍSB Töluverð viðskipti hafa verið með hlutabréf Íslandsbanka á Kauphöll Íslands í morgun. Alls skiptu hlutabréf að virði 9,5 milljarðar króna um hendur en hvorki er vitað hver keypti né hver seldi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:26
50 milljóna starfslokasamningur Björn Ingi Sveinsson, sem var sagt upp störfum sem sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Hafnarfjarðar eftir hallarbyltingu í sjóðnum, kann að fá 50 milljónir króna í starfslokagreiðslur fyrir fjögurra mánuða starf. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:26
Búnaðarbanki ekki í ársreikningi Eignarhlutar þýska bankans Hauck&Aufhäuser í Búnaðarbankanum er ekki getið í ársreikningi hans eins og gefið var í skyn í tilkynningu frá bankanum á mánudag sem var send fjölmiðlum á ensku og íslensku. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:26
Fjármálaeftirlit í fullum rétti Fjármálaeftirlitið segist í fullum rétti með að afla sér upplýsinga um væntanleg kaup í fjármálafyrirtækjum. Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar telur að eftirlitið hafi hugsanlega farið út fyrir valdsvið sitt með bréfi til stofnfjárfesta í sjóðnum. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41
Sniðgangi tilmæli eftirlitsins Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar telur að Fjármálaeftirlitið hafi ekki lagalegar heimildir til að krefja hvern einasta stofnfjáreiganda um upplýsingar um eign sína. Þá mælist sjóðsstjórnin óbeint til þess að þeir sniðgangi tilmæli Fjármálaeftirlitsins en feli sjóðsstjórninni að eiga samskipti við opinberar eftirlitsstofnanir. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:25
Hefur ekki lagalegar heimildir Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar telur að Fjármálaeftirlitið hafi ekki lagalegar heimildir til að beita stofnfjáreigendur dagsektum, gera leit hjá þeim eða leggja hald á gögn eins og Fjármálaeftirlitið gat um í bréfi sínu til stofnfjáreigenda fyrir helgi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:25
Stóðum við skuldbindingar Hlutabréf þýska bankans Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum og síðar KB banka voru færð í reikninga fyrirtækisins meðan þau voru í eigu hans segir í yfirlýsingum frá Peter Gatti, framkvæmdastjóra Hauck & Aufhäuser, sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:25
Flutti viðskiptin úr SPH Bæjarsjóður Hafnarfjarðar hefur flutt bankaviðskipti sín úr Sparisjóði Hafnarfjarðar yfir í Kaupþing banka og sparar með því u.þ.b. sextíu milljónir króna í þjónustugjöld á ári, að sögn Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra í viðtali við fréttastofuna í morgun. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:25
Ört hækkandi verð á hráolíu Tunnan af hráolíu fór yfir sextíu dollara í dag og því er spáð að verðið kunni að hækka hratt á næstunni. Sérfræðingar við alþjoða hagfræðistofnunina í Kiel í Þýskalandi segja verðið geta farið upp í hundrað dollara fljótlega. Viðskipti erlent 13.10.2005 19:25
Fjármálaeftirlitið hótar húsleit Fjármálaeftirlitið telur að stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar kunni að hafa brotið lög með því að mynda hóp með samstilltum aðgerðum. Eftirlitið hótar stofnfjáreigendum dagsektum og að leitað verði að gögnum, og á þau lagt hald, þyki þess þörf við upplýsingaöflun. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:25
Ekkert stofnfé hafi verið selt Stjórnarformaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar, Páll Pálsson, segir að enginn stofnfjáreigandi hafi selt hlut sinn. Í yfirlýsingu sem hann sendi í gærkvöldi, fyrir hönd stjórnar sparisjóðsins, kemur fram að viðskipti með bréf séu háð samþykki stjórnar og að engin beiðni hafi borist stjórninni frá stofnfjáraðilum um að framselja bréf sín. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:25
Engir stofnfjárhlutir SPH seldir Engir stofnfjárhlutir í Sparisjóði Hafnarfjarðar hafa verið seldir. Þetta fullyrða innanbúðarmenn hjá sjóðnum á sama tíma og Fjármálaeftirlitið sér ástæðu til að kanna hvort viðskipti með stofnfé hafi farið fram Viðskipti innlent 13.10.2005 19:25
Alvarlegt samkeppnisbrot Símans Samkeppnisráð hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landssíminn hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að tvinna saman ólíka þjónustuhætti og veita tryggðarafslætti í svonefndu "Allt saman" tilboði. Samkvæmt úrskurði Samkeppnisráðs skekkti Landssíminn á alvarlegan hátt samkeppni á markaði og misnotaði markaðsráðandi stöðu sína. Innlent 13.10.2005 19:25
Spáir verðbólguhækkun upp á 1% Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga hækki um heilt prósentustig í næsta mánuði, fari úr 2,8 prósentum í 3,8 prósent. Ástæðurnar eru einkum hærra eldsneytisverð, matvöruverð og húsnæðisverð. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:24
Stofnfé sé eign allra Hafnfirðinga Þótt ekki sé verið að stela frá neinum, er þetta siðlaust og ætti ekki að líðast. Þetta segir Helgi í Góu, einn stofnfjáreigenda í Sparisjóði Hafnarfjarðar, um þá sem hafa selt hluti sína í sjóðnum. Hann segir stofnféð vera eign allra Hafnfirðinga. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:25