Viðskipti Erlendir aðilar eignast meirihluta Flest bendir til þess að erlendir fjárfestar eignist innan tíðar meirihluta í stoðtækjafyrirtækinu Össuri og sitja þeir um öll hlutabréf sem boðin eru til sölu í fyrirtækinu. Þannig keyptu útlendingar þau bréf sem nýlega voru í boði og eiga þeir nú samtals um 41 prósent í félaginu. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:12 Baugur hagnast um 2 milljarða Baugur hefur þegar hagnast um tæpa tvo milljarða á kaupunum á Magasin du Nord. Dönskum kaupsýslumönnum vex þetta í augum og ekki bætti um betur þegar forstjóri Icelandair sagðist í viðtali við Börsen í gær ekki útiloka að félagið gæti hugsað sér að kaupa dönsku flugfélögin Mærsk Air eða Sterling. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:12 Fleiri kvarta vegna Bandaríkjabíla Kvörtunum hefur heldur farið fjölgandi að undanförnu í kjölfar bílakaupa einstaklinga beint frá Bandaríkjunum, að sögn Stefáns Ásgrímssonar hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Þangað berast nú einhverjar kvartanir í viku hverri.</font /> Viðskipti innlent 13.10.2005 15:11 Enn at í fasteignasölu Velta vegna fasteignaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið meiri en í fyrstu viku desember. Formaður Félags fasteignasala segir góða sölu á stærri eignum og sérbýli. Með nýjum lánamöguleikum séum við að hoppa inn í nútímann. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:11 Kaupa 160 pöbba í London KB banki fjármagnar ásamt Bank of Scotland kaup bresk-íranska milljarðamæringsins Robert Tchenguiz á 160 krám í verslunarhverfum í Bretlandi. Auk þess að vera einn höfuðlánardrottinn viðskiptanna eignast bankinn hlut í fyrirtæki. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:11 Kauphöllinni boðið í OMX Mikill áhugi er á því hjá sameinaðri kauphöll Danmerkur, Finnlands, Svíþjóðar og Eystrasaltslandanna, sem standa að OMX samstarfinu, að fá Ísland og Noreg inn í samstarfið. Enn á eftir að taka afstöðu til þess í stjórn Kauphallarinnar hvernig brugðist verði við þessum áhuga. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:11 Noregur er heimamarkaður Noregur er skilgreindur sem heimamarkaður Íslandsbanka ásamt Íslandi. Skráning í norsku kauphöllina þykir áhugaverð og verður skoðuð gaumgæfilega þegar fram líða stundir. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:11 Fimm milljónir gesta í Kringlunni Fimm milljónasti gestur Kringlunnar á árinu gekk inn um aðalinnganginn klukkan fjórtán mínútur í þrjú í gær. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:10 Skuldir Landsvirkjunar lækka Styrking krónunnar og lækkun bandaríkjadals lækkar skuldir Landsvirkjunar um þrjá og hálfan milljarð króna og leiðir til verulegs gengishagnaðar. Orkusölutekjur fyrirtækisins af stóriðju eru hins vegar í dollurum og því veldur veik staða hans áhyggjum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:10 Bílar keyptir á uppboði á ebay Fjöldi einstaklinga velur nú að kaupa sér bíla á Netinu í stað þess að kaupa þá af bílasölum eða umboðum hérlendis. Fólk leitar helst til Bandaríkjanna þar sem dollarinn er mjög hagstæður innkaup þar. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:10 Fróði skiptir um nafn Nýtt félag hefur verið stofnað um útgáfu á vegum Fróða og heitir það Tímaritaútgáfan Fróði ehf. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:10 Danske bank keypti tvo írska banka Danske Bank keypti í morgun ráðandi hlut í tveimur írskum bönkum. Kaupin eru fyrstu kaup dansks banka utan Skandinavíu. Það er til marks um stemninguna á Bretlandi að þegar fréttist af því að norrænn banki sýndi bönkunum áhuga, beindist grunurinn strax að íslenskum fjárfestum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:10 Gengi dollarans lækkar á ný Gengi dollarans lækkaði enn á ný gangvart helstu gjaldmiðlum í morgun eftir að hafa staðið í stað eða hækkað lítillega seinnipart síðustu viku. Á morgun koma upplýsingar um þróun í viðskiptum í Bandaríkjunum sem hafa áhrif á ákvarðanir bandaríska seðlabankans um vaxtastigið. Viðskipti erlent 13.10.2005 15:10 50% verðmunur á hjartalyfjum Allt að 50 prósenta verðmunur reyndist vera á tilteknum hjartalyfjum í apótekum í könnun sem Velferð, málgagn Hjartaheilla, gerði á dögunum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:10 Búast má við bensínlækkun Heimsmarkaðsverð á eldsneyti lækkaði um 16 prósent í nóvembermánuði og fram í byrjun desember, að viðbættu sigi dollars. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:10 Mikill hagvöxtur Hagvöxturinn á milli þriðja ársfjórðungs í ár og í fyrra var 7,4 prósent og hefur ekki mælst hærri síðan á fyrsta ársfjórðungi árið 2001. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:10 Hægði á hækkun eignaverðs Heldur hægði á hækkun eignaverðs í október samkvæmt hálffimmfréttum KB banka. Tólf mánaða hækkun eignaverðsvísitölu bankans fer úr 25,5% niður í 20,5%. Ástæða þess liggur í að eignaverðsvísitalan lækkaði um 2,2% að raunvirði í október að sögn bankans. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:10 KB banki hækkar vexti KB banki hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra inn- og útlána frá og með 11. desember. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:10 Frekari samruni norrænna kauphalla Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, sagði í viðtali við alþjóðlegu CNBC- fréttastofuna í dag að hann væri hlynntur frekari samruna norrænu kauphallanna. Hann lagði þó áherslu á að sameining íslensku kauphallarinnar við aðra verðbréfamarkaði á Norðurlöndunum væri ekki á dagskrá og ekki lægi enn fyrir hvaða kosti slíkt kynni að hafa í för með sér. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:10 Kaupauka skotið undan skatti Mörg dæmi eru um að forsvarsmenn fyrirtækja sem gera kaupréttarsamninga komi sér undan greiðslu tekjuskatts af bréfunum. Þetta kemur fram í skýrslu skattsvikanefndar sem skilaði niðurstöðu til Alþingis fyrir helgi. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:10 Vill breytt markmið Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að breyta eigi lögum um Seðabanka Íslands. Samkvæmt þeim hefur Seðlabankinn það hlutverk að stuðla að verðstöðugleika. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:10 Fráleitt að bankar stundi lögbrot Það er alvarlegt mál að ýja að því að fjármálafyrirtæki hér á landi komi nálægt ráðgjöf um hvernig svíkja eigi undan skatti, segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Hann segir fráleitt að þau stundi slíka starfsemi. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:10 Sala ákveðin Baugur hefur komist að samkomulagi um að selja Woodwards-matvælabúðirnar til keppinautarins 3663, eftir því sem fram kom í breska blaðinu Sunday Telegraph í gær. Viðskipti erlent 13.10.2005 15:10 Útlendingar skoða meðferð sauðfjár Allar líkur eru á því að íslenska lambakjötið fái á næsta ári sérstaka vottun frá verslunarkeðjunni Whole Foods Markets um góða meðferð sauðfjár að sögn Baldvins Jónssonar, framkvæmdastjóra Áforms. Baldvin segir þetta afar mikilvægt þar sem verslunarkeðjan sé með mjög kröfuharða gæðastýringu sem njóti mikillar virðingar á markaðnum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:09 Stóraukinn útflutningur lambakjöts Alls verða flutt út um 230 brúttó tonn af fersku íslensku lambakjöti til Bandaríkjanna á þessu ári og er það 30 prósenta aukning miðað við árið 2003. Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforms sem hefur unnið að markaðssetningu lambakjöts í Bandaríkjunum, segist búast við enn meiri aukningu á næsta ári. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:09 Mogginn flytur Morgunblaðið flytur úr Kringlunni og upp í Hádegismóa við Rauðavatn þar sem ný prentsmiðja blaðsins er. Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hefur selt fasteign sína við Kringluna fyrir 2,1 milljarð króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:09 Kaupæði því dollarinn svo lágur Fjölmargir Íslendingar fara nú til Bandaríkjanna til að versla og kunna sér ekki hóf þegar gengi dollarans er jafn lágt og nú. Farþegarnir hafa greitt hundruð eða milljónir króna í aðflutningsgjöld og sektir. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:08 Lántökur heimilanna aukast um 100% Erlend lán íslenskra heimila hafa aukist um meira en eitt hundrað prósent síðan í byrjun september og eru nú tíundi hluti af lánum heimilanna. KB banki varar við þessari þróun og segir að greiðslubyrði heimilanna geti stóraukist, lækki gengi krónunnar. Gengislækkun sé hins vegar nauðsynleg til að draga úr viðskiptahallanum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:09 OPEC dregur úr framleiðslu OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja, munu draga úr olíuframleiðslu strax í byrjun næsta árs til þess að koma í veg fyrir að heimsverð á olíu lækki meira en það hefur gert. Ahmad Fahad Al-Ahmad, olíumálaráðherra Kúvæt, kynnti þetta í gær en í dag funda olíumálaráðherrar ríkjanna í OPEC. Viðskipti erlent 13.10.2005 15:09 Eigendur 67% hlutafjár samþykkja Eigendur að meira en 67% hlutafjár í BNbank, að meðtöldum eignarhlut Íslandsbanka, hafa samþykkt yfirtökutilboð Íslandsbanka í norska bankanum. Tilboðstímabilið hófst 1. <span class="GramE">desember</span> og því lýkur 17. <span class="GramE">desember.</span> Viðskipti innlent 13.10.2005 15:08 « ‹ 204 205 206 207 208 209 210 211 212 … 223 ›
Erlendir aðilar eignast meirihluta Flest bendir til þess að erlendir fjárfestar eignist innan tíðar meirihluta í stoðtækjafyrirtækinu Össuri og sitja þeir um öll hlutabréf sem boðin eru til sölu í fyrirtækinu. Þannig keyptu útlendingar þau bréf sem nýlega voru í boði og eiga þeir nú samtals um 41 prósent í félaginu. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:12
Baugur hagnast um 2 milljarða Baugur hefur þegar hagnast um tæpa tvo milljarða á kaupunum á Magasin du Nord. Dönskum kaupsýslumönnum vex þetta í augum og ekki bætti um betur þegar forstjóri Icelandair sagðist í viðtali við Börsen í gær ekki útiloka að félagið gæti hugsað sér að kaupa dönsku flugfélögin Mærsk Air eða Sterling. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:12
Fleiri kvarta vegna Bandaríkjabíla Kvörtunum hefur heldur farið fjölgandi að undanförnu í kjölfar bílakaupa einstaklinga beint frá Bandaríkjunum, að sögn Stefáns Ásgrímssonar hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Þangað berast nú einhverjar kvartanir í viku hverri.</font /> Viðskipti innlent 13.10.2005 15:11
Enn at í fasteignasölu Velta vegna fasteignaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið meiri en í fyrstu viku desember. Formaður Félags fasteignasala segir góða sölu á stærri eignum og sérbýli. Með nýjum lánamöguleikum séum við að hoppa inn í nútímann. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:11
Kaupa 160 pöbba í London KB banki fjármagnar ásamt Bank of Scotland kaup bresk-íranska milljarðamæringsins Robert Tchenguiz á 160 krám í verslunarhverfum í Bretlandi. Auk þess að vera einn höfuðlánardrottinn viðskiptanna eignast bankinn hlut í fyrirtæki. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:11
Kauphöllinni boðið í OMX Mikill áhugi er á því hjá sameinaðri kauphöll Danmerkur, Finnlands, Svíþjóðar og Eystrasaltslandanna, sem standa að OMX samstarfinu, að fá Ísland og Noreg inn í samstarfið. Enn á eftir að taka afstöðu til þess í stjórn Kauphallarinnar hvernig brugðist verði við þessum áhuga. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:11
Noregur er heimamarkaður Noregur er skilgreindur sem heimamarkaður Íslandsbanka ásamt Íslandi. Skráning í norsku kauphöllina þykir áhugaverð og verður skoðuð gaumgæfilega þegar fram líða stundir. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:11
Fimm milljónir gesta í Kringlunni Fimm milljónasti gestur Kringlunnar á árinu gekk inn um aðalinnganginn klukkan fjórtán mínútur í þrjú í gær. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:10
Skuldir Landsvirkjunar lækka Styrking krónunnar og lækkun bandaríkjadals lækkar skuldir Landsvirkjunar um þrjá og hálfan milljarð króna og leiðir til verulegs gengishagnaðar. Orkusölutekjur fyrirtækisins af stóriðju eru hins vegar í dollurum og því veldur veik staða hans áhyggjum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:10
Bílar keyptir á uppboði á ebay Fjöldi einstaklinga velur nú að kaupa sér bíla á Netinu í stað þess að kaupa þá af bílasölum eða umboðum hérlendis. Fólk leitar helst til Bandaríkjanna þar sem dollarinn er mjög hagstæður innkaup þar. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:10
Fróði skiptir um nafn Nýtt félag hefur verið stofnað um útgáfu á vegum Fróða og heitir það Tímaritaútgáfan Fróði ehf. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:10
Danske bank keypti tvo írska banka Danske Bank keypti í morgun ráðandi hlut í tveimur írskum bönkum. Kaupin eru fyrstu kaup dansks banka utan Skandinavíu. Það er til marks um stemninguna á Bretlandi að þegar fréttist af því að norrænn banki sýndi bönkunum áhuga, beindist grunurinn strax að íslenskum fjárfestum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:10
Gengi dollarans lækkar á ný Gengi dollarans lækkaði enn á ný gangvart helstu gjaldmiðlum í morgun eftir að hafa staðið í stað eða hækkað lítillega seinnipart síðustu viku. Á morgun koma upplýsingar um þróun í viðskiptum í Bandaríkjunum sem hafa áhrif á ákvarðanir bandaríska seðlabankans um vaxtastigið. Viðskipti erlent 13.10.2005 15:10
50% verðmunur á hjartalyfjum Allt að 50 prósenta verðmunur reyndist vera á tilteknum hjartalyfjum í apótekum í könnun sem Velferð, málgagn Hjartaheilla, gerði á dögunum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:10
Búast má við bensínlækkun Heimsmarkaðsverð á eldsneyti lækkaði um 16 prósent í nóvembermánuði og fram í byrjun desember, að viðbættu sigi dollars. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:10
Mikill hagvöxtur Hagvöxturinn á milli þriðja ársfjórðungs í ár og í fyrra var 7,4 prósent og hefur ekki mælst hærri síðan á fyrsta ársfjórðungi árið 2001. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:10
Hægði á hækkun eignaverðs Heldur hægði á hækkun eignaverðs í október samkvæmt hálffimmfréttum KB banka. Tólf mánaða hækkun eignaverðsvísitölu bankans fer úr 25,5% niður í 20,5%. Ástæða þess liggur í að eignaverðsvísitalan lækkaði um 2,2% að raunvirði í október að sögn bankans. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:10
KB banki hækkar vexti KB banki hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra inn- og útlána frá og með 11. desember. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:10
Frekari samruni norrænna kauphalla Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, sagði í viðtali við alþjóðlegu CNBC- fréttastofuna í dag að hann væri hlynntur frekari samruna norrænu kauphallanna. Hann lagði þó áherslu á að sameining íslensku kauphallarinnar við aðra verðbréfamarkaði á Norðurlöndunum væri ekki á dagskrá og ekki lægi enn fyrir hvaða kosti slíkt kynni að hafa í för með sér. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:10
Kaupauka skotið undan skatti Mörg dæmi eru um að forsvarsmenn fyrirtækja sem gera kaupréttarsamninga komi sér undan greiðslu tekjuskatts af bréfunum. Þetta kemur fram í skýrslu skattsvikanefndar sem skilaði niðurstöðu til Alþingis fyrir helgi. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:10
Vill breytt markmið Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að breyta eigi lögum um Seðabanka Íslands. Samkvæmt þeim hefur Seðlabankinn það hlutverk að stuðla að verðstöðugleika. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:10
Fráleitt að bankar stundi lögbrot Það er alvarlegt mál að ýja að því að fjármálafyrirtæki hér á landi komi nálægt ráðgjöf um hvernig svíkja eigi undan skatti, segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Hann segir fráleitt að þau stundi slíka starfsemi. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:10
Sala ákveðin Baugur hefur komist að samkomulagi um að selja Woodwards-matvælabúðirnar til keppinautarins 3663, eftir því sem fram kom í breska blaðinu Sunday Telegraph í gær. Viðskipti erlent 13.10.2005 15:10
Útlendingar skoða meðferð sauðfjár Allar líkur eru á því að íslenska lambakjötið fái á næsta ári sérstaka vottun frá verslunarkeðjunni Whole Foods Markets um góða meðferð sauðfjár að sögn Baldvins Jónssonar, framkvæmdastjóra Áforms. Baldvin segir þetta afar mikilvægt þar sem verslunarkeðjan sé með mjög kröfuharða gæðastýringu sem njóti mikillar virðingar á markaðnum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:09
Stóraukinn útflutningur lambakjöts Alls verða flutt út um 230 brúttó tonn af fersku íslensku lambakjöti til Bandaríkjanna á þessu ári og er það 30 prósenta aukning miðað við árið 2003. Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforms sem hefur unnið að markaðssetningu lambakjöts í Bandaríkjunum, segist búast við enn meiri aukningu á næsta ári. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:09
Mogginn flytur Morgunblaðið flytur úr Kringlunni og upp í Hádegismóa við Rauðavatn þar sem ný prentsmiðja blaðsins er. Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hefur selt fasteign sína við Kringluna fyrir 2,1 milljarð króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:09
Kaupæði því dollarinn svo lágur Fjölmargir Íslendingar fara nú til Bandaríkjanna til að versla og kunna sér ekki hóf þegar gengi dollarans er jafn lágt og nú. Farþegarnir hafa greitt hundruð eða milljónir króna í aðflutningsgjöld og sektir. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:08
Lántökur heimilanna aukast um 100% Erlend lán íslenskra heimila hafa aukist um meira en eitt hundrað prósent síðan í byrjun september og eru nú tíundi hluti af lánum heimilanna. KB banki varar við þessari þróun og segir að greiðslubyrði heimilanna geti stóraukist, lækki gengi krónunnar. Gengislækkun sé hins vegar nauðsynleg til að draga úr viðskiptahallanum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:09
OPEC dregur úr framleiðslu OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja, munu draga úr olíuframleiðslu strax í byrjun næsta árs til þess að koma í veg fyrir að heimsverð á olíu lækki meira en það hefur gert. Ahmad Fahad Al-Ahmad, olíumálaráðherra Kúvæt, kynnti þetta í gær en í dag funda olíumálaráðherrar ríkjanna í OPEC. Viðskipti erlent 13.10.2005 15:09
Eigendur 67% hlutafjár samþykkja Eigendur að meira en 67% hlutafjár í BNbank, að meðtöldum eignarhlut Íslandsbanka, hafa samþykkt yfirtökutilboð Íslandsbanka í norska bankanum. Tilboðstímabilið hófst 1. <span class="GramE">desember</span> og því lýkur 17. <span class="GramE">desember.</span> Viðskipti innlent 13.10.2005 15:08