
Almannavarnir

Skriðuhætta fer minnkandi en áfram er óvissustig
Verulega hefur dregið úr skriðuhættu í Kinn í Þingeyjarsveit auk þess sem að ástandið hefur lagast í Útkinn. Rýmingu hefur verið aflétt í Kinn en beðið verður með að aflétta rýmingu í Útkinn.

Óvissan það allra erfiðasta
Íbúi á Seyðisfirði, sem yfirgefa þurfti heimili sitt í gær vegna skriðuhættu í annað sinn segir óvissu um næstu daga afar þungbæra. Þá segir hún upplýsingaflæði yfirvalda til íbúa ábótavant. Veðurstofan fundar um stöðu skriðumála á Norðurlandi og Seyðisfirði nú síðdegis.

Hættustig almannavarna áfram í gildi á Seyðisfirði
Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur milli Búðarár á Seyðisfirði og skriðusársins frá desember 2020. Talsverðri úrkomu er spáð á svæðinu þegar nær dregur helgi og mun rýming því vara fram yfir helgi.

„Þetta eru miklar hamfarir“
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina.

Engar tilkynningar um skriður en áfram hreyfingar á mælum
Enn hafa engar tilkynningar borist um aurskriður á Seyðisfirði, en áfram sýna mælar fram á hreyfingu í fjallinu.

„Þegar þú horfir á fjallið öskra á þig þá gleymir þú því ekkert“
Hættustigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Níu hús hafa verið rýmd og segir björgunarsveitarliði að úrkoman minni fólk óneitanlega á aurskriðurnar sem féllu á bæinn í fyrra. Rýmingar verða áfram í gildi í Kinn og Útkinn vegna skriðuhættu.

Rýmingar enn í gildi í Þingeyjarsveit
Ákveðið var að rýmingar bæja í Útkinn í Þingeyjarsveit yrðu áfram í gildi eftir fund almannavarna, lögreglunnar á Norðurlandi eystra og veðurfræðninga nú síðdegis. Enn rignir töluvert á svæðinu en skriður féllu þar í gærkvöldi og nótt.

Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu
Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi.

Fleiri skriður féllu í nótt
Fleiri aurskriður féllu í Þingeyjarsveit í gærkvöldi og nótt. Skriður féllu að bænum Björgum en engir bæir hafa orðið fyrir skriðunum. Almannavarnir funduðu um næstu skref í hádeginu.

Rýmingu ekki aflétt
Tekin hefur verið ákvörðun um að rýmingu verði ekki aflétt í Kinn og Útkinn en þetta kemur fram í Facebook færslu lögreglunnar á Norðurlandi Eystra. Skriður féllu í Útkinn í nótt og er hættustig enn í gildi á svæðinu.

Tvær skriður féllu í Útkinn í nótt
Tvær skriður féllu í nótt sunnan við bæinn Geirbjarnarstaði í Útkinn sem fóru yfir veginn.

Sex bæir til viðbótar rýmdir í Kinn
Búist er við aukinni úrkomu á Norðurlandi eystra og því hefur verið ákveðið að rýma sex bæi í Kinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu.

„Menn eru búnir að vera í alla nótt að dæla“
Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveitir hafa verið að störfum frá því í gærkvöldi á Ólafsfirði vegna úrhellis. Flætt hefur inn í hús í bænum.

Rýma sveitabæi í Útkinn vegna úrkomu og skriðuhættu
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissutigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu.

Almannavarnir funda með Veðurstofu: Gular viðvaranir í gildi á Norðurlandi vegna úrkomu
Gefnar hafa verið úr gular viðvaranir fyrir Strandir og Norðurlandland vestra, og Norðurland eystra vegna mikillar úrkomuspár. Viðvaranir tóku gildi klukkan níu í kvöld og gilda til hádegis á morgun. Varað er við auknum líkum á grjót- og aurskriðum.

Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili
Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar.

Ekki hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á svæðinu
Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili sem hófst síðastliðinn mánudag en í heildina hafa um tvö þúsund skjálftar mælst frá því að hrinan hófst, þar af sex sem voru yfir þrír að stærð. Stærsti skjálftinn hingað til varð fyrr í dag og var sá skjálfti 3,8 að stærð.

Stærstu snjóflóðin féllu á Súðavík og Flateyri
Töluvert af snjóflóðum féllu á norðanverðum Vestfjörðum í og eftir hríðarveðrið sem geisaði í gær. Þau stærstu sem frést hefur af féllu í nágrenni Flateyrar og í Súðavíkurhlíð.

Snjóflóð féll úr Innra-Bæjargili á varnargarðinn á Flateyri
Nokkur snjóflóð hafa fallið á Flateyri í nótt og í morgun. Stórt flóð féll úr Innra-Bæjargili og á varnargarðinn fyrir ofan þorpið og þá hafa önnur fallið fyrir ofan Flateyrarveg.

Óvissustigi vegna óveðursins aflétt
Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, hefur ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna óveðursins sem geisaði í þessum umdæmum.

Viðbúin ef mikilvægir innviðir verða fyrir skakkaföllum á morgun
Björgunarsveitir og almannavarnakerfið allt er í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem spáð er á morgun. Veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir flesta landshluta og óvissustigi almannavarna lýst yfir.

Óvissustigi almannavarna lýst yfir vegna veðurs
Vegna slæmrar veðurspár á morgun 28. september hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, lýst yfir óvissustigi almannavarna í þessum umdæmum.

Bannað að selja áfengi eftir miðnætti á kosningavökum
Engar undanþágur á samkomutakmörkunum verða veittar fyrir kosningavökur stjórnmálaflokkanna. Gestir þeirra geta því ekki neytt áfengis eftir miðnætti nema þeir mæti með það sjálfir eða fái það gefins frá flokkunum.

Þekja hlíðina með stálgirðingum til varnar snjóflóðum
Vinna við snjóflóðavarnir hefur verið í fullum gangi í allt sumar fyrir ofan Siglufjörð. Snjóflóðahættan minnti rækilega á sig síðastliðin vetur.

Útilokar ekki að mögulegt eldgos á Kanaríeyjum sé sér að kenna
Yfirvöld á Kanaríeyjum hafa varað við mögulegu eldgosi á einni eyjanna. Samskiptastjóri almannavarna telur að hún gæti mögulega borið ábyrgð á ástandinu en vonar að eldgos sem hafi fylgt henni í störfum sínum láti sig í friði í fríinu.

Varð vitni að því þegar allt fór af stað: „Byrjar að flæða alveg ótrúlegt magn“
Leiðsögumaður sem var við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í dag varð vitni að því að þegar gífurlegt magn af hrauni braust út í miklum hraunstraumi. Svæðið var rýmt í morgun vegna hraunstraumsins en töluverður fjöldi fólks var við gosstöðvarnar í dag. Meðal annars mátti sjá ferðalanga klöngrast upp á hrauninu í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Aflétta óvissustigi vegna Skaftárhlaups
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna hlaups í Skaftá. Hlaupið er yfirstaðið.

Hlaup hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði
Hlaup er hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði en upptakakvíslar hennar koma undan norðanverðum Hofsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Íbúi á Úlfsstöðum nærri Varmahlíð segist ekki muna eftir haustflóðum í sinni tíð.

Aflétta hættustigi vegna Skaftárhlaups
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflétta hættustigi almannavarna vegna hlaups í Skaftá.

Gamla brúin hangir enn uppi og stóðst þriðja stórhlaupið
Verulega hefur dregið úr hlaupinu í Skaftá í dag og er minni hætta talin á því að vatn flæði yfir hringveginn. Mesta furðu vekur að gamla brúin yfir Eldvatn skuli enn hanga uppi.