Bandaríski fótboltinn

Fréttamynd

Böngsum rigndi inn á völlinn

Stuðningsmenn Real Salt Lake í MLS-deildinni í fótbolta vestanhafs studdu gott málefni þegar leikur liðsins við Minnesota í nótt. Þeir létu leikfangaböngsum rigna inn á völlinn eftir fyrsta mark liðsins, en allir verða þeir gefnir börnum sem glíma við krabbamein.

Fótbolti
Fréttamynd

Róbert hafði betur í Íslendingaslag MLS

Róbert Orri Þorkelsson og liðsfélagar hans í CF Montreal höfðu betur gegn Houston Dynamo, þar sem Þorleifur Úlfarsson leikur, í Bandarísku MLS deildinni í nótt. Montreal vann leikinn 3-2.

Fótbolti
Fréttamynd

Rooney hrósar Guðlaugi Victori í hástert

Wayne Rooney, þjálfari MLS-liðsins í fótbolta karla, DC United segir að Guðlaugur Victor Pálsson muni koma með leiðtogahæfileika sem liðið vanti inn á völlinn þegar hann þreytir frumraun sína. 

Fótbolti
Fréttamynd

Markalaust hjá Arnóri og félögum

Arnór Ingvi Traustason spilaði síðustu sjö mínútur leiksins er lið hans, New England Revolution, gerði markalaust jafntefli við Toronto í MLS-deildinni í fótbolta í Boston í nótt.

Fótbolti
Fréttamynd

Rooney sækir Guðlaug Victor til DC United

DC United staðfesti rétt í þessu komu Guðlaugs Victors Pálssonar til félagsins. Guðlaugur Victor kemur til DC United frá þýska félaginu Schalke 04 og skrifar undir tveggja ára samning við DC United með möguleika á eins árs framlengingu.

Fótbolti
Fréttamynd

Róbert Orri í sigurliði

Þrír Íslendingar voru í eldlínunni í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í nótt. Róbert Orri Þorkelsson var sá eini þeirra sem fagnaði sigri.

Fótbolti
Fréttamynd

Segja að Guðlaugur Victor verði lærisveinn Rooney

Ef marka má heimildamenn Fótbolta.net er knattspyrnumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson á leið til DC United í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta. Wayne Rooney, markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi, tók nýverið við liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Lingard gæti elt Rooney til Washington

Wayne Rooney tók nýverið við stjórnartaumunum hjá DC United í MLS-deildinni í Banadríkjunum. Hann hefur nú þegar sótt fyrrverandi lærisvein sinn hjá Derby County og þá gæti farið svo að Jesse Lingard færi sig um set.

Fótbolti
Fréttamynd

Roon­ey mættur aftur til Banda­ríkjanna

Wayne Rooney er mættur til Bandaríkjanna en hann verður tilkynntur sem nýr þjálfari DC United í MLS-deildinni í fótbolta hvað á hverju. Hann lék með liðinu árin 2018 og 2019 og mun nú mæta til leiks sem þjálfari.

Fótbolti
Fréttamynd

Óttar Magnús lék allan leikinn í tapi

Oakland Roots, sem Óttar Magnús Karlsson leikur með, heimsótti LA Galaxy II í USL deildinni í knattspyrnu í nótt. Roots laut í gras 3-1 og þurfti að leika seinni hálfleikinn manni færri.

Fótbolti
Fréttamynd

Þor­leifur á skotskónum og valinn maður leiksins

Tveir Íslendingar léku í MLS-deildinni í fótbolta í nótt. Þorleifur Úlfarsson skoraði fyrra mark Houston Dynamo í 2-0 sigri og Róbert Orri Þorkelsson kom af bekknum í 2-1 sigri CF Montréal. Þá skoraði Óttar Magnús Karlsson í sigri Oakland Roots.

Fótbolti