Helgi Bergmann er á fyrsta ári með Warriors liði East Stroudsbourg skólans sem er í Pennsylvania fylki í Bandaríkjunum.
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni.
HELGI HERMANNSSON!
— ESU Warriors (@ESUWarriors) November 2, 2022
The freshman makes the stop in the penalty kick shootout to send the Warriors to the PSAC Semifinals!
PSAC East two-seed ESU heads to Bloomsburg to face PSAC West one-seed Mercyhurst on Friday at 5:30 p.m.#WhereWarriorsBelong pic.twitter.com/y7xPI22wwX
Leikmenn West Chester skólans skoruðu úr þremur fyrstu vítaspyrnum sínum fram hjá Helga en svo tók þessi efnilegi markvörður til sinna ráða. Liðsfélagar hans hjá East Stroudsbourg höfðu klúðrað einu víti og því þurfti markvörðurinn að taka að minnsta kosti eitt víti. Okkar maður gerði gott betur.
Helgi Bergmann varði tvær síðustu vítaspyrnur West Chester og tryggði liði sínu sæti í undanúrslitum PSAC deildarinnar.
Helgi Bergmann var fyrir vikið valinn íþróttamaður vikunnar í skólanum sínum. Hér fyrir ofan og neðan má sjá svipmyndir frá leiknum.
Helgi Bergmann er fæddur árið 2002 og spilaði með Víði í Lengjubikarnum síðasta vor.
Hann hefur leikið tvo leiki fyrir íslensk unglingalandslið, einn fyrir sextán ára liðið og einn fyrir sautján ára liðið.