Lög og regla

Fréttamynd

Bíll valt á Hafnarfjarðarvegi

Einn maður slasaðist þegar bíll hans valt á Hafnarfjarðarvegi laust fyrir klukkan hálfsjö í morgun. Bílnum var ekið norður Hafnarfjarðarveg og valt hann rétt sunnan við Nesti í Fossvogi. Bíllinn fór tvær veltur. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, var fluttur á slysadeild. Ekki er talið að hann hafi slasast alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

200 þúsund á málaskrá lögreglu

Fjöldi íslenskra ríkisborgara á svokallaðri málaskrá Ríkislögreglustjóra samsvarar öllum Íslendingum á aldrinum 17-80 ára. Á skránni voru um miðjan þennan mánuð skráð nöfn 201.278 einstaklinga en Íslendingar á aldrinum 17-79 ára voru 200.789 um síðustu áramót samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Innlent
Fréttamynd

Meiðyrðamál tekið fyrir í dag

Meiðyrðamál Marcos Branacchia, fyrrverandi tengdasonar Jóns Baldvins Hannibalssonar, sendiherra í Finnlandi, var tekið fyrir í lokuðu þinghaldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Marco höfðaði málið vegna ummæla sem Jón Baldvin lét falla í viðtali við DV þar sem hann hélt því fram að Marco hefði hótað fjölskyldunni lífláti. Marco hefur staðið í harðvítugu forsjármáli síðustu ár gegn dóttur Jóns Baldvins.

Innlent
Fréttamynd

Beið bana í Hvalfirði

Karlmaður á þrítugsaldri beið bana í umferðarslysi í Hvalfirði í gærmorgun. Slysið átti sér stað á níunda tímanum þegar flutningabíll og fólksbíll rákust saman. Hinn látni var ökumaður fólksbílsins.

Innlent
Fréttamynd

Fær 20 ára fangelsi í Indónesíu

Indónesískur dómstóll hefur dæmt hina áströlsku Schapelle Corby í tuttugu ára fangelsi fyrir smygl á fíkniefnum. Corby, sem er 27 ára, var handtekin á flugvellinum í Bali með fjögur kíló af marijúana í október. Hún kveðst saklaus og telur að flugvallarstarfsmenn hafi staðið á bak við smyglið.

Innlent
Fréttamynd

Játaði að hafa banað hermanni

Scott Ramsey játaði fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag að hafa orðið 33 ára dönskum hermanni að bana á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík í nóvember í fyrra. Málið var þingfest í héraðsdómi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Vinnulyfta hrundi af þriðju hæð

Vinnulyfta með tveimur mönnum hrundi niður af þriðju hæð á fjölbýlishúsi við Hátún í Reykjavík á tólfta tímanum í dag. Annar mannann náði að halda sér og skríða inn á svalir en hinn féll með lyftunni niður. Hann var fluttur á slysadeild. Ekki er ljóst hversu alvarlega hann er slasaður en þó vitað að hann er beinbrotinn.

Innlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir að rassskella konu

Sævar Óli Helgason er ákærður fyrir að veitast að konu sem lagði fyrir innkeyrsluna hans í fyrrahaust. Hann segir leikskólakennarann hafa vegið að sér kynferðislega og reynt að sparka í punginn á sér, hann hafi því rassskellt hana.</font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Mál á hendur Ramsey þingfest

Þingfest var í Héraðsdómi Reykjaness í dag ákæra á hendur Scott Ramsey sem varð 33 ára dönskum hermanni að bana á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík í nóvember í fyrra. Sló Ramsey manninn í hálsinn hægra megin með þeim afleiðingum að rifa kom á slagæð sem leiddi til mikilla blæðinga milli heila og heilahimnu af völdum höggsins sem leiddi til dauða hans.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdir fyrir vopnaburð

Þrír menn á þrítugsaldri voru dæmdir til að greiða 30 þúsund krónur hver, fyrir að bera ólögleg bitvopn á almannafæri í miðborg Reykjavíkur þann 12. apríl síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í Ingunnarskóla í morgun

Eldur kviknaði í Ingunnarskóla í Grafarholti í morgun. Tilkynnt var um eldinn klukkan hálffimm. Að sögn lögreglu var kveikt í fiskikörum við skólann með þeim afleiðingum að eldur barst í þakskegg skólans og hlaust töluvert tjón af. 

Innlent
Fréttamynd

Nýr dagur slapp við sekt

Héraðsdómur Norðurlands eystra ógilti fjárnám Bílastæðasjóðs Akureyrar í bíl fyrirtækisins Nýr dagur sem gert var vegna þess að fyrirtækið neitaði að borga stöðumælasekt.

Innlent
Fréttamynd

Enginn verið handtekinn í Keflavík

Enginn hefur enn verið handtekinn vegna gruns um að hafa ætlað að tæla ungan dreng upp í bíl sinn við skóla í Reykjanesbæ. Lögreglan er nú að kanna þær vísbendingar sem borist hafa.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú ár fyrir tæp þrjú kíló

Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær yfir fjórum sakborningum í einum anga Dettifossmálsins. Sá angi snýr að innflutningi á um 2,7 kílóum af amfetamíni og um 600 grömmum af kókaíni. Dettifossmálið svokallaða er þó mun stærra í heild sinni.

Innlent
Fréttamynd

Kynferðisbrotsdómur staðfestur

Rúmlega tvítugur maður var í Hæstarétti dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að hafa haft kynmök við tólf ára gamla stúlku á heimili sínu á Akureyri árið 2002.

Innlent
Fréttamynd

Leikfélagið sýknað

Leikfélag Akureyrar hefur verið sýknað af kröfum fyrrverandi leikara félagsins um vangoldin laun vegna ólögmætrar uppsagnar.

Innlent
Fréttamynd

Ætlaði að selja efnin

Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem tekinn var með 300 grömm af amfetamíni á heimili sínu í ársbyrjun 2004.

Innlent
Fréttamynd

Múgæsing í Keflavík

Múgæsing hefur, að mati lögreglunnar, gripið um sig í Keflavík vegna tilrauna manns til að lokka börn upp í bíl til sín. Lögreglan mun hugsanlega standa vakt fyrir utan grunnskóla í Reykjanesbæ næstu daga.

Innlent
Fréttamynd

Fyrrum starfsmenn sýknaðir

Fjórir fyrrverandi starfsmenn Iceland Seafood International í Hafnarfirði voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af kröfum félagsins sem vildi að þeim yrði bannað að ráða sig í þjónustu keppinautarins, Seafood Union, til júníloka á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Tveir af þremur sýknaðir

Dómur féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra yfir þremur mönnum sem gert var að sök að hafa lamið þann fjórða það illa á Húsavík í fyrrasumar að hann hlaut sýnilega áverka á höfði.

Innlent
Fréttamynd

Fyrirtækið virti ekki samninga

Fjórir menn voru í gær sýknaðir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu fyrrverandi vinnuveitanda þeirra, Iceland Seafood International, sem fór fram á dómurinn staðfesti lögbann á að mennirnir hæfu störf hjá samkeppnisaðila í samræmi við upprunalegan ráðningarsamning mannanna.

Innlent
Fréttamynd

Kröfurnar kynntar

Frestur sem gefinn var til að setja fram kröfur um eignarréttindi vegna meðferðar þjóðlendumála á Norðausturlandi er runninn út. Kynning á kröfum fjármálaráðherra sem og annarra sem gert hafa kröfur eða gagnkröfur um eignarréttindi er hafin á vegum óbyggðanefndar hjá sýslumanninum á Seyðisfirði og Húsavík.

Innlent
Fréttamynd

Tvö innbrot í nótt

Brotist var inn í tölvuverslun HP við Brautarholt í Reykjavík í nótt og þaðan stolið tveimur fartölvum, samtals að verðmæti um hálf milljón króna. Þá rannsakar lögreglan innbrot í íbúð við Eyjabakka í Breiðholti í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Mæðgin á flæðiskeri stödd

Björgunarfélag Akraness fékk tilkynningu seinni part þriðjudags um að mæðgin væru í sjálfheldu rétt utan við Langasand á Akranesi.

Innlent
Fréttamynd

156 milljónir í girðingar

Langt er nú liðið á sauðburð í sveitum landsins og ökumenn hafa nokkuð orðið varir við sauðfé á vegum landsins síðustu daga. Á síðustu fimm árum hefur að meðaltali verið tilkynnt um 225 slys vegna sauðfjár til lögreglu og þau eru 17% af öllum slysum verða í dreifbýli. Búast má við að óhöppin séu fleiri en ekki sé tilkynnt um þau öll. 

Innlent
Fréttamynd

Löglega staðið að uppsögn

Leikfélag Akureyrar var í gær sýknað af kröfum Aðalsteins Bergdal, leikara, sem gert hafði kröfur um skaðabætur vegna uppsagnar sinnar en honum var sagt upp störfum eftir að hafa neitað samvisku sinnar vegna að taka þátt í uppsetningu leikrits.

Innlent
Fréttamynd

Skattsvikamál fyrir héraðsdómi

Ríkislögreglustjóri hefur krafist refsingar til handa fyrrum eigendum og forsvarsmönnum Allrahanda - Ísferða vegna brota á lögum um virðisaukaskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda.

Innlent
Fréttamynd

Reynir að lokka börn í bíl sinn

Karlmaður í Reykjanesbæ hefur sést utan við grunnskóla í bænum þar sem hann hefur reynt að lokka börn í bílinn til sín með sælgæti. Lögreglan í Keflavík beinir því til foreldra að þau brýni fyrir börnum sínum að þau fari ekki upp í bifreið hjá ókunnugu fólki.

Innlent
Fréttamynd

Slapp ótrúlega vel í ljótu slysi

Maðurinn sem slapp ótrúlega vel eftir að vörubíll hans valt á Þjórsárdalsvegi á sunnudag hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Þetta er í annað skiptið á ævinni sem hann sleppur svona vel frá alvarlegu slysi.

Innlent
Fréttamynd

Fisi lent við Litlu kaffistofuna

Lögreglunni á Selfossi barst í gærkvöld tilkynning um að svonefndu fisi, vélknúinni svifflugvél, hefði verið lent við Litlu kaffistofuna. Að sögn lögreglu mátti gera ráð fyrir að vélinni hefði verið lent þarna í neyð, en þegar lögregla kom á staðinn var vélin á bak og burt.Virtist sem flugmaðurinn hefði lent til að taka bensín.

Innlent