Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna munu hefja friðarviðræður á ný í vikunni en talið er að þrír úr nefnd Úkraínu hafi verið fórnarlömb eitrunar fyrr í þessum mánuði. Rússar segjast ætla að meina fólki frá óvinveittum ríkjum aðgang inn í Rússland. Ísland gæti verið eitt þeirra ríkja.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forseti Úkraínu sakar leiðtoga vestrænna ríkja um kjarkleysi, á sama tíma og þúsundir hermanna þar í landi verjist árásum Rússa. Hann kallar enn og aftur eftir öflugri vopnum og biðlar til þjóðanna að láta verkin tala. Hátt í tólf hundruð almennir borgarar hafa fallið í stríðinu í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Bandaríkjaforseti segir það lykilatriði að halda stöðugleika í Evrópu en að hann verði ekki til staðar nema öll aðildarríki NATO standi við skuldbindingar sínar um að verja hvert annað gegn hvers kyns árásum. Ekkert lát er á árásum Rússa.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Uppgjafartónn og ofsóknaræði er runnið á æðstu ráðamenn Rússlands sem segja Vesturlönd hafa sameinast um að gjöreyða Rússlandi. Vestrænir leiðtogar heita því að standa saman þar stríðinu ljúki með sneypuför Putins. Nú er talið að minnsta kosti þrjú hundruð manns hafi fallið í árás Rússa á leikhús í Mariupol.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varanlega en leiðtogar þess ákváðu í dag að efla herafla sinn í austur Evrópu verulega. Hernaðaraðstoð aðildarríkjanna við Úkraínu verður aukin en ekki nægjanlega að mati forseta landsins.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum segjum við frá þeirri sögulegu staðreynd að frá og með deginum í dag á íslenska ríkið í fyrsta skipti frá hruni ekki lengur meirihluta í íslensku viðskiptabönkunum. Bankasýslan seldi fagfjárfestum tæplega fjórðungs hlut í Íslandsbanka í morgun með 2,5 milljarða afslætti þrátt fyrir umfram eftirspurn eftir bréfunum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum höldum við áfram að fjalla um afleiðingar innrásar Rússa í Úkraínu en nú hafa um 3,5 milljónir manna, aðallega konur og börn, flúið landið. Rússneskir hermenn skutu á mótmælendur í borginni Kherson í gær og kallar Zelenskyy forseti Úkraínu rússneska hermenn þræla áróðurs Putiins sem skjóti á frjálst fólk.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Minnst átta létust í árás Rússa á verslunarmiðstöð í Kænugarði í gærkvöldi. Íslendingur í borginni segir að hryllingurinn sem fylgi stríðinu í landinu sé farinn að hafa veruleg áhrif á borgarbúa. Varnarmálaráðherra Úkraínu segir Rússa fremja þjóðarmorð í Maríupól. Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum og verðum í beinni útsendingu frá ráðhúsinu þar sem ljóðskáld verða í kvöld með upplestur til styrktar hjálparstarfs í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 klukkan hálf sjö verður rætt við foreldra tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19. Þeir telja að heilbrigðiskerfið hafi brugðist þeim. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttatíma okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö förum við yfir ástandið í Úkraínu en nú eru um 300 þúsund manns innlyksa í Maríupól á meðan rússneskir hermenn sprengja sjúkrahús, kirkjur og íbúðahús þar.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Margt bendir til að Rússar séu byrjaðir að örvænta í innrás sinni í Úkraínu og að þeir séu að undirbúa notkun efnavopna með ásökunum um að slík vopn sé að finna í Úkraínu. Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Úkraínumenn nú þegar í gagnsókn á sumum stöðum og að Pútín eigi ekki möguleika á að vinna stríðið.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forseti Úkraínu biðlar til Vesturlanda að auka hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning við landið. Rússar væru að reisa múr á milli frjálsra þjóða og ófrjálsra í Evrópu sem stækki með hverjum degi sem líði í stríðinu. Fjallað verður ítarlega um stöðuna í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Nú þegar þrjár vikur eru liðnar frá innrás Rússa í Úkraínu hefur mannfallið, eyðileggingin og hryllingurinn hvergi verið meiri en í hafnarborginni Mariupol. Þar hafa rúmlega fjögur hundruð þúsund manns verið innikróaðir nánast frá upphafi stríðsins, sætt stöðugum loftárásum og nú vofir hungurvofan yfir íbúunum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þúsundir Úkraínumanna hafa snúið til baka til heimalandsins til að deila örlögum með fjölskyldu sinni og eða taka þátt í stríðinu. Enn hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum til stríðshrjáðra í Mariupol og Rússar hertu árásir sínar á Kænugarð síðastliðna nótt.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna lauk án niðurstöðu í dag en verður haldið áfram á morgun. Flóttaleið opnaðist loks út úr Mariupol í dag, þar sem íbúar hafa búið við hryllilegar aðstæður dögum saman. Mannfall varð í loftárás Rússa í Kænugarði í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Á fjórða tug létust í árás Rússa á herstöð við landamæri Úkraínu og Póllands. Rússar fikra sig hægt og rólega nær Kænugarði. Páfinn bað Rússa í dag um að hætta árásum sínum, í nafni Guðs. 

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Pútín Rússlandsforseti sýndi engan vilja til að binda enda á stríðið við Úkraínu að sögn franskra yfirvalda en Pútín átti símafund með Frakklandsforseta og kanslara Þýskalands í dag. Árásir Rússa á nokkrar úkraínskar borgir færðust mjög í aukana í morgun. Við færum ykkur helstu fregnir af stríðinu í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Forseti Úkraínu óttast að ásaknir Rússa um að Úkraínumenn séu að koma sér upp efnavopnum sé undanfari þess að þeir beiti slíkum vopnum í Úkraínu. Biden bandaríkjaforseti segir Putin algerlega hafa misreiknað samstöðu Vesturlanda. Rússar sækja vestur á bóginn í innrásinni. Við segjum frá helstu tíðindum stríðsins í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Íbúar í Mariupol í Úkraínu eru að niðurlotum komnir vegna stöðugra loftárása og skorts á öllum helstu lífsnauðsynjum. Á milli loftárása reynir fólk að ná sér í vatn úr brunnum og koma hinum látnu fyrir í fjöldagröfum. Engin handbær niðurstaða varð á fundi utanríkisráðherra Úkraínu og Rússlands í dag. Við fjöllum um helstu vendingar innrásar Rússa í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Líf milljóna er í upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tugir hafa fallið í stórskotaliðs- og eldflaugaárásum Rússa á borgir í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Bandaríkjaforseti tilkynnti um bann á innflutningi á olíu frá Rússlandi í dag og Bretar ætla að þynna innflutninginn út á árinu.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hátt í tvær milljónir Úkraínumanna hafa flúið heimaland sitt á þeim tólf dögum sem liðið hafa frá því að Rússar réðust inn í landið og eru fólksflutningarnir þeir mestu frá seinni heimstyrjöldinni. Friðarviðræður Úkraínumanna og Rússa í dag skiluðu litlum árangri.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum verður fjallað ítarlega um stöðuna í Úkraínu, sem virðist versna dag frá degi. Rætt verður við formann Blaðamannafélagsins í beinni útsendingu nú þegar Rússar hafa lokað á aðgang almennings að vestrænum fjölmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Mesti fólksflótti í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar er skollinn á. Hundruð þúsunda reyna að flýja Maríupol en Rússar eru sagðir hafa virt vopnahlé þar að vettugi. 56 eru komnir til Íslands frá Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Rússar hafa haldið árásum sínum á borgir í Úkraínu áfram síðasta sólarhringinn og náðu stærsta kjarnorkuveri Evrópu á sitt vald í morgun. Hægt verður að dæma fólk í allt að fimmtán ára fangelsi fyrir að deila upplýsingum um stríðið sem ekki eru rússneskum stjórnvöldum þóknanlegar samkvæmt nýjum lögum. Ítarlega verður fjallað um stöðuna í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá verður rætt við viðbúnaðarstjóra Geislavarna ríkisins um áhrifin.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Það voru miklir fagnaðarfundir í Leifsstöð í nótt þegar tvær úkraínskar konur og börnin þeirra þrjú komu til landsins eftir vikulangt ferðalag frá Kænugarði. Eiginmenn kvennanna beggja komust ekki frá heimalandinu og hafa nú tekið upp vopn til að berjast gegn innrásarhernum. Við sýnum frá þessari tilfinningaþrungnu stund í fréttum okkar á Stöð 2 í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Rússar hafa hert mjög loftárásir sínar á borgir víðs vegar um Úkraínu í dag og fullyrða að þeir hafi náð einni þeirra alfarið á sitt vald. Forseti Bandaríkjanna segir Rússa eiga eftir að finna fyrir afleiðingum innrásarinnar á stöðu sína um langa framtíð. Minnst tvö þúsund almennir borgarar hafa fallið í árásunum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forseti Úkraínu sakar Rússa um hryðjuverk eftir eldflaugaárás á miðborg næst stærstu borgar landsins í dag. Forseti Evrópuþingsins segir forseta Rússlands og Hvítarússlands verða dregna til ábyrgðar vegna stríðsins í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Friðarviðræður Úkraínu og Rússlands sem hófust í morgun skiluðu ekki afgerandi niðurstöðu. Sendinefndir landanna undirbúa nú annan fund á næstu dögum. Stjórnvöld í Úkraínu fullyrða að tugir hafi fallið í eldflaugaárás Rússa á næststærstu borg landsins í dag.

Innlent