Fréttir

Fréttamynd

Upp­sagnar­á­kvæði stendur í fólki

Kennarar og sveitarfélög eiga enn í rökræðum varðandi launalið kjarasamninga og sömuleiðis uppsagnarákvæði sem sveitarfélögin vilja ekki sjá inni í kjarasamningum. Eining er um framtíðarsýn kennslustarfsins.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þurfi að leggja meira í skóla án að­greiningar svo stefnan virki

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barna- og menntamálaráðherra, segir áríðandi að þegar erfið mál komi upp innan skóla sé strax tekið á þeim. Töluvert hefur verið fjallað um erfiða stöðu innan Breiðholtsskóla undanfarið. Faðir stúlku í 7. bekk steig nýverið fram og lýsti ofbeldismenningu innan skólans.

Innlent
Fréttamynd

Trump fetar í fót­spor Breivik

„Sá sem bjargar landi sínu brýtur engin lög,“ sagði Donald Trump á samfélagsmiðlum síðustu helgi. Frasinn er gjarnan eignaður Napóleon Bónaparte og hefur verið notaður af ýmsum mönnum, þar á meðal forseta El Salvador og Anders Behring Breivik.

Erlent
Fréttamynd

Traustið við frost­mark

Talsverðar breytingar eru milli ára á trausti Íslendinga til stofnana. Traust til borgarstjórnar hefur ekki verið jafnlítið síðan 2008. Traust til þjóðkirkjunnar hefur aukist mest milli ára meðan traust til embætti forseta Íslands tekur stærstu dýfuna.

Innlent
Fréttamynd

Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lög­reglu í fyrra

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs vísaði í fyrra níu málum sem komu á þeirra borð til lögreglunnar. Þá tilkynntu þau 27 börn í fimmtán málum til barnaverndar. Kristín Skjaldardóttir, samskiptaráðgjafi, segir málin sem rata á þeirra borð enn of mörg. Árlega sé til þeirra tilkynnt um allt að 100 mál, eða um tvö á viku. Málin eru ekki bundin við ákveðnar íþróttir.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar í stór­felldan niður­skurð hjá hernum

Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað leiðtogum varnarmálaráðuneytisins (Pentagon) að undirbúa stórfelldan niðurskurð á næstu árum. Til stendur að skera niður um átta prósent á ári hverju, næstu fimm ár, og er markmiðið að fjármagna sérstakar áherslur ríkisstjórnarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi

„Ég held að Rússar vilji sjá stríðið taka enda; virkilega. Ég tel þá halda svolítið á spilunum þar sem þeir hafa tekið yfir mikið landsvæði. Þeir eru með spilin í höndunum.“

Erlent
Fréttamynd

Trump titlar sig konung

Trump virtist hafa krýnt sig konung í færslu hans á samfélagsmiðlinum Truth Social frá því í kvöld. Seinna birti samfélagsmiðlareikningur Hvíta hússins mynd af Trump með kórónu á höfði og skrifaði meðal annars við: „Konungurinn lengi lifi.“

Erlent
Fréttamynd

Um­mæli Trumps lofi ekki góðu

Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Danir ausa milljörðum í varnar­mál

Forsætisráðherra Danmerkur hefur tilkynnt stórfelldar aukningar í fjárúthlutun til varnarmála. Eftir neyðarfund Frakklandsforseta fyrr í vikunni sagði hún Evrópu þurfa að vígbúast.

Erlent
Fréttamynd

Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða

Tíu bæjar- og sveitarstjórar mótmæla lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli og krefjast þess að hún verði opnuð strax auk þess að tré í Öskjuhlíð, sem skyggja á flugbrautina, verði felld. Þau segja að ekki sé um neitt „tilfinningaklám“ að ræða, líkt og Helga Vala Helgadóttir lögmaður sagði í Silfrinu á RÚV.

Innlent
Fréttamynd

Vill aukna fjöl­breytni í lögregluna: „Okkar við­skipta­vinir eru alls konar“

Árgangurinn sem hefur nám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri í haust verður líklega sá langfjölmennasti til þessa. Ríkislögreglustjóri segir fjölda lögreglumanna haldast í hendur við öryggistilfinningu þeirra sjálfra og borgaranna. Hún bindur vonir við að fólk af erlendum uppruna sæki um til að lögreglan endurspegli breytta samsetningu þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Leita til Ís­lands að nýjum stjóra eftir skraut­lega upp­sögn

Færeyska ríkisútvarpið leitar að nýjum útvarpsstjóra á íslenskum miðum. Kringvarpið birti auglýsingu á íslensku á íslenskum atvinnuleitarmiðli. Stjórnarformaður segir að þrátt fyrir að framúrskarandi hæfni á færeysku máli sé ráðningarskilyrði séu Íslendingar vanir að vera altalandi eftir fáeina mánuði í Færeyjum.

Innlent
Fréttamynd

Af­staða Ís­lands skýr

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sótti neyðarfund Emmanuels Macron Frakklandsforseta. Til umræðu voru öryggis- og varnarmál álfunnar og friðarviðræður í stríðinu milli Úkraínu og Rússa. Forsætisráðherra segir afstöðu Íslands skýra.

Innlent
Fréttamynd

Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, tók í dag þátt í fundi Emanuels Macron Frakklandsforseta um öryggi Evrópu og málefni Úkraínu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forsætisráðherra um það sem fór fram á fundinum sem boðað var til vegna viðræðna Bandaríkjamanna og Rússa um frið í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Slit­lag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar

Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu síðasta ómalbikaða kafla Grafningsvegar, brekkuna á vesturbakka Sogsins sem liggur upp frá brúnni við Írafossvirkjun og í átt að Ljósafossvirkjun. Fyrirhugað er að drífa verkið áfram og skal því að fullu lokið í sumar, fyrir 1. ágúst 2025.

Innlent