Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Vladimír Pútín Rússlandsforseti er staddur í Kúrskhéraði í Rússlandi í fyrsta skipti síðan Úkraínuher réðist skyndilega inn í héraðið í ágúst í fyrra. Erlent 13.3.2025 00:04
Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Lögregluyfirvöld í Frakklandi rannsaka skotárás sem gerð var á 71 árs gamlan fyrrverandi mafíuleiðtoga á hraðbraut nærri borginni Grenoble í morgun. Erlent 12.3.2025 23:00
Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að maður fannst illa haldinn í Gufunesi. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Alls voru átta manns handteknir en fimm þeirra hafa verið látnir lausir. Rannsókn lögreglu beinist að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Innlent 12.3.2025 21:32
Berklasmit á Fáskrúðsfirði Einstaklingur hefur verið greindur með berkla á Fáskrúðsfirði. Aðeins um eitt tilfelli sé að ræða og verður það meðhöndlað á Heilsugæslunni í Fjarðabyggð. Innlent 12.3.2025 17:48
Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Blaðamannaverðlaunin voru veitt fyrr í kvöld. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, blaðamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hlaut verðlaun fyrir umfjöllun ársins fyrir þættina Vistheimilin. Innlent 12.3.2025 17:44
Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Rektor Háskóla Íslands hefur ákveðið, að höfðu samráði við forseta Hugvísindasviðs, að Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands og prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, verði prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar við háskólann. Innlent 12.3.2025 17:18
Leikarar og dansarar á leið í verkfall Leikarar og dansarar í Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu eru á leið í verkfall eftir að kjaradeilum var lýst sem áranguslausum. Verkföllin falla á „stóra sýningardaga“ en ný sýning um Ladda kemur hvað verst út. Innlent 12.3.2025 16:50
„Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Stjórnarandstöðuflokkarnir unnu stórsigur í þingkosningum á Grænlandi í gær. Demókratar þrefölduðu fylgi sitt frá síðustu kosningum en þetta er í fyrsta sinn sem hægri flokkur vinnur kosningar á Grænlandi. Úrslitin eru til marks um klofning meðal grænlensku þjóðarinnar að sögn Vilborgar Ásu Guðjónsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðings og doktorsnema. Erlent 12.3.2025 16:50
Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Blaðamannaverðlaun ársins 2024 verða afhent í Sykursal í Grósku í dag og hefst útsending frá verðlaunaafhendingu klukkan 17. Innlent 12.3.2025 16:20
Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Tekið var á móti Þórunni Þórðardóttur HF 300, nýju hafrannsóknaskipi, í höfuðstöðvum Hafrannsóknastofnunar í dag. Skipið tekur við af hinum dygga Bjarna Sæmundssyni og heitir í höfuðið á einum helsta svifþörungafræðingi landsins. Innlent 12.3.2025 16:06
Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Tveir bræður sem ráku trúfélagið Zuism notfærðu sér óvissu um starfsemi félagsins til þess að svíkja sóknargjöld út úr ríkinu samkvæmt dómi Hæstaréttar yfir þeim. Rétturinn hafnaði rökum þeirra um sýknu á grundvelli trúfrelsisákvæði stjórnarskrá. Innlent 12.3.2025 15:37
Ögurstund upp runnin hjá VR Mikið kapp hefur hlaupið í kosningabaráttuna í VR - Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur - en henni lýkur um hádegi á morgun. Fjórir eru í framboði til formanns og er hlaupinn nokkur hiti í leikinn. Innlent 12.3.2025 15:24
Skjálftahrina við Reykjanestá Nokkrir jarðskjálftar hafa orðið á Reykjanestá á þriðja tímanum og hafa þeir stærstu mælst um 3,5 stig. Skjálftarnir tengjast þó Sundhnúksgígaröðinni ekki með beinum hætti. Innlent 12.3.2025 15:07
Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Forseti ungra Sósíalista hefur sagt sig úr kosningastjórn Sósíalistaflokksins í mótmælaskyni. Hann segist útskúfaður fyrir að segja sannleikann um „ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot“ Gunnars Smára Egilssonar, formanns framkvæmdastjórnar flokksins. Gunnar Smári hefur boðað til skyndifundar í kvöld vegna ásakananna. Innlent 12.3.2025 14:51
Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Fyrirhugað er að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga aðgerðaáætlunar um trjáfellingar í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis. Nú þegar er búið að fella 730 tré. Innlent 12.3.2025 14:26
Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum Ásthildar Lóu Þórsdóttur, menntamálaráðherra, og eiginmanns hennar. Þau kröfðust bóta úr hendi ríkisins vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra árið 2017. Innlent 12.3.2025 14:10
Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Yfirvöld í Pakistan segja að minnsta kosti 190 gísla hafa verið frelsaða úr gíslingu aðskilnaðarsinna í Balochistan-héraði en margir þeirra voru fluttir á sjúkrahús. Vígamenn stöðvuðu lest þar sem á fimmta hundrað manns voru um borð í gær og tóku fjölda þeirra í gíslingu. Erlent 12.3.2025 14:07
Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Fangelsisdómar tveggja bræðra sem stýrðu trúfélaginu Zuism voru staðfestir í Hæstarétti í dag. Annar þeirra var dæmdur í tveggja ára fangelsi og hinn í eins og hálfs árs fangelsi. Innlent 12.3.2025 14:06
Lögregla lýsir eftir manni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Jakup Chojnowski, 27 ára pólskum ríkisborgara. Innlent 12.3.2025 13:40
Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Meirihluti bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar samþykkti að fækka bæjarfulltrúum um tvo á næsta kjörtímabili. Þrír bæjarfulltrúar greiddu atkvæði gegn breytingunni. Innlent 12.3.2025 12:14
Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Samgönguráðherra vakti máls á alvarlegu ástandi vega fyrir vestan við ríkisstjórnarborðið í gær og talaði um mikilvægi þess að verja auknu fé til viðhalds. Málinu var vísað til ráðherranefndar um ríkisfjármál. Í lok febrúar sendu sveitarfélögin á Vesturlandi og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi forsætisráðherra bréf vegna neyðarástands í vegamálum. Innlent 12.3.2025 11:49
Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Fjögurra akreina hraðbraut sem á að byggja fyrir Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP30) í Belém í Brasilíu í nóvember mun skera tugi þúsunda ekra af vernduðum Amazon-regnskóginum. Erlent 12.3.2025 11:47
Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Íslendingar ættu að takmarka neyslu sína á rauðu kjöti við 350 grömm á viku og neyslu mjólkur og mjólkurvara við 350 til 500 ml á dag. Þá ættu þeir að borða fimm til átta skammta af grænmeti og ávöxtum á dag og þrjá skammta af heilkornum. Innlent 12.3.2025 11:44
Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Í hádegisfréttum verður fjallað um manndrápsmálið óhugnanlega sem kom upp í gær. Innlent 12.3.2025 11:39