Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Íbúar á Egilsstöðum eru slegnir eftir skotárásina þar í gærkvöld. Kristín Ólafsdóttir fréttamaður er fyrir austan og hefur rætt við fólk á svæðinu en hún mun flytja okkur nýjustu tíðindi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld kafar Kristín Ólafsdóttir ofan í næstu sóttvarnaaðgerðir sem heilbrigðisráðherra kynnti í morgun. Næstu aðgerðir eiga að taka gildi á laugardag en ráðherra boðaði fimm hundruð manna viðburði gegn hraðprófum. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld segjum við frá því hvernig blaðamannafundur KSÍ fór þar sem nýjasti landsliðshópurinn var kynntur. Fréttamaður okkar Snorri Másson sat fundinn en andrúmsloftið varð spennuþrungið þegar forysta KSÍ var spurð út í erfið mál sem vofa yfir liðinu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af röskun á flugstarfsemi vegna yfirvofandi verkfalls flugumferðarstjóra. Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við ráðherra sem segir alvarlegt hversu oft sé gripið til verkfallsvopnsins hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því að þrír starfsmenn heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintra mistaka og vanrækslu. Málið varðar andlát hinnar 73 ára gömlu Dönu Kristínar Jóhannsdóttur sem talin er hafa verið sett í lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að tilefnislausu.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Börn hafa leitað til umboðsmanns barna vegna skipulagðra bólusetninga sem hefjast í Laugardalshöll á morgun. Umboðsmaður segir brýnt að þau geti tekið upplýsta ákvörðun um bólusetningar.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Lögmaður hefur kvartað til landlæknis og gert bótakröfu fyrir hönd hátt í tíu kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu í tengslum við skimun eða sérskoðun á brjóstum. Einni konunni var synjað um læknisþjónustu vegna Covid og greindist síðar með brjóstakrabbamein og meinvörp, að sögn lögmanns.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ferðamálaráðherra segir ákveðna uppgjöf að ætla takmarka fjölda ferðamanna til Íslands, líkt og lagt er til í minnisblaði sóttvarnalæknis. Veiran sé komin til að vera og lífið þurfi að komast í eðlilegt horf sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

„Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja", segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Utanríkisráðherra segir í forgangi að koma þeim Íslendingum sem staddir eru í Kabúl frá Afganistan. Ríkisstjórnin mun funda á morgun vegna stöðunnar.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Öryggis- og varnarmálafræðingur segir skert mannréttindi bíða íbúa Afganistans eftir að Talibanar tóku stjórnina í landinu í gær. Ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl þar sem reynt er að flytja starfsfólk sendiráða á brott.Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld verður rætt við íslenska stúlku sem hvetur alla til að fara í bólusetningu þó hún hafi misst alla tilfinningu fyrir neðan mitti eftir að hafa fengið örvunarskammt. Hún ætlar sér ekki að sækjast eftir bótum og segir lækna halda því fram að þetta ástand sé tímabundið.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld er rætt við sóttvarnalækni sem ætlar að bregðast skjótt við lýsi Landspítalinn yfir neyðarástandi. Hann mun strax leggja til harðari aðgerðir, en veit þó ekki hvernig ríkisstjórnin mun bregðast við því.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld fáum við einstaka innsýn í Covid-göngudeild Landspítalans. Við fylgjumst með því hvernig starfsfólkið þarf að búa sig undir langar vaktir í hlífðargöllum sem er ekki fyrir venjulega manneskju að klæðast í fleiri klukkutíma á dag. Starfsfólkið segir gjörgæsluna sprungna og hafa sjúklingar verið fluttir til Akureyrar til að létta á álaginu.

Fréttir
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sóttvarnalæknir mun skila tillögum um hertar aðgerðir ef staðan á Landspítala versnar. Við ræðum við Þórólf Guðnason í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30 en hann telur grímuskyldu komna til að vera. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Gríðarlegt álag er á göngudeild fyrir Covid sjúklinga á Landspítalanum, en þar eru nú meðal annars að leggjast inn aldraðir erlendir ferðamenn. Áhyggjur eru nú af því að veiran berist í auknum mæli í eldri hópa hér innanlands. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30 fjöllum við ítarlega um blaðamannafund ríkisstjórnarinnar og ræðum við ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Tæplega tvö hundruð vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi. Langflestar þeirra eru virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sóttvarnalæknir vill að hjarðónæmi verði náð í samfélaginu með því að leyfa kórónuveirunni að ganga og ætlar ekki að leggja til harðar aðgerðir innanlands að svo stöddu. Staðgengill sóttvarnalæknis er hins vegar á öndverðum meiði og hefur efasemdir um að reyna að ná fram hjarðónæmi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Staðan á Landspítalanum er tekin að líkjast svartsýnni hluta spálíkans um innlagnir og fjölda sjúklinga á gjörgæslu, að mati yfirlæknis. Landspítalinn áætlar að um fimm þúsund manns muni smitast af kórónuveirunni á næstu sex vikum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið ítarlega yfir næstu aðgerðir stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum en til stendur að þétta varnir á landamærum og ráðast í bólusetningarátak.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kerfi samfélagsins eru komin að þolmörkum að mati þríeykisins og er ótti um að ef stjórnvöld grípa ekki í taumana gæti skapast sú staða covidsjúklingar fái ekki þá læknisþjónustu sem þeir þurfa á að halda. Fjallað verður ítarlega um stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Flest bendir til að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með nýjar stökkbreytingar delta-veirunnar að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Nýr tónn er í sóttvarnalækni sem hyggst ekki senda áfram niðurnegldar tillögur um aðgerðir innanlands vegna kórónuveirunnar heldur áhættumat í minnisblaði sínu til ráðherra. Segir hann í höndum stjórnvalda að meta hvaða aðgerðir henti, með tilliti til annarra hagsmuna.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar segjum við frá því að unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á Landspítalanum, en kalla hefur þurft út starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunnin innanlands í gær þegar færri sýni voru tekin en dagana á undan. Samkomutakmörkunum er mótmælt víða um heim og fóru fjölmenn mótmæli fram í Ísrael í dag. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Dæmi eru um að Covid-sjúklingar hafi neyðst til þess að sofa í bílum sínum undanfarna daga vegna þess að þeir eiga ekki í önnur hús að venda. Farsóttarhús í Reykjavík eru yfirfull og reynt er að mæta stöðunni með því að stytta einangrunartíma bólusettra covid-sjúklinga í tíu daga. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hlutfall bólusettra sem veikjast alvarlega eftir að hafa smitast af kórónuveirunni er það sama hér á landi og í Ísrael eða eitt prósent. Fjallað verður um þróun fjórðu bylgjunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2, rætt við sóttvarnayfirvöld og staðan tekin á Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum birtum við nýja könnun Maskínu sem sýnir að stjórnarflokkarnir hafa misst meirihlutann. Við tölum við stjórnmálafræðiprófessor um mögulegar meirihlutastjórnir.

Innlent