Skoðanir

Fréttamynd

ESB og aðlögunin

Andstæðingar aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið, undir forystu Jóns Bjarnasonar ráðherra, hafa nú fundið sér enn eina ástæðuna til að fara fram á að viðræðunum verði hætt. Það er að í raun sé „aðlögun" Íslands að löggjöf Evrópusambandsins þegar hafin, án þess að þjóðin hafi ákveðið að ganga í sambandið. Jón Bjarnason hefur látið hafa eftir sér að aðildarferlið sé eitthvað allt annað en það sem Alþingi samþykkti á sínum tíma.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fjórtán ár í útlegð

Eitt af því fyrsta sem ég meðtók í kristinni trú var að kirkjan, hús guðs, væri skjól mitt og griðastaður, sérstaklega ef ég ætti um sárt að binda. Þar gætti réttlætis. Þar nyti ég verndar. Æðsti yfirmaður þess skjóls hefur breytt þessari vissu í daprar efasemdir.

Bakþankar
Fréttamynd

Skalli

Gylfi Magnússon efnahagsráðherra var sakaður um að hafa leynt Alþingi vitneskju um að gengistrygging lána væri ólögmæt. Svo vill til að Alþingi setti lög um bann við slíkri tryggingu árið 2001. Síðan þá hefur það verið opinber staðreynd og birt með lögmætum hætti öllum borgurum þessa lands til eftirbreytni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Er reynslan af EFTA áhugaverð?

Árið 1970 varð Ísland aðili að EFTA, árangur af Viðreisninni því farsæla stjórnarsamstarfi Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks. Rofin var einangrun Íslands að vera utan viðskiptalegs samstarfs í Evrópu, tryggð viðskiptaleg fríðindi til jafns við keppinauta í útflutningi og komið á auknu innlutningsfrelsi.

Skoðun
Fréttamynd

Lífsgæði hafnarsvæðisins

Það hefur verið gaman að rölta um gömlu höfnina í Reykjavík í sumar. Veðrið hefur verið óvenjulega gott og sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir lagt leið sína niður að höfn. Reykjavíkurhöfn er loksins að verða almenningsrými, eins og við þekkjum í mörgum erlendum hafnarborgum, með skemmtilegum gönguleiðum, veitingastöðum, kaffihúsum, söfnum.

Skoðun
Fréttamynd

Launafólk ber byrðarnar

Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti sína um eina prósentu á miðvikudag, meira en margir höfðu búist við. Þessi lækkun er því fyrst og fremst að þakka að horfur í efnahagslífinu eru betri en spáð hafði verið, til dæmis af Seðlabankanum sjálfum í maí.

Skoðun
Fréttamynd

Loksins kom góða veðrið

Ég er flúin inn úr steikjandi hitanum á útipalli kaffihússins, þar sem skuggi byggingakranans dansar eins og diskóljós á klúbbgólfi á Íbísa. Mér líður reyndar ekkert ósvipað og ég ímynda mér að mér myndi líða þar, hitinn næstum því kæfandi, örlitlir golusveipir það eina sem gerir lífið bærilegt. Já, og svo náttúrlega ískaffið og klakavatnið, sólskinið og áhrifin sem það hefur á fólkið.

Bakþankar
Fréttamynd

Varnarsamtök íslenskunnar

Nokkrar umræður hafa verið undanfarið í þessu blaði um íslenskuna og þá einkum um hvernig eigi að leiðbeina fólki um málfar. Er það vel, hollt er að skiptast á skoðunum um tungumálið og fátt verra en skeytingarleysið, en það kemur fram í því þegar mönnum er sama hvernig íslenskan er notuð og hvort svo er. Engu er líkara en hún sé farin að þvælast fyrir fólki sem er tamara að grípa til enskunnar sem er þó jafnvel hvorki fugl né fiskur.

Skoðun
Fréttamynd

Skólastarf verður að vera öruggt

Niðurskurður blasir nú við hvarvetna bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Engin þjónusta sem veitt er af opinberum aðilum mun þar eiga undankomu og skólar eru engin undantekning, leik- og grunnskólar hjá sveitarfélögunum og framhaldsskólar hjá ríkinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kirkjan og kynferðisofbeldi

Kynferðislegt ofbeldi er alvarleg staðreynd í samfélaginu. Allar stofnanir og félagasamtök, ekki síst þau sem vinna með og í þágu barna og unglinga þurfa að vera á varðbergi og skoða starfshætti sína í því ljósi.

Skoðun
Fréttamynd

Meirihluti nemenda verðskuldar meiri athygli

Ég þakka svör Ólafs H. Helgasonar og Guðmundar J. Guðmundssonar við grein minni frá 30. júlí s.l. Ekki get ég annað en brugðist við þó að það hafi í för með sér að enn víkur sögunni að því sem ég álít minniháttar vanda í skólakerfinu, þ.e. innritunarreglum í framhaldsskóla. Ég ítreka að tíma okkar sem höfum áhuga á skólamálum væri mun betur varið í að ræða alvarlegri mál, svo sem þá staðreynd að mun færri nemendur ljúka framhaldsskólanámi hér en eðlilegt getur talist. Sú staðreynd ein og sér ætti að duga til að sannfæra menn um að eitthvað er bogið við þá skipan skólamála sem við höfum vanist og aðkallandi að leita annarra leiða til að tryggja fleirum menntun.

Skoðun
Fréttamynd

Skila verkferlar gegn kynferðisofbeldi árangri?

Á síðustu árum hafa skotið upp kollinum gömul mál þar sem ásakanir á hendur fyrrverandi biskupi Íslands um kynferðisofbeldi koma við sögu. Þegar ásakanirnar á hendur biskupi komu fram var ég í guðfræðinámi, sótti safnaðarstarf í Langholtskirkju og sinnti barnastarfi í afleysingum. Ég átti barn hjá dagmömmu í hverfinu. Við urðum góðir kunningjar og einn daginn trúði hún mér fyrir því að biskup Íslands, sem hefði m.a. gift þau hjónin hefði leitað á hana kynferðislega með nokkuð alvarlegum hætti.

Skoðun
Fréttamynd

Nokkur orð um skiptingu auðlinda þjóðarinnar

Núna eru nokkur uppsjávarvinnsluskip að búa til mikil verðmæti úr makríl sem leitað hefur inn í íslenska landhelgi. Þetta er fisktegund sem íslenskir útgerðarmenn hafa engan nytjarétt á, því það eru sjómenn í nágrannaríkjum okkar sem hafa nýtt þennan stofn fram að þessu.

Skoðun
Fréttamynd

Enn um „Lebensraum“

Haukur Hauksson gerir athugasemdir við grein mína um A-Evrópu stækkun ESB og hvernig sú stækkun hafði áhrif á þróun mála í Úkraínu. Ég fagna skrifum Hauks enda eru fáir sem þekkja þessi lönd betur en hann. Ef til vill tók ég of stórt upp í mig varðandi Úkraínu og biðst ég forláts á því. Ég byggði þessi ummæli á fréttaflutningi frá landinu á þeim tíma en þá var mikið talað um áhyggjur Rússa af þróun mála í Úkraínu. Hins vegar er það staðreynd að forráðamenn Evrópusambandsins vöruðu þá sterklega við því að skipta sér af innanríkismálum landsins. Það hlýtur að hafa haft áhrif á Rússana að landamæri nýju aðildarlanda ESB þ.e. Póllands, Slóvakíu, Ungverjalands og Rúmeníu liggja öll að Úkraínu.

Skoðun
Fréttamynd

„Lebensraum“ og Úkraína

Það er alger fásinna að Rússar hafi verið komnir á fremsta hlunn með að ráðast með her inn í Úkraínu í Appelsínugulu byltingunni svonefndu og að ESB hafi bjargað landinu frá vondu köllunum; minna ber á að Úkraína er hvorki í ESB né NATO.

Skoðun
Fréttamynd

Landið tekur að rísa! - Grein 1

Á annasömum tímum hættir eflaust fleirum en höfundi til að dragast niður í úrlausnarefnin, lokast inni við hið hversdagslega amstur daganna. Vill þá farast fyrir að lögð séu niður amboðin og gengið á sjónarhól mannlífs og atburða, skyggnst um og horft jafnt um öxl sem fram á veginn.

Skoðun
Fréttamynd

Lokaðar leiðir, brenndar brýr

Íslendingar notuðu 20. öldina til að ná Dönum í efnahagslegu tilliti. Það tókst. Við upphaf heimastjórnar 1904 var Ísland hálfdrættingur á við Danmörku mælt í kaupmætti þjóðartekna á mann. Fyrir hrun 2008 virtist Ísland standa jafnfætis Danmörku og hafði gert um alllangt skeið. Þessi samanburður hvílir á tölum um þjóðartekjur og mannfjölda, en hann segir ekki alla söguna. Kaupmannahöfn var um aldamótin 1900 löngu orðin að háreistri heimsborg, en Reykjavík var þá lágreist þyrping og fátækleg, ef frá eru talin fáein glæsileg hús, sem Danir höfðu reist, svo sem Dómkirkjan, Menntaskólinn og Alþingishúsið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skuldaþak er skynsamlegt

Fréttablaðið sagði í gær frá tillögum, sem meðal annars eru unnar í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ganga út á að þak verði sett á það hversu mikið sveitarfélögum verður heimilt að skuldsetja sig. Rætt er um að horfa þá til allra skulda sveitarfélaganna, bæði A-hlutans, sem tekur til hefðbundins rekstrar og er fjármagnaður með skattfé, og B-hlutans, en í honum eru fyrirtæki í eigu sveitarfélaganna með sjálfstæða tekjustofna, til dæmis hafnir og orkuveitur. Tillögurnar ganga út frá að skuldaþakið verði 150% af heildartekjum sveitarfélaganna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Framhaldsskólarnir

Þann 13. ágúst sl. skrifaði Oddný Harðardóttir formaður menntamálanefndar Alþingis grein á pressan.is með heitinu „Endurskipulagning í menntakerfinu“. Þar fjallar formaðurinn m.a. um aðferðir við niðurskurð á fjárveitingum til framhaldsskólanna í tengslum við fjárlagagerðina fyrir árið 2011 og um stefnumótun til framtíðar fyrir skólastigið. Í greininni rifjar formaðurinn upp tillögur Samtaka atvinnulífsins um breytingar í framhaldsskólakerfinu frá því fyrr í sumar sem hún segist aðhyllast.

Skoðun
Fréttamynd

Landeyjahöfn og jólasveinninn

Mikil fagnaðarlæti hafa verið vegna Landeyjahafnar en ég ætla að leyfa mér að gerast veisluspillir. Loftmyndir sýna að þetta hafnarmannvirki er byggt á sandi í bókstaflegri merkingu. Landeyjahöfn er góðærisverkefni og verður dýrt spaug fyrir skattgreiðendur.

Skoðun
Fréttamynd

Gömlu viðhorfi úthýst

Umdeild ummæli Björgvins Björgvinssonar, fyrrverandi yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í viðtali í DV komu á óvart, ekki sízt í ljósi þess að Björgvin átti sem yfirmaður kynferðisbrotadeildarinnar sinn þátt í að rannsóknir lögreglunnar á kynferðisbrotum hafa orðið faglegri og fórnarlömbunum er sýnd meiri virðing og nærgætni en algengt var áður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Landnám ESB?

Evrópuandstæðingar láta að því liggja að ESB framfylgi útþenslustefnu. Þetta er ekki einungis alrangt heldur byggir á grundvallarmisskilningi á eðli og tilgangi Evrópusamvinnunnar. Fernt skiptir hér mestu.

Skoðun
Fréttamynd

Venesúela, Kúba… Ísland?

Grein mín á Pressunni sem bar heitið Venesúela og Kúba fór fyrir brjóstið blaðamanninum Magnúsi Þorláki Lúðvíkssyni og gerði hann hana að umtalsefni á síðum blaðsins í dálknum Frá degi til dags. Í greininni rakti ég ýmislegt sem ríkisstjórnin hefur gert sem er þess eðlis að ætti frekar heima í erlendum fréttum frá þessum löndum heldur en sem fréttir frá Íslandi. Blaðamaðurinn tilgreindi eitt dæmi sem ég nefndi sem gæti að hans áliti alls ekki átt við Venesúelu og Kúbu en það er þegar íslenski utanríkisráðherrann gekk í að kenna stækkunarstjóra ESB Evrópufræði, þegar hinn síðarnefndi benti Íslendingum á að þeir gætu ekki fengið varanlegar undanþágur frá lögum ESB.

Skoðun
Fréttamynd

Íslenskt mál og íslensk fyndni

Ánægjulegt er þegar einhver skrifar um íslenskt mál og veltir fyrir sér stöðu tungumálsins og þróun þess, jafnvel þótt skoðanirnar, sem fram koma, séu skrýtnar, en tungan er dýrmætasta eign þjóðarinnar auk landsins og sögu þjóðarinnar. Davíð Þór Jónsson hefur nú skrifað tvær greinar í Fréttablaðið um „norðlenska flámælið". Skrif hans eru skrýtin og jafnvel skemmtileg, enda hefur hann vafalaust ætlað sér að vera fyndinn og skemmtilegur eins og hann er vanur.

Skoðun
Fréttamynd

Harðari heimur

Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra hefur nú tekið af skarið og falið réttarfarsnefnd að undirbúa breytingar á lögum, þannig að lögreglan fái heimild til svokallaðra forvirkra rannsókna. Ennfremur vill ráðherra að nefndin geri tillögur að lagasetningu sem kveði á um hvernig stjórnvöld eigi að bera sig að, vilji þau beita heimild stjórnarskrárinnar til að banna félög með ólögmætan tilgang. Báðar þessar tillögur eru umdeildar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Góð frjálshyggja, vont fólk?

Þorsteinn Siglaugsson fór fram á það í nýlegri grein í Fréttablaðinu að frjálshyggjan yrði hreinsuð af ásökunum um að hafa átt einhvern þátt í efnahagshruni Íslands. Þetta er að sjálfsögðu fróm og góð bón þess sem hefur góðan málstað að verja.

Skoðun
Fréttamynd

Engin breyting

Ummæli mín í viðtalsþætti á Rás 2 þann 4. ágúst sl., sem slitin voru úr samhengi við annað sem ég hafði sagt, urðu Fréttablaðinu tilefni fréttar þann 10. ágúst síðastliðinn þó að öllum fjölmiðlum hafi þann 6. ágúst sl. verið send yfirlýsing þar sem tekin voru af öll tvímæli um afstöðu LÍÚ til aðildar Íslands að ESB. Yfirlýsing mín var svohljóðandi:

Skoðun