Sælgæti

Fréttamynd

Milljón krónum ríkari eftir örlagaríka verslunarferð

Hann Aron Brynjólfsson heimsótti nýverið Krónuna í Norðurhellu og mun væntanlega seint sjá eftir þeirri ferð. Þar keypti hann nefnilega tvo poka af Nóa Kroppi og tók þátt í Milljónaleik þessa vinsæla sælgætis. Og viti menn, Aron varð sá heppni og vann heila milljón í boði Nóa Kropps.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Mara­bou og Daim mun hverfa úr hillum IKEA

Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA hyggst taka vörur frá súkkulaðirisanum Mondelez úr sölu. Fyrirtækið er enn með umsvifamikla starfsemi í Rússlandi og greiðir skatta til rússneska ríkisins.

Neytendur
Fréttamynd

Sælgætið og snakkið oftast ódýrast í Fjarðarkaupum

Bónus var ódýrasta verslunin í matvörukönnun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi þann 9. maí. Verðið í Bónus var að meðaltali 4% frá lægsta verði, og bauð verslunin upp á lægsta verðið í 76 tilfellum. Krónan var með næst lægsta meðalverðið sem var 10% frá lægsta verði. 

Neytendur
Fréttamynd

Litlar málmflísar fundust í Haribo sælgæti

Litlar málmflísar fundust í sælgæti frá Haribo og hefur Matvælastofnun því varað við neyslu á vissum framleiðsludagsetningum af Haribo sælgæti. Fyrirtækið Danól flytur vörurnar inn og hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna af markaði.

Neytendur
Fréttamynd

Þóra nýr forstjóri Nóa Síríus

Þóra Gréta Þórisdóttir hefur verið ráðin forstjóri Nóa Síríus og tekur við starfinu af Lasse Ruud-Hansen, sem hefur gengt því frá árinu 2021. Lasse hverfur nú til annarra starfa hjá Orkla-samstæðunni og tekur Þóra við um mánaðamót.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þurfa að fjar­lægja Matter­horn af um­búðum Toblerone

Framleiðendur hins sívinsæla súkkulaðis Toblerone neyðast til þess að breyta umbúðum þess eftir að hluti framleiðslunnar var fluttur frá Sviss. Svissnesk lög kveða á um að ekki megi nota svissnesk kennileiti á umbúðum mjólkurvara sem ekki eru framleiddar að öllu leyti í Sviss.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Engin jóla­­daga­töl frá Lions í ár

Hin sívinsælu jóladagatöl frá Lionsklúbbnum hafa ekki verið í sölu fyrir þessi jól. Ástæðan er sú að verksmiðjan sem framleiðir dagatölin fékk ekki þau hráefni sem þarf í framleiðsluna. 

Neytendur
Fréttamynd

Sykur í sykurlausum Opal

Mistök við pökkun hjá Nóa Síríus olli því að sykraðir opalmolar enduðu í pakka ætluðum sykurlausum opal. 

Neytendur
Fréttamynd

Áhyggjufullir neytendur geta andað léttar

Forstjóri Kólusar segir nýjar, látlausar umbúðir utan um súkkulaðistykkið Þrist, sem vöktu talsverðar áhyggjur netverja í gær, aðeins tímabundnar. Verið sé að bíða eftir sendingu af „gömlu góðu“ umbúðunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Loka Ís­búð Brynju í Lóu­hólum

Ísbúð Brynju í Lóuhólum verður lokað á næstu mánuðum. Staðsetningin hentaði ekki nægilega vel en önnur ísbúð keðjunnar er staðsett ansi nálægt Lóuhólum. Framkvæmdastjóri ísbúðarinnar segir reksturinn á Akureyri og í Kópavogi alltaf ganga jafn vel.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fullnaðar­sigur Ís­lands í nammi­deilu við Dani

Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Frá Sviss“ hverfur af um­búðum Toblerone

Toblerone-súkkulaði hefur alla tíð einungis verið framleitt í Sviss, en framleiðandinn hyggur nú á opnun nýrrar verksmiðju í Slóvakíu. Svissnesk lög kveða á um að vegna þessa þurfi nú að breyta því sem stendur á umbúðunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hundrað tonn af sælgæti á mánuði frá Helga í Góu

Helgi Vilhjálmsson í Góu er ekki að baki dottinn þó hann sé orðinn áttræður því hann framleiðir hundrað tonn af sælgæti á hverjum mánuði og hefur varla undan að framleiða ofan í landsmenn. Þá hefur hann byrgt lagerinn sinn upp vegna ástandsins í heiminum.

Innlent
Fréttamynd

Ná ekki að breyta enskuskotnum umbúðum Nóa kropps

Sælgætisframleiðandinn Nói Síríus nær ekki að breyta enskuskotnum umbúðum á sumarútgáfu af Nóa kroppi þar sem búið er að dreifa nánast öllu takmörkuðu upplagi þess í verslanir. Málfræðingur við Háskóla Íslands gerði athugasemd við að umbúðirnar væru að hluta á ensku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kalla inn Kinder egg vegna gruns um salmonellu

Ferreri Scandinavia AB í Svíþjóð og Aðföng hafa ákveðið að taka úr sölu og innkalla Kinder Surprise í tveimur pakkningastærðum. Annars vegar 20 gramma stök egg og þriggja stykkja pakkningu með 20 gramma eggjum.

Neytendur
Fréttamynd

Ódýrustu páskaeggin í Bónus

Samkvæmt verðkönnun Alþýðusambands Íslands sem framkvæmd var þriðjudaginn 29. mars er Bónus að jafnaði með lægsta verðið á matvöru. Dýrast er að versla í Iceland en þar er meðalverð 38% yfir lægsta verði.

Neytendur
Fréttamynd

Freyja flytur í Hveragerði

Öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verður flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum.

Viðskipti innlent