KR

Kjartan Henry sagði Hjörvari að „skíta ekki á sig“
Mikill hiti var í leik HK og KR í Pepsi Max deild karla í gærkvöld. KR-ingar lönduðu mikilvægum 1-0 sigri þrátt fyrir að vera manni færri í rúmar 80 mínútur.

Hitinn og lætin milli KR og HK í Kórnum í gær til umræðu í Pepsi Max Stúkunni
Tíu KR-ingar fóru burt með öll þrjú stigin úr Kórnum í gær þökk sé sigurmarki Kjartans Henrys Finnbogasonar. Það voru mikil læti í leiknum og mörg spjöld fóru á loft.

Sjáðu sigurmark tíu KR-inga, mörk Víkinga og hvernig Blikar unnu Skagamenn
Sautjánda umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta lauk með þremur leikjum í gær og nú má sjá öll sjö mörkin úr þessum leikjum inn á Vísi.

Umfjöllun og viðtöl: HK - KR 0-1 | Tíu KR-ingar héldu Evrópudraumnum á lífi
KR hélt góðu lífi í Evrópudraumi sínum með því að landa sigri í Kórnum í fyrsta sinn, 1-0 gegn HK. KR missti mann af velli með rautt spjald eftir tíu mínútna leik en landaði samt sigri, svipað og gegn KA á Dalvík fyrr í sumar.

Kristján fékk sig fullsaddan og sparkaði í keilu
„Framlagið var geggjað og það sýndi sig að ef að menn leggjast á eitt um að hlaupa og berjast, og spila fyrir KR-merkið sitt, þá geta þeir spilað góðan leik og náð í þrjú stig,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 1-0 sigurinn gegn HK í Kórnum í kvöld.

Meira en átta hundruð dagar síðan KR náði að vinna HK síðast
KR-ingar mæta í Kórinn í kvöld í sautjándu umferð Pepsi deildar karla sem er einn af fáum völlum sem KR-ingar hafa aldrei fagnað sigri í efstu deild karla.

Ty Sabin yfirgefur KR
Bandaríski körfuboltamaðurinn Tyler Sabin hefur yfirgefið herbúðir KR og heldur nú til Ítalíu þar sem hann mun spila með San Sevro.

Sjáðu mörkin er bikarmeistarar Víkings tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum
Bikarmeistarar Víkings unnu öruggan 3-1 sigur á KR í stórleik 16-liða úrslita Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Sigur Víkinga var einkar öruggur en liðið komst í 3-0 og mark KR kom undir lok leiks þegar úrslitin voru ráðin.

FH með tveggja stiga forskot á toppi Lengjudeildarinnar
Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. FH náði tveggja stiga forskoti á toppnum með 1-0 sigri gegn ÍA á meðan að KR gerði 3-3 jafntefli gegn Grindavík. Afturelding fer upp í annað ætið eftir 4-2 sigur gegn Gróttu og HK lyfti sér upp úr fallsæti með 2-1 sigri gegn Haukum.

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KR 3-1 | Víkingar í átta liða úrslit eftir öruggan sigur í stórleiknum
Ríkjandi bikarmeistarar Víkings eru komnir í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur gegn KR í stórleik umferðarinnar.

Sigurvin: Góður kafli Víkinga setti okkur ofan í holu
KR datt út í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þegar þeir töpuðu 3-1 gegn Víkingum í kvöld.Sigurvin Ólafsson aðstoðarþjálfari KR var svekktur með niðurstöðuna í leiks lok.

Dregið í átta liða úrslitin í Mjólkurbikarmörkunum í beinni í kvöld
Það verða ekki bara sýnt öll mörkin í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Mjólkurbikarmörkunum í kvöld heldur kemur framhaldið í keppninni einnig í ljós.

Næstum því 47 ár upp á dag síðan Víkingar slógu KR síðast út úr bikarnum
Víkingur tekur á móti KR í kvöld í lokaleik sextán liða úrslita Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Sjö félög eru komin áfram og það ræðst í Víkinni í kvöld hvað verður áttunda liðið.

Bjarni Guðjóns nýr framkvæmdastjóri KR
Bjarni Guðjónsson er kominn aftur í KR þar sem hann hefur verið sem leikmaður, þjálfari og aðstoðarþjálfari á síðustu árum. Aðalstjórn Knattspyrnufélags Reykjavíkur hefur ráðið Bjarna Guðjónsson sem næsta framkvæmdastjóra félagsins.

Umfjöllun og viðtöl: KR - FH 1-1 | KR og FH skildu jöfn að Meistaravöllum
KR og FH skildu jöfn í 16.umferð Pepsi Max deildar karla í kvöld.

Helgi gat ekki sagt nei: „Hafði hugsað mér að taka pásu frá körfuboltanum“
Helgi Már Magnússon, nýráðinn þjálfari karlaliðs KR í körfubolta, segist ekki hafa getað hafnað tækifærinu að taka við liðinu. Hann hlakki til nýs hlutverks hjá félaginu sem hann hefur spilað fyrir stærstan hluta síns leikmannaferils.

Helgi Már tekur við KR
Helgi Már Magnússon hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs KR í körfubolta. Honum til aðstoðar verður Jakob Örn Sigurðarson. Helgi skrifaði undir þriggja ára samning við KR og Jakob eins árs samning.

Grindavík sigraði botnliðið og FH hafði betur í toppslagnum
Í kvöld fóru fram tveir leikir í Lengjudeild kvenna. Grindavík vann 1-0 sigur gegn botnliði Augnablik og FH tyllti sér á toppinn með 2-0 útisigri gegn KR í toppslag deildarinnar.

Sjáðu markið sem dómarinn tók af unga Garðbæingnum og markið mikilvæga í leik Vals og KR
Fimmtándu umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta lauk í gær með þremur leikjum og það var nóg skorað í fyrri hálfleiknum í tveimur leikjum. Hér má sjá öll mörkin frá því í gærkvöldi.

Umfjöllun: Valur - KR 1-0 | Valsmenn gerðu gott sem út um vonir KR-inga
Valur vann KR 1-0 í stórleik kvöldsins í 15. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta er liðin áttust við að Hlíðarenda. Valur er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar en vonir KR-inga um Íslandsmeistaratitil eru gott sem úr sögunni.

Rúnar með sex sigra og aðeins eitt tap sem þjálfari KR á Hlíðarenda
Valur hefur hvorki skorað né fengið stig á móti KR á heimavelli í þrjú ár í leikjum liðanna í Pepsi Max deildinni og þjálfari Vesturbæjarliðsins elskar örugglega að mæta á heimavöll erkifjendanna.

Hvað er þetta með Heimi Guðjóns og heimaleiki liða hans á móti KR?
Það hefur ekki verið mikið hægt að treysta á lið Heimis Guðjónssonar þegar uppeldisfélagið hans úr Vesturbænum kemur í heimsókn.

KR jafnaði í lokin á Akranesi
Topplið KR náði naumlega í stig gegn ÍA er liðin gerðu 1-1 jafntefli í eina leik kvöldsins í Lengjudeild kvenna sem fram fór á Norðurálsvellinum á Akranesi.

Frá KR í Kórdrengi
Miðjumaðurinn Alex Freyr Hilmarsson hefur skrifað undir lánssamning við Kórdrengi og mun spila með liðinu út leiktíðina. Alex kemur frá KR til Kórdrengja.

Lof og last 14. umferðar: Lennon, Sindri Kristinn, sóknarleikur KR, andleysi Fylkis og fljótfærir Blikar
Fjórtándu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né.

David Winnie mætti á KR-völlinn í gærkvöldi og KR-liðið svaraði með stórleik
KR-ingar voru í miklu stuði í 4-0 sigri á Fylki í fjórtándu umferð Pepsi Max deildar karla í gærkvöldi.

Sjáðu mörkin í flottustu frammistöðu KR-liðsins í allt sumar
KR-ingar komust upp í þriðja sæti Pepsi Max deildar karla eftir sannfærandi 4-0 sigur á Fylki í Vesturbænum í gærkvöldi en þetta var lokaleikur fjórtándu umferðarinnar.

Sjáðu þegar að Óskar Örn skoraði deildarmark númer hundrað í kvöld
Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR, náði þeim merka áfanga í leik liðsins gegn Fylki í kvöld að skora sitt hundraðasta mark í deildarkeppni á ferlinum.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 4-0 | KR-ingar ekki í neinum vandræðum á heimavelli
KR-ingar lentu ekki í neinum vandræðum þegar Fylkismenn mættu í Vesturbæinn í kvöld. Lokatölur 4-0 sigur heimamanna og sigurinn lyftir KR-ingum upp í þriðja sæti Pepsi Max deildarinnar.

Rúnar: Heimavöllurinn skiptir gríðarlega miklu máli
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var að vonum gríðarlega sáttur með 4-0 sigur sinna manna í kvöld gegn Fylkismönnum.