FH

Fréttamynd

„Það er aldrei góð hug­mynd“

Kaflaskil eru hjá Kjartani Henry Finnbogasyni sem hefur lagt fótboltaskóna á hilluna og tekur við sem aðstoðarþjálfari hjá FH. Hann þakkar góðar viðtökur í Hafnarfirði sem hafi ekki verið sjálfsagðar. Hann kveðst vera FH-ingur í dag en þó einnig KR-ingur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH á­fram þrátt fyrir tap

FH er komið áfram í Evrópubikarnum í handbolta þrátt fyrir þriggja marka tap gegn Bocholt frá Belgíu í dag, lokatölur 36-33. FH vann fyrri leik liðanna stórt og er því komið áfram.

Handbolti
Fréttamynd

Leik lokið: FH - Grótta 31-24 | Hafn­firðingar tryggðu sér topp­sætið

FH tók á móti Gróttu í 10. umferð Olís-deildar karla nú í kvöld. Fyrir leikinn átti FH möguleika á að tylla sér á toppinn á meðan Grótta gat með sigri fjarlægt sig frá fallsvæðinu. Það var hins vegar ljóst snemma leiks að FH-ingar ætluðu sér á toppinn og fór svo að lokum að liðið vann afar sannfærandi 7 marka sigur 31-24.

Handbolti
Fréttamynd

FH framlengir við tvo lykilmenn

FH framlengdi í dag samninga sína við tvo lykilleikmenn hjá knattspyrnuliði félagsins. Þeir Vuk Oskar Dimitrijevic og Ólafur Guðmundsson skrifuðu báðir undir nýja samninga.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigursteinn Arndal: Vorum í basli í varnarleiknum

Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum svekktur með 34-34 jafntefli FH gegn serbneska liðinu Partizan nú í kvöld. Eftir að hafa verið að elta að mestu í fyrri hálfleik byrjaði liðið seinni hálfleikinn mjög vel og var með þriggja marka forystu þegar skammt var eftir af leiknum. Sigursteinn segir að liðið hafi átt að gera betur í ljósi þess að hver staðan var undir lok leiksins.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtal: FH - RK Partizan 34-34 | FH glutraði unnum leik niður í jafntefli

Það var heldur betur slegið til veislu í Kaplakrika nú í kvöld þegar FH lék sinn 99. Evrópuleik. Andstæðingur FH var serbneska liðið Partizan frá Belgrad. Leikurinn var í annarri umferð Evrópubikar karla en fyrir þennan leik hafði FH slegið út gríska liðið Diomidis Argous. Eftir afar dramatískar lokamínútur varð 34-34 jafntefli niðurstaðan hér í Kaplakrika.

Handbolti