
Fylkir

Fjölnir og Selfoss enn með fullt hús stiga | Kórdrengir og Fylkir gerðu jafntefli
Fjölnir og Selfoss hafa unnið báða leiki sína í upphafi móts í Lengjudeild Karla í fótbolta. Fjölnismenn unnu 4-1 sigur gegn Þór á meðan Selfyssingar unnu 2-1 sigur gegn Gróttu. Á sama tíma gerðu Kórdrengir og Fylkir 1-1 jafntefli.

Tindastóll og HK hefja tímabilið á sigrum
Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Tindastóll vann 2-0 sigur á Grindavík á meðan HK vann 3-1 útisigur á Fylki.

Fylkir og Selfoss byrja sumarið á sigri
Tveir fyrstu leikir sumarsins í Lengjudeild karla í fótbolta fóru fram í kvöld. Fylkir vann 3-1 sigur á KV á meðan Selfoss gerði góða gerð í Kórinn og vann 3-2 útisigur.

Engin vandræði hjá Fylki og Kórdrengjum
Keppni í Mjólkurbikar karla í fótbolta hélt áfram í dag. Alls fóru fimm leikir fram og þar ber helst að nefna leiki Fylkis og Kórdrengja. Bæði lið leika í Lengjudeildinni í sumar og unnu 5-0 sigra á liðum sem leika í 4. deild, Fylkir gegn Úlfunum og Kórdrengir gegn Álftanesi.

BadCompany sló Fylki út í Áskorendamótinu
Fylkir og BadCompany slógu botninn í Áskorendamótið með æsispennandi einvígi

Saga og Ten5ion tryggðu sig inn á Stórmeistaramótið
CS:GO veislan á Áskorendamótinu hélt áfram, Ten5ion og Saga léku gríðarvel.

Svona fór fyrsta umferð Áskorendamótsins
Fyrsta umferðin í Áskorendamótinu í CS:GO fór fram í gærkvöldi þar sem 8 lið etja kappi um 4 sæti á Stórmeistaramótinu

Tilþrif vikunnar: Zerq no-scope og skítugur Bjarni
Vísir birtir vikulega myndbönd af tilþrifum vikunnar í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í boði Elko. Þessa vikuna eru það þeir Zerq og Bjarni sem eiga sviðið.

Ljósleiðaradeildinni lokið: Dusty meistarar enn og aftur
21. og síðustu umferð Ljósleiðaradeildarinnar lauk í gærkvöldi með sigri Dusty á Vallea.

Söfnuðu stórfé þegar kvikmyndakempur í misgóðu formi tókust á
Íslenskir kvikmyndargerðarmenn tóku höndum saman við erlenda í dag og söfnuðu á fjórðu milljón króna fyrir kvikmyndargerðarmann sem slasaðist við tökur um árið. Farin var óhefðbundin leið; þeir spiluðu fótbolta til fjáröflunar.

Fylkir fallið í fyrstu deild
Lokaumferð Ljósleiðaradeildarinnar hófst á leik Fylkis og Sögu sem börðust fyrir botni deildarinnar.

Ljósleiðaradeildin í beinni: Fylkir fær einn séns til að bjarga sér frá falli
Eins og alla þriðjudaga er Ljósleiðaradeildin í CS:GO í beinni útsendingu hér á Vísi.

Tilþrif vikunnar: K-DOT klárar lotuna fyrir Fylki og Clvr „clutchmaster“
Við höldum áfram að sýna tilþrif vikunnar hér á Vísi og í þetta sinn eru það þeir K-DOT, leikmaður Fylkis, og Clvr, leikmaður Dusty, sem eiga sviðið.

20. umferð í CS:GO lokið: stórsigrar og rúst á lokametrunum
20. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk á föstudaginn með sigri Dusty á Þór. Baráttan stendur nú um fallsætin.

Ármann öruggir á Stórmeistaramótið
Ármann og Fylkir hleyptu 20. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO af stað.

Sandra María skoraði þrjú er Þór/KA pakkaði Fylki saman
Sandra María Jessen er komin á blað með Þór/KA á nýjan leik. Hún sneri aftur til uppeldisfélagsins fyrir áramót og skoraði í dag öll þrjú mörk liðsins í 3-0 sigri á Fylki í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu.

FH-ingar fyrstir í undanúrslit og Stjörnumenn fyrstir til að leggja Blika
Tveir leikir fóru fram í Lengjubikar karla í kvöld. FH-ingar urðu fyrstir til að tryggja sér sæti í undanúrslitum með 3-0 sigri gegn Fylki í riðli þrjú og í riðli tvö varð Stjarnan fyrsta liðið til að taka stig af Breiðablik þegar liðið vann 4-1 sigur á heimavelli.

Dusty vann stórsigur á Fylki
Það voru Dusty og Fylkir sem hleyptu 18. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO af stað í gærkvöldi. Dusty fór létt með að leggja Fylki, 16–3.

Fylkir rúllaði yfir Selfoss og nýju mennirnir á skotskónum hjá Leikni
Tveir leikir fóru fram í A-deild Lengjubikarsins í kvöld.

Blikar kræktu í Helenu
Knattspyrnukonan Helena Ósk Hálfdanardóttir hefur skrifað undir samning til tveggja ára við bikarmeistara Breiðabliks.

FH-ingar hófu Lengjubikarinn á sigri | Tíu leikmenn KV héldu út
Fimm leikir voru á dagskrá í Lengjubikar karla í fótbolta í dag. FH-ingar unnu góðan 2-0 sigur gegn Selfyssingum í riðli fjögur og KV vann góðan 1-0 útisigur á Fjölni í riðli tvö, þrátt fyrir að spila allan seinni hálfleikinn manni færri.

Tvíburarnir frá Sandgerði á Selfoss
Tvíburasysturnar Katla María og Íris Una Þórðardætur eru gengnar í raðir Selfoss frá Fylki. Þær skrifuðu undir tveggja ára samning við Selfoss.

Íslandsmeistararnir komu til baka eftir að lenda þremur mörkum undir
Það tók Íslands- og bikarmeistara Víkings dágóða stund að sýna hvers þeir eru megnugir er Víkingur og Fylkir mættust í Reykjavíkurmóti karla í knattspyrnu í kvöld. Eftir að lenda 3-0 undir vann Víkingur á endanum 4-3 sigur.

Hneykslaður á hlutverki sonar síns: „Enn einn þjálfarinn sem hefur ekki hundsvit á fótbolta“
Þórhallur Dan Jóhannsson, fyrrverandi leikmaður Fylkis, gefur lítið fyrir hæfileika þjálfara liðsins í sumar. Þá segir hann þjálfara U21-landsliðsins ekki hafa hundsvit á fótbolta.

Einn þeirra sem hrakti hann úr Fylki var sá sem hann leyfði að fá fyrirliðabandið
Ásgeir Börkur Ásgeirsson var á sínum tíma „Herra Fylkir“ og því kom mörgum mikið á óvart þegar hann yfirgaf Árbæjarliðið árið 2018 og fór yfir í HK. Ásgeir Börkur gerði upp þennan tíma í viðtali Mána Pétursson í hlaðvarpsþættinum Enn einn fótboltaþátturinn sem kom út í vikunni.

Valur keypti Orra Hrafn frá Fylki
Orri Hrafn Kjartansson er orðinn leikmaður Vals eftir að Hlíðarendafélagið keypti hann frá Fylki.

Fylkismenn lögðu Kórdrengi í annað sinn
Áttunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO hófst í gær á sigri Fylkis á Kórdrengjum 16-10.

Valskonur sækja liðsstyrk í Árbæinn
Íslandsmeistarar Vals hafa samið við tvær af bestu leikmönnum Fylkis undanfarin ár.

Bryndís Arna á leið til Íslandsmeistara Vals
Framherjinn Bryndís Arna Níelsdóttir mun að öllum líkindum spila fyrir Íslandsmeistara Vals næsta sumar. Þetta herma öruggar heimildir Vísis.

Fallegt að tilveruréttur þeirra „sé jafn mikill og þeirra sem æfa hefðbundnar íþróttir eins og knattspyrnu“
Rafíþróttir njóta vaxandi vinsælda hér á landi og eru biðlistar í nær allar rafíþróttadeildir á landinu. Á Eskifirði er sportið jafn vinsælt og fótboltaæfingar en áhersla er lög á samskipti og hreyfingu barna á rafíþróttaæfingum.