
UMF Njarðvík

Evans farinn frá Njarðvík
Evans Ganapamo hefur yfirgefið herbúðir Njarðvíkur fyrir lokaumferðina og úrslitakeppnina sem framundan er í Bónus deild karla. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari liðsins, segir bæði körfuboltalegar og ekki körfuboltalegar ástæður spila þar inn í en um sameiginlega ákvörðun sé að ræða.

Græn gleði í Smáranum
Njarðvík varð í gær bikarmeistari kvenna í körfubolta í annað sinn eftir sigur á Grindavík, 81-74, í Smáranum í Kópavogi.

Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar
Njarðvík varð í dag bikarmeistari kvenna í körfubolta í annað sinn eftir sigur á Grindavík í Smáranum, 81-74. Njarðvíkingar skoruðu átta af síðustu níu stigum leiksins.

„Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“
Brittany Dinkins var valinn verðmætasti leikmaður bikarkeppninnar í dag þegar Njarðvík hafði betur gegn Grindavík 81-74 og tryggði sér VÍS bikar kvenna.

„Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“
„Já, ég held það,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur hvort það hafi truflað hans lið að fyrir leikinn gegn Hamri/Þór bjuggust flestir við sigri hjá sjóðheitu liði Njarðvíkinga. Njarðvík hafði sigur að lokum eftir æsispennu á síðustu sekúndunum.

Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn
Njarðvík er komið í úrslitaleik VÍS-bikars kvenna í körfubolta eftir 84-81 sigur á Hamri/Þór í undanúrslitaleik. Leikurinn væri æsispennandi og Hamar/Þór fékk tækifæri til að jafna metin í lokasókn sinni en tókst ekki.

„Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“
Logi Gunnarsson var að vonum sáttur með sigur sinna manna í kvöld þegar Njarðvíkingar báru sigurorð af Tindastól 101-90 í IceMar-höllinni í kvöld.

Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð
Njarðvíkingar sýndu styrk sinn í kvöld með því að vinna ellefu stiga sigur á deildarmeistaraefnunum í Tindastól, 101-90, í Bónus deild karla í körfubolta í Njarðvík. Þetta var sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð en Stólarnr töpuðu aftur á móti öðrum útileik sinum í röð.

„Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“
„Leikirnir verða bara stærri og stærri,“ segir Pavel Ermolinskij fyrir næstsíðustu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta. Þeir Helgi Már Magnússon, GAZ-menn, rýndu í toppslag Tindastóls og Njarðvíkur sem þeir lýsa í beinni útsendingu á Stöð 2 BD í kvöld.

Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar
Baráttan um deildarmeistaratitilinn í Bónus deild karla í körfubolta mun standa á milli Tindastóls og Stjörnunnar en Njarðvíkingar eiga ekki lengur möguleika.

Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð
Njarðvík hélt sigurgöngu sinni áfram i Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið sótti tvö stig á Hlíðarenda.

Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, hefur aukið við sig hjá félaginu og verið ráðinn íþróttastjóri þess.

„Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“
Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur sagðist þurfa að biðja sitt lið afsökunar eftir að hafa fengið tvær tæknivillur og verið rekinn upp í stúku í leik gegn Grindavík í Bónus-deildinni í kvöld. Rúnar Ingi hafði þó sitt að segja um samskipti sín við dómara leiksins.

Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga
Grindvíkingar unnu Njarðvíkinga eftir framlengdan og stórskemmtilegan leik í Smáranum í kvöld í Bónus deild karla í körfubolta. Framlengja þurfti leikinn eftir mikla dramatík á lokasekúndum venjulegs leiktíma.

„Þetta var gott próf fyrir okkur“
Njarðvík vann Keflavík 105-96. Leikurinn var jafn og spennandi en Njarðvíkingar voru sterkari í fjórða leikhluta. Þetta var sjöundi sigur Njarðvíkur í röð og Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með sigurinn.

Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika
Fylkir tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Lengjubikars karla í fótbolta eftir sigur á Njarðvík á heimavelli sínum.

Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð
Njarðvíkingar unnu níu stiga sigur gegn nágrönnum sínum í Keflavík 105-96. Leikurinn var í járnum en heimakonur tóku frumkvæðið í fjórða leikhluta sem skilaði sigri.

„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Njarðvík tók á móti Haukum í IceMar-höllinni í kvöld þegar nítjánda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Njarðvíkingar gátu með sigri styrkt stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar og um leið formlega fellt Hauka. Í leik sem aldrei varð spennandi voru það Njarðvíkingar sem kjöldrógu Hauka 103-81.

Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir
Njarðvík tók á móti Haukum í IceMar-höllinni í kvöld þegar nítjánda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Njarðvík gátu með sigri formlega fellt Hauka niður um deild. Það fór þannig að Njarðvíkingar fóru með virkilega öruggan sigur 103-81.

„Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“
Njarðvík tók á móti Þór Akureyri í fyrstu umferð efri hluta Bónus deild kvenna í IceMar-höllinni í kvöld. Þessi lið áttust einnig við fyrir viku síðan þar sem Njarðvík hafði betur í síðustu umferð fyrir skiptingu. Þar höfðu Njarðvík betur með tíu stigum en í kvöld bættu þær um betur og höfðu þrettán stiga sigur 93-80.

Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð
Njarðvík tók á móti Þór Akureyri í kvöld þegar Bónus deild kvenna hélt áfram göngu sinni. Búið er að skipta deildinni upp í efri og neðri hluta og mættust liðin í fyrstu umferð efri hlutans í IceMar-höllinni í Njarðvík. Það er vika síðan þessi lið mættust á sama velli og þá hafði Njarðvík betur með tíu stigum. Þær bættu um betur í kvöld og höfðu að lokum þrettán stiga sigur 93-80.

„Það tala allir um toppliðin þrjú og við höfum ekki verið í þeirri umræðu“
Njarðvík vann nokkuð öruggan sigur gegn Þór Akueryri 94-80. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með sigurinn og að hans mati stimplaði liðið sig inn í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn.

Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram
Njarðvíkingar unnu sannfærandi sigur gegn Þór Akureyri 94-80. Þetta var fimmti sigur Njarðvíkur í röð sem tryggði liðinu annað sætið áður en deildinni verður skipt upp í efri og neðri hluta.

Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda
Njarðvík lagði Val með tveggja stiga mun í æsispennandi leik að Hlíðarenda þegar liðin mættust í Bónus deild kvenna í körfubolta, lokatölur 76-78.

Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu
Njarðvík sótti sterkan sigur í Skógarselið í átjandu umferð Bónus deildar karla. 91-95 varð niðurstaðan gegn ÍR eftir hörkuspennandi leik sem réðst ekki fyrr en á lokamínútunni. Njarðvíkingar styrkja þar með stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar en ÍR-ingar missa af mikilvægum stigum í baráttunni um úrslitakeppnissæti.

„Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“
Njarðvík tók á móti KR í IceMar höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla hélt áfram göngu sinni í kvöld. Njarðvík hafði tapað tvisvar gegn KR á tímabilinu og mættu grimmir til leiks í kvöld. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu og þeir höfðu betur með 24 stigum 103-79.

Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl
Njarðvíkingar hefndu bikartapsins á móti KR á dögunum með því að bursta Vesturbæinga í IceMar-höllin í Bónus deild karla í kvöld. Njarðvík vann leikinn á endanum með 24 stiga mun, 103-79.

„Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“
Njarðvíkingar byrjuðu leikinn í kvöld gegn Valsmönnum á fleygiferð en virtust svo algjörlega missa móðinn eftir því sem leið á en Valsmenn unnu að lokum nokkuð öruggan 88-76 sigur þegar liðin mættust í Bónus-deild karla.

Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu
Það voru tvö lið á skriði sem mættust í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld og ljóst að eitthvað varð undan að láta. Njarðvíkingar með fjóra sigra í röð og Valsmenn með tvo. Eitthvað þurfti undan að láta og nú hafa Valsmenn unnið þrjá leiki í röð.

GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“
„Þetta verður bara geggjaður leikur,“ segir Pavel Ermolinskij en þeir Helgi Már Magnússon rýndu í leik Vals og Njarðvíkur sem verður GAZ-leikur kvöldsins í Bónus-deild karla í körfubolta.