
Perlur Íslands

Perlur Íslands: „Ég fann hvernig brjóstið fylltist af hamingju“
Aldís Pálsdóttir ljósmyndari ferðast mikið um landið en Rauðisandur er í miklu uppáhaldi. Hún segir frá ferðalögum sínum um Vestfirði, þar sem öll fjölskyldan kemur saman á hverju ári.

Perlur Íslands: „When in doubt, farðu til Seyðisfjarðar“
Ljósmyndarinn Helgi Ómarsson á í mjög sterku ástarsambandi við Seyðisfjörð, sem hann segir að hafi hina fullkomnu blöndu af náttúru og menningu.

Perlur Íslands: Glymur í Hvalfirði kom skemmtilega á óvart
Fréttamaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson segir frá dýrmætri minningu með föður sínum og bróður. Hann dreymir um að fara feðgaferð upp á Esjuna.

Perlur Íslands: „Ekkert annað í kring en svartur vikursandur og þögnin“
Telma Lucinda Tómasdóttir saknar gömlu náttúrulaugarinnar í Þjórsárdal. Þangað fór hún á hestum, gangandi og keyrandi.

Perlur Íslands: „Vestfirskur konfektkassi“
Tómas Guðbjartsson hefur ferðast um nánast allt Ísland, annað hvort gangandi eða á skíðum. Arnarfjörðurinn er samt í miklu uppáhaldi.

Perlur Íslands: Seitlandi töfraorka og stórkostleg upplifun
Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Hönnunarmiðstöðvar segist fá einstaka orku á Vestfjörðunum. Hún á ættir að rekja til Vestfjarða og afi hennar þekkir þar hverja þúfu.

Perlur Íslands: Gönguleiðirnar hver annarri fallegri
Kolbrún Pálína Helgadóttir ferðast mikið innanlands og segir að sjórinn hafi mikið aðdráttarafl.

Perlur Íslands: „Íslensk fegurð hvert sem augað leiðir þig“
Frumkvöðullinn Elísabet Gunnars á erfitt með að velja sinn uppáhalds ferðamannastað á Íslandi. heimsækir Fnjóskadal á hverju ári með fjölskyldunni.

Perlur Íslands: „Það er ekki hægt að komast þangað öðruvísi en að sigla“
Garpur Elísabetarson kvikmyndagerðarmaður hefur starfað sem leiðsögumaður í nokkur ár. Hann hefur ferðast um allt landið en Aðalvík er samt í mestu uppáhaldi, paradís án rafmagns og símasambands.

Perlur Íslands: „Einhver fallegasta dagleið sem Ísland hefur upp á að bjóða“
„Ég ætla að velja Fimmvörðuháls, enda einhver fallegasta dagleið sem Ísland hefur uppá að bjóða,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra en hún mun ferðast innanlands í sumar og hefur gert töluvert af því undanfarin ár.

Perlur Íslands: Ellefta lundabúðin í sérstöku uppáhaldi
„Þegar ég hugsa um uppáhalds ferðamannastaðinn minn á Íslandi koma nokkrir strax upp í hugann og erfitt að gera upp á milli.“

Perlur Íslands: „Breytist í hamingjusprengju á hálendinu“
Fjölmiðlakonan Sunna Karen Sigurþórsdóttir er mikill göngugarpur og líður best uppi á hálendi Íslands. Hún ferðast sjaldan erlendis á sumrin.

Perlur Íslands: Fáir staðir jafn fallegir og útivistarparadísin Þórsmörk
Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari á Vísi, betur þekktur sem Villi, segir frá sínum uppáhalds ferðamannastað á Íslandi.

Perlur Íslands: Löngufjörur á Snæfellsnesi standa upp úr
„Ég hef verið allt of lélegur að ferðast innanlands í gegnum tíðina en í sumar verður heldur betur bætt úr því.“

Perlur Íslands: „Ógleymanlegt að hvíla sig í lyngbrekku hjá þessari náttúruperlu“
„Það er mjög erfitt fyrir mig að nefna einn uppáhalds ferðamannastað á Íslandi því þeir eru margir sem eiga sérstakan stað í mínu hjarta.“

Perlur Íslands: „Ólýsanleg upplifun að ferðast um þetta svæði á skíðum“
Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir segir að undanfarna vetur hafi sér þótt skemmtilegast að ferðast um landið á skíðum. Stórbrotin náttúra og langar skíðabrekkur heilla.

Perlur Íslands: „Mjóifjörður er að mínu mati fallegasti staður landsins“
Sálfræðingurinn og svefnsérfræðingurinn Erla Björnsdóttir hefur ferðast víða en Austfirðirnir eru hennar uppáhalds staður á Íslandi.

Perlur Íslands: „Einstök orka þarna og hvergi betra að vera“
Fatahönnuðurinn og verslunareigandinn Andrea Magnúsdóttir segir að sín uppáhalds perla sé Ólafsfjörður en hún elskar líka Hvaleyrarvatn og sundlaugina á Hofsósi.