Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Upp­gjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Vals­mönnum

FH tók á mót Val á Kaplakrikavelli í kvöld þegar fimmta umferð Bestu deild karla hélt áfram göngu sinni. FH var enn að leita af fyrsta sigri sínum í sumar en þeirri bið lauk hér í kvöld með glæstum sigri á liði Vals með þremur mörkum gegn engu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Vantar hjarta og bar­áttu í mína menn“

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, kallar eftir því að leikmenn sínir sýnir meiri hjarta, baráttu og ákefð í varnarleik sínum. Hallgrímur sagði allt þetta hafa vantað þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Elkem-vellinum á Akranesi í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

Lille bjargaði mikil­vægu stigi

Hákon Arnar Haraldsson var nýfarinn af velli þegar Lille skoraði jöfnunarmarkið í 1-1 jafntefli gegn Marseille. Stigið var mikilvægt fyrir Lille sem er í harðri Meistaradeildarbaráttu.

Fótbolti
Fréttamynd

Hörður í hóp eftir tæp­lega tveggja ára meiðsli

Hörður Björgvin Magnússon var í leikmannahópi Panathinaikos í fyrsta sinn í tæp tvö ár, en kom ekki við sögu. Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos, sem vann 1-2 gegn AEK í næstsíðustu umferð grísku úrvalsdeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern varð sófameistari

Lið Bayern Munchen sat heima í sófa og horfði á Freiburg tryggja þýska meistaratitilinn fyrir sig með jafntefli gegn Bayer Leverkusen.

Fótbolti
Fréttamynd

Vont tap hjá Alberti í Rómarborg

Albert Guðmundsson spilaði síðasta hálftímann fyrir Fiorentina í 1-0 tapi gegn Roma í 35. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fiorentina missti þar af mikilvægum stigum í Evrópubaráttunni.

Fótbolti