

Hin unga Lovísa Thompson tryggði Gróttu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna. Hún skoraði sigurmarkið þegar tvær sekúndur voru til leiksloka. Lovísa hefur spilað handbolta frá því hún var tíu ára.
Hinn 19 ára gamli Egill Magnússon samdi við danskt úrvalsdeildarlið í gær.
Aron Gauti og Daði Laxdal unnu Scoremore-áskorun Meistaradeildarinnar leika listir sínar fyrir framan 20.000 manns.
Samningur Aron Kristjánssonar við HSÍ rennur út í næsta mánuði og enn sem komið er hefur ekkert verið rætt um framhaldið.
Íslensku handboltalandsliðin munu reyna að tryggja sér sæti í næstu stórmótum í júnímánuði þegar úrslitin ráðast í undankeppni EM karla 2016 og HM kvenna 2015.
Íslenska landsliðið valtaði yfir það serbneska í undankeppni EM 2016 í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 38-22, Íslandi í vil.
Íslenska landsliðið í handbolta verður að komast í gegnum lið Serba í Höllinni í kvöld án Alexanders Petersson.
Strákarnir okkar verða í eldlínunni í Laugardalshöll í kvöld gegn Serbum. Þetta er leikur sem má helst ekki tapast. Allir heilir nema Alexander Petersson. Þjálfarinn hefur ýtt samningsmálum til hliðar í þessari viku.
Ólafur Stefánsson var á sinni fyrstu landsliðsæfingu í gær sem þjálfari. Hann segist vera mættur til að aðstoða og reynir að halda leikmönnum glöðum. Bátnum verður ekki ruggað taktískt fyrir leikina gegn Serbíu.
Útlitið ekki gott með bestu skyttu íslenska landsliðsins fyrir stórleikinn gegn Serbíu á miðvikudagskvöldið.
Alexander Petersson gat ekki æft með íslenska landsliðinu er það hóf undirbúning fyrir leikinn gegn Serbum á miðvikudag.
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur neyðst til þess að kalla á nýjan mann í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Serbíu.
Íslenska landsliðið í handbolta á fyrir höndum gríðarlega mikilvæga leiki gegn Serbíu í undankeppni EM 2016 í Póllandi.
Víkingi mistókst að tryggja sér sæti í Olís-deild karla í dag er liðið tók á móti Fjölni í þriðja leik liðanna um laust sæti í efstu deild.
Það var mögnuð stemming í Víkinni í gærkvöldi þegar karlalið Víkings steig einu skrefi nær því að komast aftur upp í úrvalsdeild karla með sigri á Fjölni í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi umspilsins um hvort liðið spilar meðal þeirra bestu á næsta keppnistímabili.
Flytur heim til Íslands og tekur við Stjörnunni sem féll úr Olísdeildinni í vor.
Sigurgeir Árni Ægisson, handboltakappi, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Sigurgeir er fæddur og uppalinn í Kaplakrika, en hann lék lengst af með FH.
Hittu þrisvar sinnum í slána standandi á gúmmíboltum og fá mikið lof fyrir.
Stelpurnar okkar með Frökkum, Þjóðverjum og Sviss í riðli í undankeppni Evrópumótmsins.
Grótta tryggði sér sæti í Olís-deild karla í gærkvöldi með enn einum sigrinum, en liðið lagði Selfoss af velli í gær 29-22. Sigurinn var nánast aldrei í hættu.
Danmerkur- bikarmeistarar KIF Kolding Köbenhavn þurfa að draga saman seglin á næstu leiktíð.
Formaður HSÍ segir Aron góðan kost en að nú sé verið að hugsa um næstu leiki.
Ólafur Stefánsson spilaði með danska liðinu KIF Kolding í dag þegar liðið mætti RK Zagreb í seinni leik sínum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta.
Ísland bar sigurorð af Sviss, 28-24, í þriðja og síðasta vináttulandsleik þjóðanna ytra í dag.
Íslenska kvennalandsliðið mætir Sviss í æfingalandsleik í handbolta í dag.
Ísland er nú leik í undankeppni EM 2015 skipað leikmönnum sautján ára og yngri. Liðið tapaði fyrir Tékkum í lokaleik riðilsins í dag, 30-29.
Íslenska sautján ára landslið kvenna gengur ekki vel að komast til Færeyja þar sem liðið á að spila í undankeppni EM um helgina.
Ólafur Stefánsson mun spila með Kolding í Meistaradeildinni gegn Zagreb.
Ágúst Jóhannsson valdi 16 leikmenn sem æfa og spila vináttulandsleiki í Viss 16.-22. mars.
Eyjamenn lentu tvisvar undir um helgina og líka í úrslitaleiknum gegn Víkingi fyrir 24 árum.