Tækni

Veldu bestu vefsíður ársins - kosning hafin til Nexpo-vefverðlaunanna
Lesendum Vísis gefst nú kostur á að velja það sem hefur vakið athygli þeirra og aðdáun á vafri þeirra um vefheima síðustu misseri. Fram til 25. janúar verður opið fyrir atkvæði almennings til Nexpo-vefverðlaunanna á slóðinni visir.is/nexpo.

Dress Up Games malar gull - 300 milljónir í hagnað á þremur árum
Dress Up Games ehf. hagnaðist um 88,3 milljónir króna á árinu 2010. Á árunum 2008 og 2009 nam hagnaður félagsins samtals um 213 milljónum króna. Það hefur því hagnast um rúmlega 300 milljónir króna á þriggja ára tímabili. Þetta kemur fram í síðustu ársreikningum Dress Up Games ehf.

Forstjóri Apple með hærri tekjur en Twitter
Tim Cook er hæst launaði framkvæmdarstjóri veraldar en hann fékk 378 milljónir dollara í laun fyrir störf sín hjá Apple á síðasta ári. Árstekjur Cooks eru þannig meiri en tekjur samskiptasíðunnar Twitter.

Tækniárið 2012 - Hvað er í pípunum hjá Apple, Facebook og Google?
Síðasta ár var viðburðarríkt í tækniheiminum en 2012 verður án efa enginn eftirbátur þess. Við skulum renna yfir það allra helsta sem gæti borið fyrir augu tækniunnenda á þessu ári.

Tölvuormur herjar á Facebook notendur
Öryggisþjónustur á netinu hafa gefið út viðvörun um að tölvuormur hafi náð að stela 45.000 lykilorðum af samskiptavefnum Facebook. Upplýsingunum hefur aðallega verið stolið af Facebook síðum í Bretlandi og Frakklandi.

Munnsöfnuður Siri hneykslar mæðgin
Ungur piltur í Bretlandi fékk óblíðar viðtökur frá skipulagsforritinu Siri þegar hann forvitnaðist um íbúafjölda jarðarinnar.

Miður sín eftir jól án iPad
Jólin eru hátíð ljóss og friðar. Á hinum helga tíma er það jólaandinn, skreytingar, gjafirnar, fríið og samveran sem við þá nánustu sem skiptir mestu máli. En þó ekki fyrir alla. Vefurinn Gizmodo hefur tekið saman twitterummæli frá hinum vanþakklátu, sem bölva sínum nánustu í sand og ösku fyrir að hafa ekki valið réttu gjöfina handa sér. Og rétta gjöfin var auðvitað iPhone.

Spjaldtölvan stóð undir væntingum
"Ég get alveg fullyrt að spjaldtölvur voru mikið keyptar í jólagjafir, rétt eins og spáð hafði verið,“ segir Gunnar Jónsson, sölustjóri Tölvulistans.

Apple þróar vetnisrafhlöðu fyrir fartölvur
Svo virðist sem að tæknirisinn Apple sé nú að þróa vetnisrafhlöður fyrir fartölvur sínar. Fartölva sem knúinn er af slíkri rafhlöðu gæti starfað vikum saman án þess að þurfa á endurhleðslu.

Intel þróar snjallsíma
Bandaríska tæknifyrirtækið Intel hefur opinberað frumgerð snjallsíma sem knúinn er af nýjasta örgjörva fyrirtækisins. Intel var frumkvöðull á sviði einkatölvunnar en hefur á síðustu árum verið fjarverandi í þróun snjallsíma.

Auglýsingar munu birtast í fréttaveitu Facebook
Notendur samskiptasíðunnar Facebook munu brátt sjá auglýsingar í fréttaveitu síðunnar. Talsmaður Facebook segir að auglýsingarnar munu birtast í janúar á næsta ári.

Apple vinnur að þróun raddstýrðs sjónvarps
Tæknirisinn Apple þróar nú nýja tegund sjónvarps sem knúið er af sömu tækni og aðstoðarforritið Siri.

Apple sigrar í einkaleyfisdeilu við HTC
Tæknirisinn Apple hefur borið sigur úr býtum í einkaleyfisdeilu við snjallsímaframleiðandann HTC. Alþjóða Viðskiptaráð Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að HTC hefði brotið á einkaleyfi Apple.

Google í jólaskapi
Starfsmenn tölvurisans Google eru sannarlega komnir í jólaskap. Með því að slá inn vinsælt textabrot í leitarvélina tekur að snjóa og leitarniðurstöðurnar verða þaktar hrími.

Telja ekki þörf á að herða reglur um niðurhal af netinu
Um þriðjungur fólks sextán ára og eldra hefur sótt tónlist, kvikmyndir eða annað höfundarréttarvarið efni í gegnum netið samkvæmt svissneskri rannsókn. Talsmaður rétthafa á Íslandi telur hlutfallið svipað hér á landi.

Allt um Timeline
Notendum samskiptasíðunnar Facebook stendur nú til boða að virkja nýjan prófíl. Nýjungin kallast Timeline og er hugarfóstur Mark Zuckerbergs, stofnanda og stjórnarformanns Facebook.

Svona færðu nýja Facebook
Ein stærsta breyting á útliti samskiptasíðunnar Facebook var opinberuð í dag. Nýjungin kallast Timeline og er hugmyndin komin frá Mark Zuckerberg, stjórnanda og stjórnarformanns Facebook.

Google birtir vinsælustu leitarefnin
Tölvufyrirtækið Google hefur birt árlegan lista sinn yfir vinsælustu leitarefni Breta. Leitarefnin eru af ýmsum toga og gefa vísbendingar um tíðaranda Bretlands.

Amazon svarar gagnrýni
Uppfærsla á stýrikerfi Kindle Fire, einum helsta keppinauti spjaldtölvunnar iPad, er væntanleg. Talsmaður vefverslunarinnar Amazon staðfesti þetta í dag en spjaldtölvan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að fara frjálslega með persónuupplýsingar notenda sinna.

Microsoft gefur nýjasta snjallsíma sinn
Samkvæmt Twitter-síðu Microsoft ætlar fyrirtækið að gefa nokkrum óánægðum notendum Android-stýrikerfisins nýjan Windows Phone snjalllsíma.

Air Atlanta tekur skýþjónustu Microsoft í notkun
Air Atlanta hefur tekið í notkun Office 365 skýþjónustu Microsoft, í samvinnu við Nýherja. Um er að ræða fyrstu innleiðingu Nýherja á Microsoft Office 365 fyrir viðskiptavin.

iPad 3 í febrúar á næsta ári
Talið er að næsta kynslóð iPad spjaldtölvunnar komi út í febrúar á næsta ári.

Rótarlénið .XXX opnar á morgun
Á morgun verður rótarlénið .XXX sett á laggirnar. Er þetta gert til að aðgreina klámefni frá öðru efni á veraldarvefnum.

YouTube fær nýtt útlit
Google kynnti í dag nýtt útlit vefsíðunnar YouTube. Tölvurisinn vill bjóða upp á meiri tengimöguleika við samskiptasíður og bæta notendaviðmót síðunnar.

Sérfræðingur segir forrit fylgjast með notkun snjallsíma
Sérfræðingur í öryggismálum farsíma heldur því fram að falinn hugbúnaður í stýrikerfum snjallsíma fylgist með notkun þeirra.

Settar verði strangari reglur um félagsvefi
„Fyrirtæki hafa sérstaka ábyrgð þegar helsta tekjulind þeirra eru persónugögn,“ sagði Viviane Reding, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hún kynnti í gær hugmyndir sínar um nýjar Evrópusambandsreglur um gagnavernd og netþjónustufyrirtæki, sem kæmu í staðinn fyrir misgamlar og misúreltar reglur einstakra aðildarlanda.

Kindle Fire vinsælli en iPad
Samkvæmt nýjustu tölum frá smásöluaðilum í Bandaríkjunum seldist Kindle Fire, spjaldtölva vefverslunarinnar Amazon, mun betur en iPad.

Vírus í gjafabréfum frá iTunes
Öryggissérfræðingar hjá tölvurisanum Apple segja tölvuglæpamenn hafa komið fyrir vírus í vefverslun fyrirtækisins.

Kína orðinn stærsti snjallsímamarkaður heims
Kína er orðinn stærsti markaður heims fyrir snjallsíma með um 24 milljónir pantana inn á markað á þriðja ársfjóðungi, á meðan Bandaríkin voru á sama tíma með 23 milljónir. Frá þessu er greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í kvöld.

Samsung gerir grín að iPhone notendum
Ný sjónvarpsauglýsing Samsung gerir stólpagrín að notendum iPhone snjallsímans sem hannaður er af Apple. Tæknifyrirtækin hafa staðið hatrammri baráttu um yfirráð á snjallsímamarkaðnum.