
Manndráp í Drangahrauni

Sextán ára dómur fyrir manndráp í Drangahrauni stendur
Landsréttur hefur staðfest sextán ára fangelsisdóm Maciej Jakub Talik fyrir að verða herbergisfélaga sínum, Jaroslaw Kaminski, að bana í Drangahrauni í Hafnarfirði sumarið 2023. Honum var gert að greiða þrjár og hálfa milljón króna í áfrýjunarkostnað.

Skilaboð til vinar lykilgagn í sextán ára fangelsisdómi
Héraðsdómur Reykjaness horfði til ýmissa þátta þegar hann útilokaði að Maciej Jakub Talik hefði verið í neyðarvörn þegar hann stakk herbergisfélaga sinn til bana í Drangahrauni í Hafnarfirði í sumar. Textaskilaboð þar sem hann lýsti ásetningi að ætla að bana Jaroslaw Kaminski vógu þungt í niðurstöðu dómsins.

Ekki fallist á neyðarvörn og Talik dæmdur í sextán ára fangelsi
Maciej Jakub Talik var í dag dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á herbergisfélaga sínum að Drangahrauni í Hafnarfirði í sumar. Hann stakk Jaroslaw Kaminski fimm sinnum með hnífi en bar fyrir sig sjálfsvörn og fór fram á sýknu.

Grímur viðurkennir mistök lögreglu
Yfirlögregluþjónn viðurkennir að mistök hafi orðið þegar lögregla fann ekki blóðugan hníf, sem er líklegt morðvopn í manndrápsmáli sem varð í Drangahrauni þann sautjánda júní. Hnífurinn fannst í gær af dóttur hins látna á heimili þeirra, þar sem morðið var framið.

Dóttir hins látna fann blóðugan hníf í fyrradag
Nítján ára dóttir Jaroslaw Kaminski, sem var myrtur í Drangarhrauni í sumar, fann hníf sem líklega er sá sem notaður var til að bana föður hennar, í íbúðinni í fyrradag. Verjandi Maciej Jakub Talik, sem er ákærður fyrir manndráp, segir málið skandal og vinnubrögð lögreglu, sem ekki hafi fundið hnífinn, ámælisverð.

Sátu að sumbli og rifust um peninga
Maciej Jakub Talik, sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið herbergisfélaga sínum að bana í Hafnarfirði í sumar, segir að hinn látni hafi reynt að kúga út úr honum pening og hann hafi drepið hann í sjálfsvörn.

Aðalmeðferð vegna manndráps í Drangahrauni hafin
Aðalmeðferð í máli Maciej Jakubs Talik, sem er ákærður fyrir að hafa orðið Jaroslaw Kaminski að bana þann 17. júní síðastliðinn, hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.

Tug milljóna króna bótakrafa en ákærði neitar sök
39 ára pólskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp í íbúð við Drangahrauni í Hafnarfirði í júní. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjaness í dag. Ákærði neitar sök.

Drangahraunsmálið: Sagðist ætla að drepa manninn og síðan hengja sig
Maður sem grunaður er um að hafa banað Jaroslaw Kaminski í Drangahrauni í Hafnarfirði þann 17. júní segist hafa stungið hann í sjálfsvörn. Hann stakk Kaminski ítrekað og lýsti því yfir í skilaboðum að hann ætlaði að drepa hann.

Rannsókn lokið á manndrápi í Drangahrauni
Rannsókn lögreglu á manndrápi þann 17. júní síðastliðinn í Drangahrauni í Hafnarfirði er lokið og málið komið til ákærusviðs. Lögregla telur líklegt að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir hinum grunaða.

Gæsluvarðhald vegna manndráps í Hafnarfirði framlengt
Karlmaður um fertugt var í dag, í Héraðsdómi Reykjaness, úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu rannsóknar á andláti karlmanns þann 17. júní síðastliðinn, í Drangahrauni í Hafnarfirði.

Eiginkona mannsins sem fannst látinn í Hafnarfirði: „Þú varst mín trú á ástina“
Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði aðfaranótt 17. júní síðastliðinn hét Jaroslaw Kaminski og var pólskur ríkisborgari á fimmtugsaldri. Hann átti eiginkonu og stjúpbarn í Póllandi.

Manndráp og stórfellt fíkniefnasmygl: Staðan á málunum
Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er undir gríðarlegu álagi um þessar mundir, en auk þriggja manndrápsmála hefur hún einnig stórfellt fíkniefnasmygl til rannsóknar. Tveir Grænlendingar og einn Dani eru í haldi fyrir að smygla inn miklu magni af fíkniefnum til landsins í skútu.

Bylgja manndrápsmála gengur yfir
Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála sem nú gengur yfir vera áhyggjuefni. Ef fram haldi sem horfi væri verið að stíga inn í allt annað umhverfi en þekkst hafi hér á landi. Fjöldi útlendinga sem fremji eða verði fyrir brotum sé merki um viðkvæmari stöðu þeirra.

Gæsluvarðhald vegna manndráps í Hafnarfirði framlengt
Karlmaður um fertugt var í dag, í Héraðsdómi Reykjaness, úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu rannsóknar á andláti karlmanns um síðustu helgi í Drangahrauni í Hafnarfirði. Hinn látni var á fimmtugsaldri.

Áhyggjur af auknum hnífaburði: „Stutt hjá hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum”
Lögregla hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði og þá sérstaklega þegar kemur að hnífum. Yfirheyrslur yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á laugardagsmorgun hafa gengið vel að sögn yfirlögregluþjóns.

Hinn látni hafi verið meðleigjandi þess grunaða
Karlmaður á fertugsaldri er sagður hafa verið meðleigjandi þess sem hann er nú grunaður um að hafa orðið að bana í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, aðfararnótt 17. júní. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Komnir með skýra mynd á atburðarás í manndrápsmáli
Rannsókn lögreglu á manndrápi í Drangahrauni í Hafnarfirði miðar vel. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur lögreglu tekist að átta sig á aðdragandanum og atburðinum sjálfum, þrátt fyrir að rannsókn málsins sé nýhafin.

Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana
Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir.

Einn í gæsluvarðhald en öðrum sleppt
Annar mannanna, sem handtekinn var í tengslum við mannslát í Drangahrauni í Hafnarfirði í dag, var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Hinn maðurinn sem var handtekinn er laus úr haldi lögreglu.

Tveir í haldi grunaðir um manndráp í Hafnarfirði
Tveir menn eru í haldi lögreglu grunaðir um manndráp í Drangahrauni í Hafnarfirði í nótt eða í morgun. Hinn látni var á fimmtugsaldri.