Stunguárás við Skúlagötu Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. Innlent 26.8.2024 19:34 Einn þolenda stunguárásarinnar piltur frá Palestínu Einn þeirra sem varð fyrir stunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt er af erlendum uppruna. Hinir brotaþolendurnir tveir og meintur gerandi eru hins vegar íslenskir ríkisborgarar. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu, en áður hafði komið fram að öll fórnarlömbin þrjú auk árásarmannsins væru íslenskir ríkisborgarar. Grímur kveðst ekki geta tjáð sig frekar um stöðu viðkomandi eða uppruna hans að öðru leyti. Innlent 26.8.2024 17:01 Stúlkan enn í lífshættu en rannsókn miðar vel Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn lögreglu á stunguárás við Skúlagötu á menningarnótt miða vel og að lögregla hafi verið í nokkuð hefðbundnum rannsóknaraðferðum. Stúlkan sem var stungin er enn í lífshættu. Innlent 26.8.2024 11:47 Sextán ára drengur í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásarinnar Sextán ára drengur sem er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni með hnífi í miðborginni í gærkvöld var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald í héraðsdómi Reykjavíkur til 30. ágúst að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 25.8.2024 22:24 Stúlkan enn í lífshættu Stúlkan sem hlaut lífshættulega áverka í stunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt er enn í lífshættu og ástand hennar óbreytt að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar. Innlent 25.8.2024 20:24 Átti leið hjá fyrir tilviljun og tókst að endurlífga stúlkuna Ryan Cocuera, 32 ára hjúkrunarfræðingur á taugadeild Landspítalans, var á leiðinni heim með fjölskyldunni sinni á Menningarnótt í gær þegar hann kom að stúlku sem lá í blóði sínu á Skúlagötu eftir hnífstunguárás. Innlent 25.8.2024 15:05 Komu fórnarlömbum stunguárásarinnar til aðstoðar Starfsfólk Hopp hlúði að fórnarlömbum alvarlegrar stunguárásar sem átti sér stað við Skúlagötu í Reykjavík seint í gær. Einn var handtekinn grunaður um árásina og þrír eru særðir, þar af einn lífshættulega. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Innlent 25.8.2024 13:16 Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. Innlent 25.8.2024 10:35 Þrjú ungmenni með áverka og eitt í alvarlegu ástandi eftir stunguárásina Þrír eru með stunguáverka og þar af einn í alvarlegu ástandi eftir líkamsárás í miðborginni í gær þar sem hnífi var beitt. Allir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar og gekkst hinn alvarlega slasaði undir aðgerð í nótt. Brotaþolar og hinn grunaði eru öll sögð vera ungt fólk. Innlent 25.8.2024 10:06 Handtekinn grunaður um stunguárás í miðborginni Lögreglan handtók í gærkvöldi einstakling sem grunaður er um að hafa stungið annan með hnífi í miðborg Reykjavíkur. Innlent 25.8.2024 06:23 Alvarleg líkamsárás í miðborginni Mikill viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs var í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna alvarlegrar líkamsárásar. Innlent 25.8.2024 00:31 « ‹ 1 2 3 ›
Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. Innlent 26.8.2024 19:34
Einn þolenda stunguárásarinnar piltur frá Palestínu Einn þeirra sem varð fyrir stunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt er af erlendum uppruna. Hinir brotaþolendurnir tveir og meintur gerandi eru hins vegar íslenskir ríkisborgarar. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu, en áður hafði komið fram að öll fórnarlömbin þrjú auk árásarmannsins væru íslenskir ríkisborgarar. Grímur kveðst ekki geta tjáð sig frekar um stöðu viðkomandi eða uppruna hans að öðru leyti. Innlent 26.8.2024 17:01
Stúlkan enn í lífshættu en rannsókn miðar vel Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn lögreglu á stunguárás við Skúlagötu á menningarnótt miða vel og að lögregla hafi verið í nokkuð hefðbundnum rannsóknaraðferðum. Stúlkan sem var stungin er enn í lífshættu. Innlent 26.8.2024 11:47
Sextán ára drengur í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásarinnar Sextán ára drengur sem er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni með hnífi í miðborginni í gærkvöld var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald í héraðsdómi Reykjavíkur til 30. ágúst að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 25.8.2024 22:24
Stúlkan enn í lífshættu Stúlkan sem hlaut lífshættulega áverka í stunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt er enn í lífshættu og ástand hennar óbreytt að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar. Innlent 25.8.2024 20:24
Átti leið hjá fyrir tilviljun og tókst að endurlífga stúlkuna Ryan Cocuera, 32 ára hjúkrunarfræðingur á taugadeild Landspítalans, var á leiðinni heim með fjölskyldunni sinni á Menningarnótt í gær þegar hann kom að stúlku sem lá í blóði sínu á Skúlagötu eftir hnífstunguárás. Innlent 25.8.2024 15:05
Komu fórnarlömbum stunguárásarinnar til aðstoðar Starfsfólk Hopp hlúði að fórnarlömbum alvarlegrar stunguárásar sem átti sér stað við Skúlagötu í Reykjavík seint í gær. Einn var handtekinn grunaður um árásina og þrír eru særðir, þar af einn lífshættulega. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Innlent 25.8.2024 13:16
Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. Innlent 25.8.2024 10:35
Þrjú ungmenni með áverka og eitt í alvarlegu ástandi eftir stunguárásina Þrír eru með stunguáverka og þar af einn í alvarlegu ástandi eftir líkamsárás í miðborginni í gær þar sem hnífi var beitt. Allir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar og gekkst hinn alvarlega slasaði undir aðgerð í nótt. Brotaþolar og hinn grunaði eru öll sögð vera ungt fólk. Innlent 25.8.2024 10:06
Handtekinn grunaður um stunguárás í miðborginni Lögreglan handtók í gærkvöldi einstakling sem grunaður er um að hafa stungið annan með hnífi í miðborg Reykjavíkur. Innlent 25.8.2024 06:23
Alvarleg líkamsárás í miðborginni Mikill viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs var í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna alvarlegrar líkamsárásar. Innlent 25.8.2024 00:31