Evrópudeild UEFA

Fréttamynd

The Sun kallar Alfreð hinn nýja Eið Smára

Blikinn Alfreð Finnbogason er í viðtali við breska slúðurblaðið The Sun í dag vegna Evrópuleiks Blika og Motherwell sem fer fram á morgun. Þar er Alfreð kallaður hinn nýi Eiður Smári og talað um skoskan bakgrunn Alfreðs en hann bjó um tíma í Edinborg.

Fótbolti
Fréttamynd

Fylkir úr leik

Fylkir hefur lokið þáttöku sinni í Evrópudeild UEFA í ár eftir tap á heimavelli, 1-3, fyrir Torpedo Zhodino frá Hvíta-Rússlandi.

Fótbolti
Fréttamynd

KR komið áfram í Evrópudeildinni

KR komst í kvöld í aðra umferð Evrópudeildar UEFA er liðið gerði jafntefli, 2-2, við norður-írska liðið Glentoran ytra. KR vann fyrri leikinn 3-0 og því örugglega áfram, 5-2.

Fótbolti
Fréttamynd

Kjartan Henry: Okkar besti leikur í sumar

"Þetta var ekki eins auðvelt og það leit út fyrir að vera. Aðstæður voru mjög erfiðar og við þurftum því að halda einbeitingu," sagði KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason eftir 3-0 sigur á Glentoran í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Hogdson: Við spiluðum vel

Roy Hodgson, stjóri Fulham, hrósaði sínum mönnum þrátt fyrir að liðið tapaði í kvöld fyrir Atletico Madrid í úrslitaleik Evrópudeildar UEFA í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Hamburg rak þjálfarann nokkrum dögum fyrir undanúrslitaleikinn

Bruno Labbadia var í dag rekinn sem þjálfari þýska liðsins Hamburg aðeins þremur dögum áður en liðið spilar seinni leikinn sinn á móti Fulham í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Það fyllti mælinn hjá yfirmönnum Labbadia að liðið steinlá 1-5 á móti Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Hodgson: Eigum hrós skilið

Hamburger SV og Fulham gerðu markalaust jafntefli í Þýskalandi í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Benítez: Það er bara hálfleikur

„Við fengum á okkur furðulegt mark og skoruðum mark sem hefði átt að standa en var dæmt af. En það er í lagi, það er bara hálfleikur," sagði Rafa Benítez, stjóri Liverpool, eftir leikinn í Madríd í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Lest Liverpool-liðsins farin af stað frá París

Breskir fjölmiðlamenn fylgjast vel með ferðalagi Liverpool-liðsins til Madrid á Spáni þar sem liðið spilar við Atletico Madrid í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á morgun. Liverpool-menn vöknuðu eldsnemma í París í morgun og drifu sig út á lestastöð þar sem þeir fóru upp í lest á leið til Bordeaux.

Enski boltinn