Úkraína

Fréttamynd

Sam­þykkti að hætta á­rásum á orkuinnviði

Donald Trump og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, töluðu saman í síma í dag. Þá ræddu þær innrás Rússa í Úkraínu og mögulegt vopnahlé þar. Rússar voru fyrstir að tjá sig um símtalið og hafa meðal annars sagt að Pútín hafi krafist þess að hergagnasendingum til Úkraínu yrði hætt, ef hann eigi að samþykkja vopnahlé.

Erlent
Fréttamynd

Sögu­leg á­rás dróna og ró­bóta

Úkraínskir hermenn gerðu í desember árás á rússneskar skotgrafir norður af Karkívborg. Það væri í sjálfu sér ekki merkilegt en við árásina var eingöngu notast við dróna og var það í fyrsta sinn sem slíkt hefur verið gert. Úkraínumenn sendu um fimmtíu dróna, bæði fljúgandi dróna og róbóta á fótum og hjólum að rússneskum hermönnum.

Erlent
Fréttamynd

Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar

Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt.

Erlent
Fréttamynd

Sér ekkert vopna­hlé í kortunum

Óskar Hallgrímsson, Íslendingur búsettur í Úkraínu telur engar líkur á að forseti Rússlands fallist á þrjátíu daga vopnahlé. Kröfur hans séu þær sömu og áður og engin ástæða til að ætla að hann breyti þeim.

Erlent
Fréttamynd

Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni

Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ræða við Vladímír Pútín Rússland forseta símleiðis í vikunni að sögn sérstaks erindreka Bandaríkjaforseta sem heimsótti Moskvu í vikunni sem líður.

Erlent
Fréttamynd

Bað Pútín um að hlífa her­mönnum sem enginn kannast við

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur.

Erlent
Fréttamynd

Segist opinn fyrir vopna­hléi en hafnar til­lögu Trumps

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar.

Erlent
Fréttamynd

Hörfa frá Kúrsk

Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrskhéraði í Rússlandi, eða í það minnsta frá stórum hluta þess. Það er sjö mánuðum eftir að þeir komu rússneskum hermönnum á óvart með skyndilegri innrás í héraðið.

Erlent
Fréttamynd

Úkraína sam­þykkir til­lögu um vopna­hlé

Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Úkraínumenn hafi samþykkt tillögu Bandaríkjanna um vopnahlé og séu tilbúnir að ganga til viðræðna um að stöðva átökin og stuðla að langvarandi friði.

Erlent
Fréttamynd

Gaf rang­lega í skyn að Úkraína bæri á­byrgð á á­rás á X

Samfélagsmiðillinn X varð fyrir tölvuárás í gær og upplifðu notendur miklar truflanir vegna hennar yfir nokkurra tíma skeið. Tveir hópar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins, sagði í gær að uppruna hennar mætti rekja til „Úkraínusvæðisins“.

Erlent
Fréttamynd

Kaninn selur lang­mest af vopnum en fram­tíðin ó­viss

Umsvif bandarískra hergagnaframleiðenda á heimsvísu hafa aukist til muna á undanförnum árum. Frá 2020 til og með ársins 2024 seldu bandarísk fyrirtæki um 43 prósent af öllum hergögnum sem gengu kaupum og sölu ríkja á milli, talið í veltu, en fimm árin þar áður var hlutfallið 35 prósent.

Erlent
Fréttamynd

Á­tján særðir eftir mikið sprengjuregn

Rússneskir hermenn skutu í nótt að minnsta kosti 194 drónum og 67 eldflaugum af mismunandi gerðum að skotmörkum í Úkraínu. Árásirnar beindust að mestu að orkuinnviðum og gasvinnslu en Úkraínumenn segjast hafa skotið 34 eldflaugar og hundrað dróna niður.

Erlent
Fréttamynd

Villu­ljós í varnarstarfi

Atburðir síðustu daga hafa undirstrikað svart á hvítu að Bandaríkin ætli að koma samskiptum sínum við Rússland, stærsta kjarnaveldi veraldar, á réttan kjöl. Til að það megi takast, þarf fyrst að binda endi á stríðsátökin í Úkraínu.

Skoðun
Fréttamynd

Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu

Til hvassra orðaskipta kom á milli gesta í Pallborðinu á Vísi í dag þar sem staða öryggis- og varnarmála í Evrópu var til umræðu. Þótt gestir væru sammála um mikilvægi þess að friður komist á í Úkraínu voru skiptar skoðanir um það hvaða leiðir væru vænlegastar til árangurs.

Innlent